Hvað vilt þú að ég geri fyrir hobbíið ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Hvað vilt þú að ég geri fyrir hobbíið ?

Post by Gudmundur »

Hér væri gott að fá að heyra frá ykkur um hvað ykkur finnst vanta eða hvað mætti breyta í fiskabransanum

helstu ástæður fyrir því að ég opnaði fiskabur.is eru þær að ég er mikill áhugamaður um fiska og hef verið í yfir 30 ár en það sem hefur angrað mig í gegnum tíðina er lítill metnaður hjá fiskabúðum bæði í gæðum og tegundavali og ákvað ég því að opna búð svo ég fengi þau gæði sem mig vantaði sem og tegundir.
en nú spyr ég " hvað finnst ykkur að betur mætti gera í bransanum "

Guðmundur
( the man )
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

bara halda áfram á réttri braut !

spurning hvort að hægt sé að opna fyrir sérpantanir eða gera þær auðveldari fyrir almenning. . auglýsa í búðinni mánaðarlega að þennan tiltekna dag munir þú panta fiska að utan . . þessar tegundir eru í boði . eitthvað spes sem þú hefur áhuga á ? osfv.

en búðin er draumur að heimsækja og hrikalega gaman að sjá nýjar sjaldgæfar tegundir í hvert sinn og eru sýningarbúrin með því allra besta og skemmtilegasta sem ég hef upplifað í gæludýraverslun á íslandi, kom ég oft td. bara til að heimsækja óskarinn RIP sem var í 1200 ltr búrinu.

fiskarnir vel haldnir og skarta fallegum litum og líður greinilega vel þarna í hafnarfirðinum .. .
Guest

Post by Guest »

Ég mun setja inn á síðuna hjá mér allar þær tegundir sem ég get pantað að utan ( það er í vinnslu )
þannig að fólk getur séð hvaða möguleikar eru í boði

ég var einmitt búin að vera að pæla í þessu þannig að það er gaman að heyra frá þér nebbi að þetta vantar

en annars heldur bara gleðin áfram hjá mér og fleiri búr væntanleg undir sölufiska á næstu vikum

kveðja
Guðmundur
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Post by Kubbur »

ég tek það fram að ég er ekki búinn að gera mér ferð niður í fiskabúr.is, en mér finnst rosalega dýrt allt í kringum vatnadýr, hvort sem það eru froskar, fiskar eða annað
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

þetta með að allt sé dýrt, ég tek að hluta til undir það. það hlýtur þá eitthvað að búa að baki. ég get ímyndað mér að kannski eru einhverjir innflutningstollar sem eru að hækka verðin og svona.

en þessi búð er frábær. auðvitað væri draumur ef allt í kring um fiska væri ögn ódýrara en svona er þetta á þessari eyju.

ég man þegar ég var í þýskalandi, þar er mikil hefð fyrir hágæða búðum sem eru fallegar en bjóða líka upp á vörur og fiska á afskaplega góðum kjörum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég blæs á allt tal um að fiskar og vatnadýr og vörur tengdar því séu dýrar hér á landi. Ég veit persónulega að álagning á þessa hluti er mjög lág miðað við flestar þær vörum eða nauðsynjar sem við kaupum daglega og vörum tengdar öðrum áhugamálum. Við búum við það að fiska þarf að flytja með flugi hingað og tekur heildarferðalagið um 2 sólarhringa með tilheyrandi afföllum og kostnaði. Engu að síður getur fólk gengið inn í versun og keypt fisk fyrir minni pening en kaffibolla á kaffihúsi eða afmæliskort og umslag í gjafavöruverslun.

Fiskar og vörur tengdar þeim eru langt því frá að vera dýrar á Íslandi, ef einhver er á öðru máli hvað finnst viðkomandi þá almennt um verðlag hér á landi. :roll:
Fullbúið 400 lítra fiskabúr kostar minna en GSM símareikningur flestra yfir árið. Dós af fiskafóðri kostar svipað einn bíómiði og öflug tunnudæla er á verði 3 mánaða korts (sem vanalega er ekkert notað) í líkamsrækt.
Ég skil engan vegin tal um að þetta sé dýrt áhugamál, þeta er sennilega eitt það ódýrasta hobby sem ég hef stundað.

