Fékk eitt gamalt búr, eiginlega bara glerkassa, fyrir seyðin til að stækka í. Það sást varla í gegnum glerið það var svo skítugt þegar ég fékk það, var síðan að reyna að hreinsa það en það er eitthvað hvítt á glerinu sem vill ekki fara af, held að þetta sé kísill sem er búinn að þorna... einhver sem kann gott trikk til að ná þessu af?
Já, eitt í viðbót, ef að þú ætlar að nota stálull þá má enginn fiskur vera í búrinu á meðan og þú þarft að þrífa það vel á eftir
Ég held alveg örugglega að það sé sápa í steinull en er ekki 100% viss
Last edited by Gudjon on 12 Dec 2006, 07:04, edited 1 time in total.
Það er allt í lagi að nota stálull þó fiskar séu í búrinu, bara passa að kaupa stállull sem er ekki með sápu.
Ég hef keypt þessa grófu, hún inniheldur ekki sápu.