Loftbólur í búrinu!!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Loftbólur í búrinu!!

Post by Karen »

Ég er með bardagakall einan í búri og það eru fullt af loftbólum í búrinu
getur einhver sagt mér hvað er að gerast??
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég held að þetta sé hluti af hrygningarferli hjá honum, kallarnir gera loftbóluhreiður og kreista hrognin úr hrygnunum og frjóga í leiðinni
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Loft bólur innan á glerinu (s.s. undir yfirbirðinu) eða ofan á vatns yfirborðinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Já það er bara á yfirborðinu.
En er nokkuð erfitt að rækta svona bardagafiska mig langar nefninlega að fá mér 1-2 kellur til að rækta en ég er með gúbbý en það gengur ekkert svo vel :?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það á ekkert að vera svo erfit að rækta undan þeim, verður bara að hafa vatns hæðina svona 15cm, engan filter í gangi, og setja kerluna ofan i vatnið hjá karlinum í smá tíma í senn, ef hann byrjar að ráðast á hana þá verður að taka hana upp úr því annars drepur hann hana, gott líka að hafa marga felustaði fyrir kerluna, karlinn myndar loftbólu hreiðrið og hann passar upp á börnin, ef þau hrygna þá verður að taka kerluna strax úr búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Maður setur nota bene kerlinguna ekki í fyrr en loftbóluhreiðrið er tilbúið hjá karlinum. Passa að kerlingin sé feit og fín (hrognafull) og svo þegar hrygningin er búin þá á að kippa henni uppúr aftur og láta karlinn sjá um eggin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég hef alltaf sett kerluna í flotbúr þannig að karlinn sjái hana og æsist upp og geri flott hreiður
ég nota litla svamp loftdælu til að gára yfirborðið pínulítið
hef lok yfir búrinu til að sami hiti sé á vatni og lofti því seiðin geta drepist þegar þau fara að taka inn kalt loft
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

ok takk fyrir öll svörin þetta er mjög góð svör og skýra vel bara aftur takk fyrir
Post Reply