ok, ég er byrjaður aftur

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

ok, ég er byrjaður aftur

Post by naggur »

hæ hó. ég er byrjaður aftur með síklur (pirrandi íslenskt orð) cichlid enda þegar maður hefur einu sinni verið með svoleiðis fisk þá er ekkert sem er skemmtilegra.
en þar sem ég hef verið með gullfiska þá er ég kominn með samskonar minni og þeir það er snúast í hringi og segja (með sjálfum mér) "vááá kastali, geggjað kastali, flottur kastali, ég er viss um ég hafi séð þennan kastala áður" :lol: hvað með það,,,,, ég er að spá í að setja upp ram búr enda sagt að ideal stærð sé 75l og vantar hugmyndir um botn gerð, það er sandur eða möl, ef sandur hvaða lit ( hef nefnilega aðgang að flottum sand hehehe) ég er með java mosa en vantar einhverja auka hugmyndir jú ég gleymdi að nefna er líka með bogwood að vísu kemst ég ekki í að fá mér ram fyrr en eftir ca 2 til 3 vikur og fram að því langar mig að fá sem flestar hugmyndir af flottum botni og umhverfi fyrir nýja parið :D kannski set ég inn myndir af afrekstrinum hver veit
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Velkominn :D

Endilega skutlaðu inn myndum þegar þú ert búin að koma þessu upp.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

þangað til að ég geri það vantar mig hugmyndir að uppsetningu það er hvað virrkar og hvað ekki samt er ég með núna í búrinu blandaða fína möl það er 0.5 mm, java mosa, 2 eplasnigla og 3 sae sem......... er ekki nóg. líka hvort það er sniðugt að vera með neon/cardinal með ram cichlidum
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Skallar virka, held að Neon/cardinal sé í góðulagi, hafa bara sæmilega hjörð og þeir spjara sig vel
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

en hvað segið þið mér með botn það er sandur eða möl og gróður?? var að lesa að það er gott að vera með cardinála og eða neon sem og discus eða skala, en mig langar ekki að vera með of mikið af cichlidum í sama búri eða það er að segja ekki strax út af stærðinni
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér finnst sandur alltaf fallegri en möl.
Ég mundi persónulega ekki spá mikið í skala eða diskus í ekki stærra búr.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ekki að ræða það að vera með annað en smáfiska nenni ekki að vera með einhverja stóra og dýra fiska það er að segja diskinn skallinn er ekki svo dýr hjá ykkur. þá fer ég upp í sveit að ná í bergvatns sand sem er í tonna tali, en hvað með plöntur?
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Post Reply