Nokkrar afríkuspurningar..

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
HLH
Posts: 40
Joined: 07 Feb 2007, 05:36
Location: Kópavogur

Nokkrar afríkuspurningar..

Post by HLH »

Það datt upp í hendurnar á mér 200 lítra búr þannig að ég er að hugsa um að skella mér aftur í fiskabransann. Var búin að íhuga að fara í saltið en ég hugsa að ég haldi mig við afríkusíkliðurnar eins og ég var með fyrir 10 árum :)

Ég er samt í smá vandræðum með að velja hvað ég ætti að fá mér. Hef verið hrifnari af Tanganyika síkliðum en Malawi en veit ekki alveg hvaða tegundir væri best að setja í þessa stærð af búri og hversu marga fiska af hverri tegund. Svo er það samt spurningin hvort maður ætti að velja litafegurð umfram hegðun og prófa "all-male" malawi búr - og þá er spurningin hversu marga fiska maður gæti sett í þessa stærð af búri.

Ef einhver er með hugmyndir fyrir mig væri gaman að heyra þær og svo væri ég alveg til í tips um það hvar maður fær síkliður í dag, er búin að fara í 4 gæludýrabúðir og tanganyika úrvalið er ákaflega takmarkað og malawi úrvalið ekkert spes...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Nokkrar afríkuspurningar..

Post by Vargur »

Fiskó og Dýraríkið eru með ágætt úrval.
200 lítra búr ætti að bera 15-20 malawi fiska í byrjun.
Persónulega þykir mér skemmtilegast að vera með 2-3 tegundir saman í búri og þá 5-10 fiska af hverri tegund.

Ef þú ert hrifinn af Tanganyka þá endilega skalltu eltast við það, Fiskó er með eittvað af Tanganyka og mér sýndust þær vera á fínum verðum.
Post Reply