Sjálfskynning
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Sjálfskynning
Ég heiti Magnús og er búsettur á Ólafsfirði.
Ég er búinn að vera með fiskadelluna í 30 ár.
Er með um 300L búr í gangi núna.
Í búrinu eru tveir Oskarar kerlingin 23cm og karlinn eitthvað minni.
1 pleggi , 1 26 ára gamall Striped Raphael og einn einmana skalli.
Oskaraparið er búið að hrygna reglulega í 1 1/2 ár og ég var viss um að þetta væru tvær kerlingar þar sem hrognin eyðilögðust alltaf.
En svo fyrir svona mánuði síðan var ég að setja matarsóda útí búið til að herða vatnið. Dagin eftir hringdu þeir og það var líf í öllu.
Daginn eftir voru pleggin og baksyndarinn (einhver Synodontis tegund) búnir að éta allt.
Svo ég beið bara þolimóður eftir næsta goti og það kom hálfum mánuði seinna.
og ég náði því öllu.
Þess vegna er plastkassinn í endanum á búrinu.
Nú er bara að krossleggja putta og tær og vona að halda lífi í þessum ungum.
Ungarnir eru farnir að taka artemíur og þetta lítur ágætlega út.
Ég er búinn að vera með fiskadelluna í 30 ár.
Er með um 300L búr í gangi núna.
Í búrinu eru tveir Oskarar kerlingin 23cm og karlinn eitthvað minni.
1 pleggi , 1 26 ára gamall Striped Raphael og einn einmana skalli.
Oskaraparið er búið að hrygna reglulega í 1 1/2 ár og ég var viss um að þetta væru tvær kerlingar þar sem hrognin eyðilögðust alltaf.
En svo fyrir svona mánuði síðan var ég að setja matarsóda útí búið til að herða vatnið. Dagin eftir hringdu þeir og það var líf í öllu.
Daginn eftir voru pleggin og baksyndarinn (einhver Synodontis tegund) búnir að éta allt.
Svo ég beið bara þolimóður eftir næsta goti og það kom hálfum mánuði seinna.
og ég náði því öllu.
Þess vegna er plastkassinn í endanum á búrinu.
Nú er bara að krossleggja putta og tær og vona að halda lífi í þessum ungum.
Ungarnir eru farnir að taka artemíur og þetta lítur ágætlega út.
Last edited by magnum on 11 Dec 2006, 13:43, edited 1 time in total.
Velkominn á spjallið Magnum.
Þetta er glæsilegt búr og gaman að heyra af Íslenskum Óskara seyðum, það eru ekki margir sem hafa náð að ala undan Óskar hér á landi.
Verður þú ekki að fá þér búr fyrir seyðin ?
Áttu mynd að Raphael gamla, hvað er hann stór ? Ég er eimitt með einn lítinn.
Er ekki einn skali að flækjast þarna í búrinu, hvernig er sambúðinn hjá honum og Óskarahjónum ?
Þetta er glæsilegt búr og gaman að heyra af Íslenskum Óskara seyðum, það eru ekki margir sem hafa náð að ala undan Óskar hér á landi.
Verður þú ekki að fá þér búr fyrir seyðin ?
Áttu mynd að Raphael gamla, hvað er hann stór ? Ég er eimitt með einn lítinn.
Er ekki einn skali að flækjast þarna í búrinu, hvernig er sambúðinn hjá honum og Óskarahjónum ?
Sælir félaganördar.
Ég heiti Birkir og er 28´ára graðhestarokkari og er búinn að vera að vinna í uppeldisbransanum í 5 ár. Heimshornaflokkari og gríðarlegur dýravinur. Ég er svo pc að þegar kemur að ferfætlingum og fuglum þá segist ég ekki eiga dýrin, heldur að ég búi með þeim og passi þau þegar þau þurfa. Uss!
Það eru alltaf kettir í kring um mig og virðist ná góðu sambandi við þá og hef átt í innihaldríkum samskiptum við þessa meistara síðan ég fæddist. Núna er ég með þrjá ketti, Pílu, Örvar og Hannes.
Einnig á ég 2 búr en þau eru tóm. Ég var að kaupa mér annað sem ég ætla að setja upp í beinni útsendingu á svona dagbókarþræði eins og tíðkast hér um slóðir. Það mjakast, en ég ætla að koma upp viskerfi sem verður rúlað af ameríksum síkliðum og ætla ég að takast hið ómögulega - að láta green terror og fire mouth vera hrikalega chill saman ásamt öðrum innflytjendum sem eiga ættir sínar að rekja til amazón.
en já, ég hef verið með fiskabúr on and off síðan ég var polli, en núna er kominn tími á að verða fullorðins.
