Ég lenti í smá óhappi þegar ég var að gefa Malawi síklíðunum mínum að borða áðan .
Þegar ég var að setja mat í búrið þá sturtaðist slatti úr fóðurdollunni ofaní búrið og dreifðist um allt, ég náði strax í háfinn og reyndi að veiða það mesta uppúr en náði ekki nógu miklu. Þetta var kannski svipað magn og ég gef þeim á heilum degi giska ég á. Þá var vatnið mjög gruggugt svo ég skipti um ca. 20% vatni. En það er ennþá mjög gruggugt.
Hvað væri best fyrir mig að gera næst?, hver eru rétt viðbrögð við svona slysi? og að lokum eiga fiskarnir mínir einhverja von?