Skalli sem borðar ekki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Skalli sem borðar ekki

Post by Rut »

Hæhæ, mig sárvantar ráð frá ykkur!
Það eru 4 vikur ca síðan ég fékk mér fiska í 100L búr, í því eru 4 skallar, 8 kardinála tetrur og 3 botnfiskar. Skallana fékk ég litla og hefur gengið ágætlega, smá rígur en ekkert alvarlegt hingað til þó að tveir séu áberandi mest ákveðnir og éta mest og eru svona "fiskarNIR" í búrinu. Ég hef þó áhyggjur af einum hinna tveggja því hann borðar ekki neitt nema smá nart úr botninum. Hann væflast mest einn útí horni og niðri við botninn mikið og virðist ekki vera alveg með á nótunum greyið.

Hvað get ég gert fyrir þennan gutta?

kv
Rut
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

hann er goth
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Oft er gott að bæta við 1-2 fiskum sömu tegundar en sennilega er best fyrir þig að finna honum nýtt heimili, það er líklegt að tveir af hinum fiskunum sú orðið par og þá á þetta bara eftir að versna.
Þú getur líka prófað að bæta við gróðri osf í búrið þannig hann fái smá skjól.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

æji...jæja bjóst svosem við því, já það er líklega of mikið að bæta fleiri sköllum í þetta búr, þá á ég bara eftir að þurfa að losa mig við þá seinna.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eimitt. Sennilega er best að halda þessum tveim sem eru líklega par og fá sér frekar fiska að einhverrri annari tegund í staðin fyrir hina tvo.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Rutta. Spurning fyrst hann er svona ungur, smella honu í ameríkubúrið mitt því að síkleðurnar þar verða líka ungar. hvað segir vorgur um það
?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur allt gengið í nokkuð stóru búri, ég er með fjóra skala í 500 l búrinu, með fimm Óskurum, hrygnandi Convict pari og fleiri sikliðum, þannig allt er hægt.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur wrote:Það getur allt gengið í nokkuð stóru búri, ég er með fjóra skala í 500 l búrinu, með fimm Óskurum, hrygnandi Convict pari og fleiri sikliðum, þannig allt er hægt.
ég sá það á myndunum hjá þér og varð hissa.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Já hjá Birki eða fiskabúð munu þeir tveir þá enda...en fyrst ég er byrjuð hérna, þá megiði endilega stinga uppá einhverjum tegundum sem gætu verið skemmtilegar í búrið mitt og einnig hvað má betur fara í uppsetningu þess
Hér er mynd af nýuppsettu búrinu, ca byrjun eða miðjan nóvember
Image

og svo þessi núna í dag
Image


Er eitthvað vit í þessu? Hvernig dælan er sett upp og svona.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þetta kemur ansi vel út hjá þér

Ég er með mína dælu setta upp svipað og það hefur virkað vel hingað til

Ég mundi vilja sjá einhverja botnfiska í búrinu hjá þér, jafnvel af tegundinni Synodontis, þeir verða reyndar soldið stórir og þurfa stór búr en..

Ég er með þessar tegundir og þykir mér þær alveg frábærar

Synodontis eitthvað?
Image

Synodontis velifer
Image




Það gæti jafnvel komið ágætlega út hjá þér að vera með hinn afríska glass fish. þeir eru skemtilegir í hópum og eru viðkvæmir fyrir vatnsskilyrðum
Image

(Allar myndir teknar af fiskabur.is)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ég er mjög hrifinn af plaggatinu þarna til hægri.

Mér finnst þetta smekklegt búr. Plantan dafnar vel í miðjunni og þessi nýja er falleg og sígild. Nöfn á þessum plöntum?
Svo verður gaman að fylgjast með sköllunum. Það er svo þú að kaupa fiska sem eru ungir... ala þá upp og kenna þeim mannasiði og svona.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er virkilega smekklegt og fallegt búr, ég sé fyrir mér aðeins meiri gróður bakatil í búrinu og nokkra fiska til viðbótar. Td. Congo tetrur eða þá einhverja líflega fiska eins og sverðdragara.

Staðsetning á dælustútum er að mestu bara smekksatriði í svona litlu búri. Hvaða dælu ertu með, Rena Xp 1 ?

