Hvar fæ ég svartan bakgrunn?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hvar fæ ég svartan bakgrunn?
Veit einhver hvort að einhver búð sé að selja plain svartan bakgrunn til þess að setja aftaná búr?
Ég keypti bara einhvern pappa í eymundsson, 4 arkir dugðu á 530l búr... Í fínu lagi ef þú sullar ekki yfir það mikið af vatni
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég mæli ekki með að mála glerið sjálft.. maður sér eftir því eftir nokkur mál og þá er huuuuundleiðinlegt að ná málningunni af (ég hef lent í því helv..)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég fékk einhvertíman nokkur búr í hendurnar þar sem 3 hliðar voru málaðar líklega með epoxy.. það var vonlaust dæmi að ná því af
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég er með 2 búr í þvottahúsinu eins og er... stefni á að lauma fleirum þangað þegar konan lítur undan
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Já þetta er flott hjá Vargnum.
Ég myndi heldur ekki mála 700 l. búr nema ég kæmist auðveldlega aftan að því. Ég held að menn ættu að gera tilraunir á minnstu glerbúrunum sínum eða jafnvel glerplötum og sjá hvað þetta þolir og hverju er hægt að ná fram. Ef þið málið glerið með vatnsmálningu þá skuluð þið þvo það með spritti fyrst til að fá betri viðloðun.
Þegar ég sé þessa veggi hjá Vargnum þá dettur mér í hug hvort ekki sé hægt að fá fram flottan bakgrunn málaðan á glerið og með baklýsingu sem lýsir í gegn.
Það sem mér finnst að þessum plakötum sem sett eru aftan á búrin er það að þau liggja ekki þétt upp að glerinu og þá myndast ljósspeglun sem deyfir myndina.
Ég myndi heldur ekki mála 700 l. búr nema ég kæmist auðveldlega aftan að því. Ég held að menn ættu að gera tilraunir á minnstu glerbúrunum sínum eða jafnvel glerplötum og sjá hvað þetta þolir og hverju er hægt að ná fram. Ef þið málið glerið með vatnsmálningu þá skuluð þið þvo það með spritti fyrst til að fá betri viðloðun.
Þegar ég sé þessa veggi hjá Vargnum þá dettur mér í hug hvort ekki sé hægt að fá fram flottan bakgrunn málaðan á glerið og með baklýsingu sem lýsir í gegn.
Það sem mér finnst að þessum plakötum sem sett eru aftan á búrin er það að þau liggja ekki þétt upp að glerinu og þá myndast ljósspeglun sem deyfir myndina.
Þegar ég var með bakgrunn á gamla búrinu mínu setti ég matarolíu á bakgrunnin. Setti hann svo aftan á búrið og renndi yfir hann með debetkorti til að taka burt loftbólur og það sem var ofaukið af olíu.
Kom rosa vel út og miklu flottara en bara að teipa hann aftan á.
Það segir sig sjálft að þetta gengur bara með þessum glans bakgrunnum, þar sem þeir þurfa að þola bleytu.
Svo ein mynd
Kom rosa vel út og miklu flottara en bara að teipa hann aftan á.
Það segir sig sjálft að þetta gengur bara með þessum glans bakgrunnum, þar sem þeir þurfa að þola bleytu.
Svo ein mynd