Óska eftir seiðum í íslenskan læk

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
rutga
Posts: 3
Joined: 08 Jun 2015, 14:02

Óska eftir seiðum í íslenskan læk

Post by rutga »

Sælinú,
ég er með lítinn læk sem gengur í gegnum sumarbústaðarlandið, mikið um sef og gróður en lítið um líf. Ég var að láta mig dreyma um að prófa að setja fiska þarna í til að gleðja börnin. Hafið þið reynslu af svona tilraunum? Hvar getur maður keypt seiði sem krefjast ekki upphitunar á vatni?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Óska eftir seiðum í íslenskan læk

Post by Squinchy »

Gullfiskar væru eflaust besti kosturinn
Kv. Jökull
Dyralif.is
rutga
Posts: 3
Joined: 08 Jun 2015, 14:02

Re: Óska eftir seiðum í íslenskan læk

Post by rutga »

takk ég var einmitt að tala við vitra menn í gæludýrabúðum og þeir mæltu með gullfiskum þannig að ég er spennt að prófa þá gaura. Eina sem ég var að pæla í er hvort það sé nokkur möguleiki á að þeir 'mengi' út frá sér. Minn lækur rennur nefnilega út í laxá sem selt er inn á. Verða menn nokkuð brjálaðir ef þeir fara í laxveiði og veiða gullfisk? Kannski bara glaðir? :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Óska eftir seiðum í íslenskan læk

Post by Vargur »

Laxakarlarnir verða brjálaðir. Þeir eru nógu brjálaðir þega eldisfiskur slæðist í ánna, hvað þá gullfiskur.
Þú gætit reynt að velja þér dökka fiska sem eru ekki jafn áberandi ef einhver rekur augun í þá.

Endilega póstaðu hér einhverju um þetta ef þú lætur verða af þessu.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Óska eftir seiðum í íslenskan læk

Post by RagnarI »

Alveg endilega ekki sleppa fiskum út í náttúruna, allt í lagi í lokaða tjörn en ekki í opinn læk!
rutga
Posts: 3
Joined: 08 Jun 2015, 14:02

Re: Óska eftir seiðum í íslenskan læk

Post by rutga »

ég fór eftir ábendingum og breytti. lét grafa fyrir góðri tjörn í staðinn, varð líka dýpri en lækurinn og fiskarnir voða glaðir. Eina vandamálið er spóinn (held það sé helst hann frekar en aðrir mófuglar) sem heldur að ég sé með hlaðborð. þeir voru 4 fiskarnir en svo tveim tímum síðar voru þeir allt í einu 3. Þarf sennilega að strengja band yfir sennilega. Vitið þið nokkuð hverjir eru að selja 'ódýra' fiska t.d. bleikju eða gullfiska?
Post Reply