Hvar fæ ég svartan bakgrunn?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Hvar fæ ég svartan bakgrunn?

Post by Gudjon »

Veit einhver hvort að einhver búð sé að selja plain svartan bakgrunn til þess að setja aftaná búr?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það á að vera til rúlla af svörtum í fiskabur.is ef ég man rétt. Ég man þó ekki hvort hann var fyrir lítil eða stór búr. Hringdu eða kíktu við á mánudag og ég ath það.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

takk, geri það
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég keypti bara einhvern pappa í eymundsson, 4 arkir dugðu á 530l búr... Í fínu lagi ef þú sullar ekki yfir það mikið af vatni :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Það er einfaldlega hægt að mála hann á búrið utanvert!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég mæli ekki með að mála glerið sjálft.. maður sér eftir því eftir nokkur mál og þá er huuuuundleiðinlegt að ná málningunni af :) (ég hef lent í því helv..)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Hvernig reyndir þú að ná málningunni af og hvernig málningu varstu með, vatns eða olíu?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég fékk einhvertíman nokkur búr í hendurnar þar sem 3 hliðar voru málaðar líklega með epoxy.. það var vonlaust dæmi að ná því af :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ef þið málið gler þá skuluð þið nota venjulega vatnsmálningu eins og þið notið til að mála veggina heima hjá ykkur. Til að ná henni af seinna er best að nota sköfublöð, þau eru næstum eins beitt og rakvélablöð og fást byggingavöruverslunum.

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Svo má líka mála vegginn bak við búrið.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

snildar hugmynd vargur :roll: félagi minn spreijaði sit búr núna er það að flagna af sjálfu sér 8)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Hann þarf þá ekki að hafa mikið fyrir því að ná málningunni af :idea:
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Vargur wrote:Svo má líka mála vegginn bak við búrið.
Munið bara að mála slöngur og snúrur í sama lit og veggurinn verður :-)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er með vegginn í kompunni hjá mér málaðan grænan, notaði svamp en ekki pensil til að fá vissa áferð á vegginn. Þetta kemur vel út að mínu mati. Allar slöngur og þessháttar koma svo til hliðar við búrin.

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

kemur bara helv*** vel út :P.verst að maður er ekki með svona inskot :/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég er með 2 búr í þvottahúsinu eins og er... stefni á að lauma fleirum þangað þegar konan lítur undan :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ég er einmitt að pæla í lausn á þessu, ætla að hafa svartan bakgrunn á 720l búrinu en plakötin sem ég hef fundið eru of stutt á hæðina.
Reyni að finna eitthvað eftir helgi, ég þori hreinlega ekki að mála búrið.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Já þetta er flott hjá Vargnum.
Ég myndi heldur ekki mála 700 l. búr nema ég kæmist auðveldlega aftan að því. Ég held að menn ættu að gera tilraunir á minnstu glerbúrunum sínum eða jafnvel glerplötum og sjá hvað þetta þolir og hverju er hægt að ná fram. Ef þið málið glerið með vatnsmálningu þá skuluð þið þvo það með spritti fyrst til að fá betri viðloðun.
Þegar ég sé þessa veggi hjá Vargnum þá dettur mér í hug hvort ekki sé hægt að fá fram flottan bakgrunn málaðan á glerið og með baklýsingu sem lýsir í gegn.
Það sem mér finnst að þessum plakötum sem sett eru aftan á búrin er það að þau liggja ekki þétt upp að glerinu og þá myndast ljósspeglun sem deyfir myndina.
User avatar
brutus
Posts: 23
Joined: 12 Aug 2007, 23:13

Post by brutus »

Þegar ég var með bakgrunn á gamla búrinu mínu setti ég matarolíu á bakgrunnin. Setti hann svo aftan á búrið og renndi yfir hann með debetkorti til að taka burt loftbólur og það sem var ofaukið af olíu.
Kom rosa vel út og miklu flottara en bara að teipa hann aftan á.
Það segir sig sjálft að þetta gengur bara með þessum glans bakgrunnum, þar sem þeir þurfa að þola bleytu.

Svo ein mynd :)

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hlýtur að vera hægt að fá breiðan svartan pappa á prentstofu og jafnvel hægt að láta plasta líka.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply