Hér koma nokkrar myndir úr 100 ltr. búrinu mínu sem ég er með í herberginu mínu og fæ að ráða sjálf hvað fer í það.
Ég á sjálf að sjá um að gefa að borða en það gleymist nu stundum en ég á svo rosalega góða mömmu að hún bjargar mér oftast úr skömminni (mamma skrifar allt fyrir mig)
Þessa mynd tók Birtan sjálf.
Skallar
(Hvit) svarttetra..
Þessi firnaflotti bardagafiskur var keyptur í Fiskabur.is í dag og hafði Birta það á orði að skallarnir öfunduðu hann mjög fyrir hvað hann væri flottur.
Í búrinu eru þá:
2 skallar
3 gullguramar
4 svarttetrur (hvítar)
1 eplasnigill
2 ancistrur
1 kk bardagafiskur og 1 kvk, líka rauð.
Smellti af einni mynd fyrir Birtuna.
Bardagakarlinn sést ekki á þessari mynd, hangir bak við dæluna og kellan er undir rótinni.
Bakgrunnurinn er blár, hún þarf að fá nýjan og svo eitthvað meira af gróðri. Á pottþétt eftir að fara með nokkur búnt heim á mánudaginn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
mjög flottar!
Bardaga gæjinn líka frábær, á einn svona sjálf, nánast alveg eins,
virkilega skondið að sjá svona rauðann lit þvælast um í búrinu hjá manni
Hér koma nokkrar myndir úr 100 ltr. búrinu mínu sem ég er með í herberginu mínu og fæ að ráða sjálf hvað fer í það.
Svo mörg voru þau orð en mamman fór í Hafnarfjörðinn í dag og stóðst ekki mátið og bætti við gróðri án samráðs við eigandann.
Í búrið fór:
Selaginella wildenowii sem er líklegat einhver burknategund, á þó eftir að lesa mér til um þessar plöntur. Limnophila sessiliflora
Svo er eitthvað sem var með handskrifuðum miða og ég skil ekki alveg en þetta er algeng planta og ég finn hana í bók.
Birta fær svo sjálf að taka nýjar myndir af búrinu og plöntunum (hún steinsefur og veit ekki af þessum breytingum ) svo þið fáið að sjá breytingarnar fljótlega.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Annar skallinn var dauður þegar við komum heim í gærkvöldi og eplasnigillinn var að gæða sér á honum.
Dekurdýrið gat að sjálfsögðu kreist fram tár, þetta var hræðilegt!!
Stelpan fékk hlaupahjól í sumargjöf og hefur lítið sést heima hjá sér síðan.
Því verður mamman að taka að sér að birta nýjustu fréttir og myndir.
Í dag bættust við 2 skallar fyrir þann sem dó um helgina, þeir eru frekar litlir svo það er sennilega svipað magn (maður þarf alltaf að réttlæta magninnkaup með einhverju).
Smellti nokkrum mynum með hraði og birti hér með:
Þarna er verið að gæða sér á líkinu.
Heildarmynd af búrinu.
Sá gamli.
Nýr.
Nýr.
Og að lokum bardagakellan sem er alveg að springa, bíð eftir að litla búrið losni svo hægt sé að setja parið saman.
Svarti skallinn var ekki í búrinu á sunnudag er fjölskyldan kom heim úr helgarútlegðinni.
Því féllu fögur og ómótstæðileg tár frá heimasætunni svo það verður að bæta skaðann fljótlega.
Búið var að bæta skaðann og nýr svartur skalli kominn og að auki einn svona venjulegur röndóttur.
En í gærkvöldi við heimkomu úr bústað var svarti horfinn, bardagakarlinn og allir gúramarnir.
Búrið hefur verið hreinsað nokkuð reglulega og fóðurgjöf í meðallagi.
Nú ætlum við ekki að setja fleiri fiska í þetta búr í bili, sjá til hvað verður með restina.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Það hafa verið ör dauðsföllin í þessu búri og allir skallarnir drepist svo nú koma ekki fleiri inn á þetta heimili.
Barnið var sent í útlegð í sveit en er væntanleg heim á morgun svo ég fór og keypti 2 ofboðslega fallega gúrama í fiskabur.is svo búrið yrði ekki eins tómlegt.
Í því er þá núna 4 hvítar svarttetrur, 2 gúramar og 2 ancistrur.
Ég læt Birtu taka myndir og birti svo hér eftir helgina.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ég verð að segja að þessir gúramar eru einstaklega fallegir.
Við áttum einu sinni gullgúrama 2 sem við skiptum út fyrir síkliður og sáum alltaf eftir þeim.
Ef þessir ná að dafna og stækka munu þeir ekki gefa hinum eftir en þessir eru næstum eins nema það er talsvert rautt í þeim. Hugsa meira að segja að ég kaupi fleiri eftir helgina.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Stúlkan hefur alveg gefist upp á að flytja fréttir af búrinu, hvað þá taka myndir. Hún má ekki einu sinni vera að því að fara með og kaupa nýja fiska svo momster verður að sjá um þetta.
Í dag keypti ég 2 fallegar fiðrildasíkliður í búrið og so far er ágætis samkomulag.
Myndir fljótt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Nokkrar myndir úr búrinu. Yfirleitt set ég ekki svona margar myndir af sama fiskinum í einu en ég átti erfitt með að velja (gallinn við stafrænu vélarnar er að þurfa að velja 1-2 myndir af 200).
Þetta er þó oftast úr sitthvoru horninu, en ég læt myndirnar tala sínu máli:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Allt í góðum gír í þessu búri, gúramarnir og fiðrildasíkliðurnar dafna vel en það virðist ganga upp og niður hjá fólki með þessar fiðrildasíkliður.
Ég krossa fingur og tær.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Það er allt í fínasta lagi með íbúa búrsins.
Um daginn bættist við sérlega fallegur bardagahængur sem er orðinn eldhress eftir að hafa verið á mörkum lífs og dauða fyrstu dagana.
Í búrinu eru:
4 hvítar Svarttetrur,
2 Gullgúramar (held það séu gull),
2 Fiðrildasíkliður,
1 Bardagahængur,
2 Ancistrur og
1 eplasnigill sem skildi eftir sig hrognaklasa nýverið uppi við lokið.
Hvað tekur langan tíma fyrir hrognin að klekjast út?
Myndir koma fljótlega.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Nú áðan bættist við gullpleggi, voða sætur og Birta á eftir að verða happy með hann.
Tók líka 2 plöntur því 2 drápust á meðan við vorum í fríi í sumar.
Get ekki tekið mynd strax því búrið gruggaðist svo mikið við gróðursetninguna, þær sem drápust voru svo fíngerðar að búrið er allt í smálaufi þrátt fyrir þrif.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Þessi er nýr og á vonandi eftir að verða gylltari með aldrinum.
Hef ekki náð almennilegri mynd af bardagakallinum enda lítill tími til að hanga við búrin þessa dagana.
Ég planta Birtu þar með vélina svo það kemur vonandi fín mynd bráðlega.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Í gær drapst einn gúrami og í nótt fór fallegi bardagafiskurinn
Búrið alltaf hreint og fínt en ég ákvað samt að testa vatnið. No 2 er vart mælanlegt en No 3 er sky high.. ég þarf greinilega að taka mig á við vatnsskiptin en Birta er farin að gefa miklu minna en hún gerði.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.