Íslandsmeistarmót í gotfiskum ?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Íslandsmeistarmót í gotfiskum ?

Post by Vargur »

Komin er upp sú hugmynd að halda eins konar sýningu og jafnframt þá einhverskonar keppni á gotfiskum í haust.
Mig langar til að koma af stað smá umræðum um þetta og jafnframt þá fá sem flesta til að vera með, við mundim síðan halda fund og ræða útfærsluna aðeins betur en aðalatrið yrði að hafa þetta skemmtilegt og kynna þessa skemmtilegu fiska og ræktun fyrir fólki.
Þetta gæti orðið árlegur viðburður.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Í haust? Ég gæti sýnt fyrstu, jafnvel aðra kynslóð af blandípokagúbbum!

Eða jafnvel fyrstu kynslóð af tjarnargúbbum!



Hljómar spennandi, en eru margir sem gætu tekið þátt í þessu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held það séu býsna margir já, þessir gotfiskagaurar leynast víða, spurning um að virkja þá og sameina.
Ég sé þetta fyrir mér með léttum yfirbrag og ekki of hátíðlegt.
Blandípokaguppy væri bara fínastamál. :) Svo í framtíðinni mundi þetta þróast meira í faglega átt.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Væri þá ekki rétt að ákveða í hvaða flokki á að keppa þannig að hægt sé að byrja undibúa sig ?????

www.ifga.org

þar er urmull af upplýsingum um guppy og guppy keppnir og guppy dóma...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fínt að fá þetta. Sé þetta samt einhvernegin með mjög léttu yfirbragði, jafnvel td. bara einn opinn flokk fyrir hverja tegund.
Við þurfum að ræða þetta betur hér og á félagsfundi og sjá hvað margir hafa áhuga á að vera með og hvernig framkvæmdin ætti að vera.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Hér er mynd af einu guppy-show / keppni....bara svona sem dæmi um uppsetningu....einföld en allveg ágæt.
Image
; )
Posts: 15
Joined: 29 May 2007, 12:27
Location: Skagafjörður

Post by ; ) »

Mér líst vel á þetta : ) Við eigum um 35 gúbbía og 1 sverðdragarapar (svona koma nú og fara að fjölga sér takk!!!!!!!!!), kem örugglega sem áhorfandi : ) Kannski stráksi minn (7 ára) megi koma með fisk í keppnina? Þætti gaman af því, hans stóra sport í lífinu eru fiskar : )
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Lýst vel á þessa hugmynd :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég held að vargur sé bara að reyna finna mat handa rtc :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

ég þarf að fara betur í málið og kannski við ræðum þetta á næsta fundi hjá Skrautfisk.
Þetta yrði þá sennilega ekki fyrr en eftir áramót.
Ég sé þetta mest fyrir mér til gamans til að byrja með en hugsanlega meira "keppnis" í framtíðinni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, ég myndi segja að þetta sé sniðugt til gamans svona fyrst allavega, jafnvel hægt að hafa þetta bara opið með alla fiska sem fólki dettur í hug.

Svo er jafnvel hægt að vera með fiskmarkað einhvertíman.. fólk mætir með fiska sem það vill selja/gefa/losna við og fólk bíttar á fiskum og spjallar og svona... Jafnvel hægt að gera það á fundi bara. Svo fer fólk bara heim með fiskana sem tekst ekki að koma út.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
; )
Posts: 15
Joined: 29 May 2007, 12:27
Location: Skagafjörður

Post by ; ) »

Svo er jafnvel hægt að vera með fiskmarkað einhvertíman.. fólk mætir með fiska sem það vill selja/gefa/losna við og fólk bíttar á fiskum og spjallar og svona... Jafnvel hægt að gera það á fundi bara. Svo fer fólk bara heim með fiskana sem tekst ekki að koma út.[/quote]

Já það líst mér vel á... en þar sem ég bý úti á landi, er ekki hægt að senda fiska í pósti? Ef eitthvað er póstlagt að morgni í Rvk er það komið í hendurnar á mér daginn eftir. Mig langar mikið í flott blátt gúbbýtríó, eða gult : ) Það er svo mikið rautt og svart hjá mér. Einhver sem vill selja mér þannig? : )
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Örugglega betra að senda bara með rútu frekar, það tekur styttri tíma.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
; )
Posts: 15
Joined: 29 May 2007, 12:27
Location: Skagafjörður

Post by ; ) »

keli wrote:Örugglega betra að senda bara með rútu frekar, það tekur styttri tíma.
Já eða bíða þar til ég fer til Rvk. Mér var bara sagt um daginn að það væri ekkert mál að senda í pósti, og annars vegar var ég spennt, hins vegar hugsaði ég "aumingja fiskarnir"... æi ég held ég vilji ekki standa í því ; )
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

er eitthvað búið að ákveða kum kepnina?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekkert enn, kannski við ræðum þetta á næsta fundi í Skrautfisk.
Post Reply