Fiskurinn er orðinn helvíti stór, veiddi 20 stykki upp og vigtaði um daginn og var þyngsti 86 grog léttasti 39gr og meðal þyngd 50 gr þannig heildar þyngd miða við 134 fiska( eru 3 búnir að drepast þar af tveir hoppað uppúr í gegnum lítið gat sem er búið að laga) er 6,7kg! og gef ég þeim 2% af heildar þyngd a dag s.s 134gr. Plönturnar eru strax byrjaðar að sjúga upp nitrat en þegar ég setti þær í þar seinasta sunnudag mældist nitratið 100mg/l og í gær var það komið niður í 50mg/l en hinnsvegar var ammoníakið farið upp í 0,6mg/l en var fyrir 0mg/l og tengi ég það bara við rotnun a rótar afgöngum.
Fæ matarskammtarann vonandi í þessari viku eða nææstu og led ljósið ætti að koma eftir helgi.

Svona tengdi ég tankana saman, notaði pvc í allar tengingar og setti svo sílikon til að þétta

Svo er Ocean runner 3500L/H dæla sem dælir í rörið hja jarðaberjunum

Byrjaði með rörið allveg fullt af vatni lækkaði svo í helming þegar jarðaberin voru búin að vera viku og mun lækka allveg niður í botnfylli aftur eftir viku, þa ættu ræturnar að vera orðnar nógu langar og miklar

Svo fer vatnið ofaní ysta beðið, þarna myndast gríðarlegt súrefni.

Svo er þetta yfirfallið ofaní tjörnina, soldið skemmtileg hönnun sem félagi minn sýndi mér, en yfirfallið sýgur alla drulluna af botninum og útí tjörnina svo endar það ofaní filternum aftur, vanalega í svona aquaponics kerfum fer vatnið fyrst í filter og svo í beðin til að fa ekki mat og skít úr fiskunum þangað en filterinn var ekki smíðaður með það í huga.

Svo lýtur þetta svona út hinumeginn skar lítið gat a dúkinn og setti rör með 45° beygju í gegn

Svona leit umpottunar stöðin út hja mér en jarðaberin voru öll í pottum með mold í sem ég vildi ekki fa í kerfið, þannig moldin var hreinsuð og skipt var um potta og svo setti ég vikur í pottana með plöntuni og dróg ræturnar í gegn

Þannig þetta leit svona út

Og heildar mynd af plöntunum þegar þær fóru í

Nöfnin a öllum plöntunum, en þær eru allskonar bæði plöntur með stór ber og lítil og mismunandi sæt ber

Séð í gegnum gluggann a hesthúsinu

Strax komin rauð jarðaber a flestar plönturnar


Fer að styttast í smakk a splunkunýjum jarðaberjum

Ljósin a plöntunum eru a timer og er kveikt í 12 tíma og ljósin a silungnum er kveikt í 10 tíma.
Næst a dagskra er að taka til og þrífa og smíða vinnuborð og koma upp vaski, svo um leið og led ljósið kemur set ég kal í eitt beðið og ef ljósið virkar einhvað þa panta ég nokkur í viðbót og kem hinum beðunum í gang.
Ef einhverjir hafa spurningar með svona aquaponics meigiði allveg senda mér einkaskilaboð hérna eða senda mér a facebook

https://www.facebook.com/Arnar105