Mér þætti gaman að heyra hvað fólki þykir dýrt í kringum fiskastússið.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ætli það sé bara fólkið sem á eftir 20þús af heildarlaununum þegar það er búið að borga alla reikningana :shock:

En annars var ég ekki að kvarta sjálfur, það sem ég var að ýja að er það sem ég hef heyrt frá öðrum. Éger í ágætis málum og eins og í innleginu mínu þá hafði ég fyrirvara á fullyrðingum um verðlag.
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Post by Kubbur »

mér finnst td frekar mikið að borga 16000 fyrir red eye treefrog eða 4000 kr fyrir lítinn poka af grófum sótthreinsuðum berki, hægt er að fá grófan sótthreinsaðan hitameðhöndlaðan rykfrían spæni( ekki nógu grófur fyrir froska) á 1290 kr 30 kg, maður hefði haldið að börkurinn væri ódýrari í framleiðslu.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Red eyed treefrog kostar samt alveg 5000kall í dýrabúð í Hollandi...
Þar sem hann er ræktaður, við erum að tala um flutnings kostnað, tolla, virðisauka og
afföll sem þarf að leggja í verðið hér...

Betra dæmi væri kanski eld salamöndrur (salamandra salamandra),
þær eru evrópskar af uppruna og ekki mikið vandamál að verða
sér útum þær (RET þarf að redda úr heimaræktun eða beint úr regnskógunum)
Ég keypti stk af eldsalamöndrum á 1300kr íslenskar núna í sumar í Danskri dýrabúð en þá voru aðeins
2-3 mánuðir síðan dýraríkið flutti inn samskonar dýr og verðmiðinn á þeim var 27.000kr
Veit ekki að mínu mati væri ''eðlilegra'' verð kringum 8-10.000 með öllum kostnaði...

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér finnst nú reyndar Dýraríkið í sumum tilfellum frekar líta á kúnnana sem fórnarlömb en viðskiptavini. Td kostar Melanochromis interuptus (Afrísk sikliða) um 8.000.- kr. þar meðan fiskur sömu tegundar kostar innan við 2.000.- kr í annari verslun .

Varðandi verðlag á trjáberki og spæni tel ég að það segi sig sjálft, börkurinn er sérframleiðala , unnin fyrir lítinn markað meðan spænirinn er verðlaus umframframleiðsla sem fellur til á annarskonar framleiðslu.

Það er mikil skammsýni að kvarta yfir verði á td froskum og salamöndrum og hlutum tengdum þeim, markaður fyrir þessi dýr er mjög lítill og erfitt að sitja með lager af þessum dýrum og vörum tengdum þeim vegna smæðar markaðarins, Í þessu gilda sömu markaðslögmál og öðru, ef viðskiptin eru lítil er eðlilega vöruverð hærra og eins og Vigdís bendir á þarf að taka tillit til ýmissa þátta eins og tolla og skatta. Einnig búum við á eyju sem gerir flutning á lifandi dýrum erfiðan auk þess sem reglur varðandi innflutning á dýrum eru að mörgu leiti fáránlegar og auka vinnu innflytjenda gríðarlega.

Að öðru leiti tel ég verð og úrval og verðlag í gæludýraverslunum á Íslandi fremur gott að teknu tillliti til smæðar markaðarins og fjölda verslana. Neitendur þyrftu reyndar að vera duglegri við að gera verðsamanburð og versla í þeim verslunum sem eru með lægra verð til að veita verslunum meira aðhald.

Ég tek fram að ég er ekki að flytja inn þessi dýr eða vörur tengdar þeim. Ég veit þó af eign reynslu eftir áralanga reynslu í ýmiskonar smásölu og innflutningi hversu erfiður bransi þetta er, flestar gæludýraverslanir greiða með sér í reksti í mun lengri tíma en önnur fyrirtæki, yfirleitt eru þær reknar sem áhugamál eigenda fremur en atvinna !
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er svisslendingur og á að þvi "smá" samburð i heimalandi mitt. Þar sjá ég ju svollte munur i verðlagið- sem ég gera mér alveg grein fyrir hvaðan hann kemur (tollurinn). Og þegar ég "bölvað" vegna verðlagið þá frekar i átt tollsins enn til dyraverslanur sjalfur.
Enn það er lika svakalega munur i dyraverslanir sjalfur hér á landi - og er ég sammála i þvi að Dyrarikið (hvar ég keypti fyrst allt mitt dót) er verulega á efri kantan, hvar Fiskabur.is mina personalega mati er alveg mjög finna verðlagið. :)
Post Reply