Daginn,
Vantar dúk í tjörn sem ég var að grafa í garðinum hjá mér, þarf c.a 5x3 metra. Hvar er ódýrast að kaupa þetta? Er búinn að sjá gosbrunnar.is en veit í raun ekki hvort þeir séu dýrir þar sem ég hef engan samanburð Hvar fæst svona annarsstaðar?
Tjarnardúkur - hvar er best/ódýrast að kaupa?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Tjarnardúkur - hvar er best/ódýrast að kaupa?
Bauhaus voru með besta verðið fyrir nokkrum vikum. Eitthvað til í dýralíf líka, aðeins dýrara fermetraverðið þar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Tjarnardúkur - hvar er best/ódýrast að kaupa?
Takk Keli.
Selur Bauhaus per fermeter? Þeir eru þá væntanlega með dúkinn til í ákveðnum breiddum, veistu nokkuð hverjar þær eru?
Annars kíki ég kannski til þeirra á morgun, langaði bara að forvitnast ef þú vissir
Selur Bauhaus per fermeter? Þeir eru þá væntanlega með dúkinn til í ákveðnum breiddum, veistu nokkuð hverjar þær eru?
Annars kíki ég kannski til þeirra á morgun, langaði bara að forvitnast ef þú vissir
Re: Tjarnardúkur - hvar er best/ódýrast að kaupa?
Haukurhaf wrote:Takk Keli.
Selur Bauhaus per fermeter? Þeir eru þá væntanlega með dúkinn til í ákveðnum breiddum, veistu nokkuð hverjar þær eru?
Annars kíki ég kannski til þeirra á morgun, langaði bara að forvitnast ef þú vissir
Bauhaus er að selja svona tjarnarklæðningar. 0.5 mm þykkt. kostar víst 730 kr fermetirinn
Re: Tjarnardúkur - hvar er best/ódýrast að kaupa?
4, 6 og 8m breiðir held ég.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Tjarnardúkur - hvar er best/ódýrast að kaupa?
Ódýrasti er á 730 kr fermeterinn en svo eru þeir með allvuru dúk sem er á 2490 minnir mig og hann er með 20 ára ábyrgð, þetta þunna dót á það til að gatast, muna bara að vanda undir lagið mjög gott að kaupa teppi í góðahirðinum og setja undir og helst fínann sand undir teppið
Minn fiskur étur þinn fisk!