Ljós

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Ljós

Post by Ásta »

Það styttist í að ég taki upp svipuna :whiped: og þvingi minn partner til að smíða lok yfir 500 ltr. búrið.
Einhver ljós verð ég að hafa og nú er spurning hvernig, þ.e. hvað spyr ég um og hvar spyr ég um það?
Hver gæti kostnaðurinn verið ca?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég fékk ljósin lítið notuð í mitt lok á 10þús.. 2x80w T5.

Mér finnst það passleg birta, getur líka verið með eitthvað af plöntum með því.
Þú getur talað við búlluna í hafnarfirðinum, flúrljós eða flúrperur eða eitthvað álíka, þeir selja svona startar og vatnsþétt ljósastæði, gæti verið ódýrara en að kaupa t.d.eitthvað tilbúið úr dýrabúð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mín reynsla er að ljós í þessum ljósabúllum séu litlu ódýrari ef þá eitthvað heldur en þau í dýrabúðunum en sjálfsagt að ath, passaðu þig bara að ljósið sé rakahelt.
Í Fiskabur.is má svo fá þessu fínu rakaheldu ljós, bæði T5 og T8.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað þýðir þetta T5 og T8?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

T stendur fyrir tubular / túba, lögun perunnar.
talan stendur fyrir þykktina, talan er margfölduð með áttund tommu.
T5 er semsagt 5/8" eða 1,59cm þykk en T8 er 8/8" eða 2,54cm þykk

veit samt ekkert hver munurinn er á þessum hvað varðar fiskabúrsljós önnur en stærðin. Það var allavega mælt með T5 frekar en T8 þegar ég valdi ljós í nýja búrið mitt :?:
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í mjög stuttu máli.

T8 eru þessar hefðbundnu perur sem flestir eru með.

T5 ljósin eru með mjórri perum sem gefa meira ljós og nýta orkuna betur.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flott, takk fyrir. :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

MH 4tw 8)
Post Reply