Ég er sammála Guðjóni með Synodontis botnfiskana en reyndar verða margir þeirra ansi stórir. Hvaða botnfiska ertu með í búrinu núna ?
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Takk fyrir, ég er nokkuð ánægð með þetta. Er sammála með gróðurinn, ætla að fá mér fleiri plöntur.
Ég er með 3 ancistrur, gæti ég fengið mér einhverja af þessum botnfiskum í viðbót við það og þarf að hafa fleiri en einn saman í búri?Mér finnst þeir virkilega spennandi, gaman að hafa svoleiðis fiska.
Ég er hrifin af sverðdrögum, myndu þeir rúmast þarna almennilega, hversu marga þarf að hafa saman?
Gudjon, ég þori ekki í afrísku glass fish strax fyrst þeir eru svona viðkvæmir fyrir vatnsskilyrðum, er svo hrædd um að klúðra því :P


Og það er rétt hjá þér Vargur með dæluna, Rena xp1 heitir hún víst.

já Birkir plaggatið við hliðina á búrinu er skemmtilegt haha var bara að reka augun í þetta núna, fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta gömul auglýsing frá bandinu hans Birkis hérna Reyðafjarðarpönkara :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Margir botnfiskar eins og td Synodontis og bótíur virka betur í hóp en þó þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim einum. Flestar tegundir botnfiska er hálfgerðir nátthrafnar og kunna vel við sig í myrkri og því ágætt að hafa einhvern felustað fyrir þá.
Nokkrir sverðdragarar ættu að vera fínir í þessu búri td. einn kk og 2-3 kvk. Annars er auðvitað margt annað sem gengur, td. par af dvergsikliðum eða minni friðsömum sikliðum eins og td. maroni(keyhole) eða festivum. Bara skella sér í búðirnar og skoða aðeins.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Synodontis geta verið einir

með sverðdragana er ég ekki klár en ég hefði haldið að þú gætirð verið með 3 og uppí það sem hentar þér best, mér finst þeir koma betur út í stærri hópum og í þínu búri mundi ég velja einhverja litmikla, ég held að þessir appelsínugulu tækju sig vel út í þessu búri, en það er bara þitt að spá og velja það sem höfðar mest til þín
Image
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

það er búið að vera nóg um að vera í mínum búrum síðustu daga, það kom upp hvítblettaveiki í litla búrinu mínu og fékk einn kardináli að fjúka í dolluna en það er búið núna og sluppu þeir allir en mér til mikillar ánægju endar vesenið ekki þar sem er ástæðan að ég pósta þessu á þessum þræði....

nú er einn skallin í stærra búrinu mínu (1 af 3) hættur að borða og heldur sig við botninn, en ég er nánast handviss um það að hinir eru ekki par því að sá stærsti er alltaf að reyna bíta hinn (semsagt ekki þann veika) og hinn hressi er of upptekin við að reyna éta tetrur 24/7 og lengi hélt ég nú að sá veiki og sá stærsti væru par. ???

ef þetta er ekki para dæmi þá væri fínt ef einhver hefði lausn á þessu vandamáli.

vatnið er núna og búið að vera síðan ég fékk búrið 26° og ég skipti um vatn einu sinni í viku 20-30% (einstaka sinnum læt ég líða aðeins lengur á milli) og ég salta öðru hverju líka þannig að það er nægt salt í búrinu eins og stendur. ég er með helling af plöntum í búrinu og næga felustaði þannig að ég veit bara ekkert hvað annað ég get gert fyrir skallan :? öll hjálp er vel þeginn :)
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

hefur enginn hugmynd hvað gæti verið að honum, ég sárvorkenni honum bara :?
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Örugglega bara par að skilja hann útundan. Ég gat ekki séð út neitt par hjá mér fyrr en bara þegar þeir byrjuðu að hrygna. Síðan ég fékk mína 4 hafa 2 þeirra hætt að éta, einn sendi ég í fóstur og einn drapst, þeir sem stóðu eftir reyndust svo vera par. En samt sá ég aldrei á þeim að þeir skallar væru eitthvað greinilega par, voru líka stundum að bítast á eins og þeir gerðu við hina.
Ég myndi bara finna annað búr fyrir hann og sjá hvernig honum reiðir af þar.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

takk fyrir þetta ég ætla að prufa að senda hann í nýtt búr
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Rut. Gerðu sérþráð um búrið þitt. Koma svo!
Post Reply