þakkir til allra sem hafa hjálpað mér hérna hingað til. bjallið í mig ef ykkur vantar Rober Redford style cat whisperer....
Ég heiti Birkir og er 28´ára graðhestarokkari og er búinn að vera að vinna í uppeldisbransanum í 5 ár. Heimshornaflokkari og gríðarlegur dýravinur. Ég er svo pc að þegar kemur að ferfætlingum og fuglum þá segist ég ekki eiga dýrin, heldur að ég búi með þeim og passi þau þegar þau þurfa. Uss!
Það eru alltaf kettir í kring um mig og virðist ná góðu sambandi við þá og hef átt í innihaldríkum samskiptum við þessa meistara síðan ég fæddist. Núna er ég með þrjá ketti, Pílu, Örvar og Hannes.
Einnig á ég 2 búr en þau eru tóm. Ég var að kaupa mér annað sem ég ætla að setja upp í beinni útsendingu á svona dagbókarþræði eins og tíðkast hér um slóðir. Það mjakast, en ég ætla að koma upp viskerfi sem verður rúlað af ameríksum síkliðum og ætla ég að takast hið ómögulega - að láta green terror og fire mouth vera hrikalega chill saman ásamt öðrum innflytjendum sem eiga ættir sínar að rekja til amazón.
en já, ég hef verið með fiskabúr on and off síðan ég var polli, en núna er kominn tími á að verða fullorðins.
þakkir til allra sem hafa hjálpað mér hérna hingað til. bjallið í mig ef ykkur vantar Rober Redford style cat whisperer....
Jú ég verð að redda mér búri þegar þau stækka.Vargur wrote:Verður þú ekki að fá þér búr fyrir seyðin ?
Áttu mynd að Raphael gamla, hvað er hann stór ? Ég er eimitt með einn lítinn.
Er ekki einn skali að flækjast þarna í búrinu, hvernig er sambúðinn hjá honum og Óskarahjónum ?
Ég var á kaf í skalla eldi og var þá með þá í tunnum, þannig að ef ég fæ ekki búr get ég alltaf hent þeim í tunnurnar.
Raphaelinn er ekkert svo stór (15-18 cm) en sagan af honum er nokkuð skrautleg.
Þegar ég fékk hann var hann um 10 ára gamall og ég var með hann í 7 eða 8 ár í búrinu hjá mér, en svo flutti ég á vestfirði um tíma og systir mín fékk búrið og sá gamli fékk að fljóta með. Svo þegar við komum aftur til Ólafsfjarðar þá frétt ég af því að systa var hætt með búrið og þá kom ekkert annað til greina en að henda því aftur upp. Svo þegar ég næ í búrið mitt sem var geymt í bílskúrnum hjá systu (tómt) og komin með það útí bíl kallar hún á mig og spyr hvort ég ætli ekki að taka gamla með.
Ég hváði, því ég vissi að búrið hafði ekki verið í notkun hjá henni í rúman mánuð. Þá kunni hún ekki við að láta þann gamla og henti honum ofaní lítið búr sem sonur hennar var með ásamt nokkrum gúbbum.
Þegar ég veiddi hann uppúr þá var hann komin með mött augu og annar stóri fálmarinn var rotnaður af honum og hann var allur grár.
Ég setti hann svo útí búrið þegar ég var búinn að setja það upp. Hann hvarf strax undir steinboga sem ég var með þar.
Fyrstu dagana var engin hreifing. Svo tók ég uppá því að setja rör undir steininn og láta fóðurköggla renna eftir því til hans. Og viti menn hann tók að braggast, gráminn fór af honum og augun eru svo til hrein. En þetta með fálmarann, þá hefur hann ekki vaxið aftur. Svo fór ég að gefa honum rækjur (Íslensk djúprækja) með Óskurunum og hann er orðin feitur og pattaralegur í dag.
Ég skal senda inn mynd af þeim gamla þegar færi gefst.
sæll magnús .
já þetta er verulega spennandi og fylgist ég með af miklum áhuga. . !
þú verður að vera duglegur að leyfa okkur að fylgjast með . .
langar að vita samt meira um tæknilegu hliðina hjá þér.
hvernig dælur ertu með ?
hvað skiptir þú oft út vatni ?
hvað ertu að gefa þeim að éta ?
hversu lengi logar ljósið hjá þeim?
afhverju viltu herða vatnið ? nú þola þeir ansi breitt hörkustig.
ertu að mæla vatnið no2 no3 ammo hverjar eru tölurnar ?
reglulega fallegt búr hjá þér magnús !
já þetta er verulega spennandi og fylgist ég með af miklum áhuga. . !
