Hefur einhvern hérna reynslu af því að smíða búr? Var að spá hvort það væri eitthvað rosalega mikið mál að búa til sitt eigið þokkalega útlítandi búr. Er þá að meina 1000+ lítra...
Vitiði hvort það séu einhver fyrirtæki, glerverksmiðjur eða eitthvað sem taka svona lagað að sér, og hvaða fyrirtæki eru þá með sanngjarnasta verðið?
Að smíða fiskabúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ertu að fara að flytja í stærra húsnæði ?
Ertu að hugsa um gler eða plast ?
Plastið er sennilega best að láta smíða fyrir sig, í plastdeildinni eru nokkur fyrirtæki, td. Akron og Plexigler.
Glerið held ég að maður þurfi að græja sjálfur en sjálfsagt hægt að finna einhvern í samsetningu. Ef glerið verður fyrir valinu þá er sjálfsagt best að fá tilboð í gler hjá nokkrum fyrirtækjum. Sjálfur hef ég keypt það gler sem mig hefur vantað í Íspan, þjónustan þar er alveg til fyrirmyndar en hugsanlega má spara sér einhvern pening með því að leita tilboða í svona mikið gler.
Nebbi getur kannski svarað þér eitthvað betur, ég veit að hann er búinn að vera að skoða þetta eitthvað.
Ertu að hugsa um gler eða plast ?
Plastið er sennilega best að láta smíða fyrir sig, í plastdeildinni eru nokkur fyrirtæki, td. Akron og Plexigler.
Glerið held ég að maður þurfi að græja sjálfur en sjálfsagt hægt að finna einhvern í samsetningu. Ef glerið verður fyrir valinu þá er sjálfsagt best að fá tilboð í gler hjá nokkrum fyrirtækjum. Sjálfur hef ég keypt það gler sem mig hefur vantað í Íspan, þjónustan þar er alveg til fyrirmyndar en hugsanlega má spara sér einhvern pening með því að leita tilboða í svona mikið gler.
Nebbi getur kannski svarað þér eitthvað betur, ég veit að hann er búinn að vera að skoða þetta eitthvað.
Heh er svona að gæla við þá hugmynd að láta þetta með bílskúrinn verða að raunveruleika, þ.e. setja upp svona smá rækt, hafa kanski svona 25-30 búr og síðan eitt stórt búr 1000l.+ sem aðalbúr.
Plast kemur alveg til greina sko, var alveg ágætlega ánægður með gamla plexibúrið sem ég átti og óli fékk hjá mér.. held að það hafi verið smíðað af Akron, er samt ekki 100% viss. Bara spurning hvort sé ódýrar, plast eða gler.
Plast kemur alveg til greina sko, var alveg ágætlega ánægður með gamla plexibúrið sem ég átti og óli fékk hjá mér.. held að það hafi verið smíðað af Akron, er samt ekki 100% viss. Bara spurning hvort sé ódýrar, plast eða gler.
akron og plexigler eru tilbúin að smíða eitt 1000 ltr búr fyrir 100.000 kr sem er nú ekki svo dýrt miðað við . . og þá getur maður lika haft það eftir eigin höfði (tómt) . akron eru reyndar eitthvað slappir við að taka að sér svona verkefni og plexigl. hefur enga reynslu í fiskabúrasmíði en voru til í byrja um leið .. ..
jú það er rétt akron smíðaði búrið okkar ragz... fínt búr !
alveg ekta síkliðubúr langt lágt og næstum breitt. 200x50x50 ..
það sem er líka gott við plastið er að það er brætt saman svo maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að sílíkon gefi sig . . það annaðhvort heldur eða brotnar .. fyrir utan hvað það er létt. .
svo er tjörvi líka með útsölu á búrum og þar af eitt 980 ltr sem fer fyrir litið .. .. fínt í bílskúrinn. .
ragz þú verður samt að passa að hafa pláss fyrir pókerborðið maður . . . við eigum alveg eftir að taka eitt spil eða svo . .
jú það er rétt akron smíðaði búrið okkar ragz... fínt búr !
alveg ekta síkliðubúr langt lágt og næstum breitt. 200x50x50 ..
það sem er líka gott við plastið er að það er brætt saman svo maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að sílíkon gefi sig . . það annaðhvort heldur eða brotnar .. fyrir utan hvað það er létt. .
svo er tjörvi líka með útsölu á búrum og þar af eitt 980 ltr sem fer fyrir litið .. .. fínt í bílskúrinn. .
ragz þú verður samt að passa að hafa pláss fyrir pókerborðið maður . . . við eigum alveg eftir að taka eitt spil eða svo . .
Já ég er svoldið hrifinn af plexiinu... eini gallinn sem ég sé við það er að það getur rispast auðveldlega. 100þ er nú samt dágóður peningur sko fyrir námsmann hehe
Spurning hvort ég leiti frekar bara að tilboðum í gler í þetta og plati félaga minn í að hjálpa mér að henda þessu saman, hann er helvíti handlaginn á allt svona.
En já pókerborðið má auðvitað ekki gleymast! Ef þetta fer allt eftir áætlun þá verða þetta 3 rekkar fullir af búrum, raða þeim svona U laga og síðan verður pókerborðið í miðjunni Held þokkalega pókerkvöld þegar þetta er allt ready!
Spurning hvort ég leiti frekar bara að tilboðum í gler í þetta og plati félaga minn í að hjálpa mér að henda þessu saman, hann er helvíti handlaginn á allt svona.
En já pókerborðið má auðvitað ekki gleymast! Ef þetta fer allt eftir áætlun þá verða þetta 3 rekkar fullir af búrum, raða þeim svona U laga og síðan verður pókerborðið í miðjunni Held þokkalega pókerkvöld þegar þetta er allt ready!