þú verður að vera duglegur að leyfa okkur að fylgjast með . .
langar að vita samt meira um tæknilegu hliðina hjá þér.
hvernig dælur ertu með ?
hvað skiptir þú oft út vatni ?
hvað ertu að gefa þeim að éta ?
hversu lengi logar ljósið hjá þeim?
afhverju viltu herða vatnið ? nú þola þeir ansi breitt hörkustig.
ertu að mæla vatnið no2 no3 ammo hverjar eru tölurnar ?
reglulega fallegt búr hjá þér magnús !
Þegar fiskarnir eru orðnir svona stórir þá er vatnið fljótt að verða súrt. Ég var að nefna þetta við félaga minn sem er læknir og hann benti mér á það að þá væri málið að setja sóda útí vatnið á móti. Eftir þetta skipti ég mjög sjaldan um eitthvað vatn bara bæti matarsóda þangað til ph gildið er orðið gott.nebbi wrote:sæll magnús .
já þetta er verulega spennandi og fylgist ég með af miklum áhuga. . !
þú verður að vera duglegur að leyfa okkur að fylgjast með . .
langar að vita samt meira um tæknilegu hliðina hjá þér.
hvernig dælur ertu með ?
hvað skiptir þú oft út vatni ?
hvað ertu að gefa þeim að éta ?
hversu lengi logar ljósið hjá þeim?
afhverju viltu herða vatnið ? nú þola þeir ansi breitt hörkustig.
ertu að mæla vatnið no2 no3 ammo hverjar eru tölurnar ?
reglulega fallegt búr hjá þér magnús !
Dælan er að gerðinni Eheim Pr II 2026-28
Eftir að ég fór að gefa þeim ánamaðka og rækjur tóku þeir fyrst við sér að stækka og urðu mun litfallegri.
Ljósið logar frá 7 til 23. Ég er bara með mid range PH indicator frá Wardley. og er með ph gildið frá 6.5-8
Ég er nú orðinn svolítið spenntur að sjá myndirnar af þeim gamla...magnum wrote:Jú ég verð að redda mér búri þegar þau stækka.Vargur wrote:Verður þú ekki að fá þér búr fyrir seyðin ?
Áttu mynd að Raphael gamla, hvað er hann stór ? Ég er eimitt með einn lítinn.
Er ekki einn skali að flækjast þarna í búrinu, hvernig er sambúðinn hjá honum og Óskarahjónum ?
Ég var á kaf í skalla eldi og var þá með þá í tunnum, þannig að ef ég fæ ekki búr get ég alltaf hent þeim í tunnurnar.
Raphaelinn er ekkert svo stór (15-18 cm) en sagan af honum er nokkuð skrautleg.
Þegar ég fékk hann var hann um 10 ára gamall og ég var með hann í 7 eða 8 ár í búrinu hjá mér, en svo flutti ég á vestfirði um tíma og systir mín fékk búrið og sá gamli fékk að fljóta með. Svo þegar við komum aftur til Ólafsfjarðar þá frétt ég af því að systa var hætt með búrið og þá kom ekkert annað til greina en að henda því aftur upp. Svo þegar ég næ í búrið mitt sem var geymt í bílskúrnum hjá systu (tómt) og komin með það útí bíl kallar hún á mig og spyr hvort ég ætli ekki að taka gamla með.
Ég hváði, því ég vissi að búrið hafði ekki verið í notkun hjá henni í rúman mánuð. Þá kunni hún ekki við að láta þann gamla og henti honum ofaní lítið búr sem sonur hennar var með ásamt nokkrum gúbbum.
Þegar ég veiddi hann uppúr þá var hann komin með mött augu og annar stóri fálmarinn var rotnaður af honum og hann var allur grár.
Ég setti hann svo útí búrið þegar ég var búinn að setja það upp. Hann hvarf strax undir steinboga sem ég var með þar.
Fyrstu dagana var engin hreifing. Svo tók ég uppá því að setja rör undir steininn og láta fóðurköggla renna eftir því til hans. Og viti menn hann tók að braggast, gráminn fór af honum og augun eru svo til hrein. En þetta með fálmarann, þá hefur hann ekki vaxið aftur. Svo fór ég að gefa honum rækjur (Íslensk djúprækja) með Óskurunum og hann er orðin feitur og pattaralegur í dag.
Ég skal senda inn mynd af þeim gamla þegar færi gefst.
Hlynur Jón Michelsen
Sendibill.com
Sendibill.com
Veit ekki alveg af hverju fólk er að svara þessum pósti, það eru næstum 2 ár síðan seinast var skrifað eitthvað hér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net