Hentugt búr til að ala upp gúbbí-fiska?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Hentugt búr til að ala upp gúbbí-fiska?

Post by Ísarr »

Ég er með fiskabúr sem er 54 lítra er með rót inní því og plöntu Ceratophyllum demersum(eða mjög lík henni) er með hitara á °27 celsíus og filter, fiskitegundirnar sem ég er með eru par af Microgeophagus altispinosa og 4 cardinal tetrur er hægt að ala gúbbía í búrinu? :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að það gangi alveg. þú getur nokkuð örugglega verð með stálpaða guppy með altispinosunni.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

takk
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

humm.. búinn að lesa um einhver net sem maður setur í búrin og getur einangrað kvk gúbbíana þegar þeir eru að fara að fæða ( netið eða kassinn er í aðalbúrinu) hvað myndi það kosta mikið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Svona net kostar um 700-800 kr ef ég man rétt.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Er alveg bráðnauðsynlegt að vera með loftdælu eða eitthvað fyrir gúbbíana? :?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ísarr wrote:Er alveg bráðnauðsynlegt að vera með loftdælu eða eitthvað fyrir gúbbíana? :?
nei, en það er betra, ég er t.d. með gotfiska í 100 lítra búri án loftdælu
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

humm ég er að hugsa um að fá mér loftdælu.. sirka hvað myndi hún kosta og er hún mjög hávær?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held að mína loftdælur hafi kostað um 2.000.-
Þú getur fengið kraftminni og þá aðeins ódýrari og svo er möguleiki á að fá notaða fyrir mjög lítið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lofddælur kosta frá 1500 og uppúr, litlar dælur eru yfirleitt háværari en stórar.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Hvernig virka þessar dælur er þeim bara hennt oní búrið eða þarf að gera eitthvað meira?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

What ? :D
Loftdælan er fyrir utan búrið og dælir loftinu í gegnum slöngu í búrið, á enda slöngunnar er oftast svokallaður loftsteinn til að loftið myndi jafnar og fallegar loftbólur.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Ó :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Dælan er utan við búrið, úr henni kemur svo grönn slanga sem flytur loftið og á endanum á henni er lítill steinn, kallaður loftsteinn.
Þessi steinn er ofan í búrinu.

Það getur myndast smá hávaði vegna víbrings, en þá er ágætt að setja eitthvað mjúkt undir eða koma dælunni fyrir inni í skáp ef möguleiki er á.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ísarr
þú ættir að reyna að koma á fiskafundinn á morgunn kl.8 sem að þessu sinni er haldinn í verslun fiskabur.is Hafnarfirði
þar verður slatti af fólki sem getur sínt þér hvernig þessir hlutir virka og hvernig þeir líta út
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Ef ég get þá reyni ég að komast... er þetta ekki á hverju kvöldi?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

nei, ekki á hverju kvöldi en það er alltaf hægt að mæta
á opnunartíma og biðja um góð ráð :) Annað kvöld er bara jafnvel betra
þar sem að þar verða samankomnir helstu "fiskanördar" landsins :D
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

humm hvað er vanalegur aldur fyrir svona 'fiskanörda' bara vill miða við minn aldur :?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

hehe, margir þarna gætu verið foreldrar þínir :gamall:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Jamm :shock:
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Er alt í lægi fyrir mig að fara fyrir utan húsið mitt ( bý í rvk) og taka steina og seta í búrið( þvæ þá náttúrulega fyrst)?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Það fer nú eftir ýmsu. Steinar í þéttbýli gætu verið mengaðir af td. olíuefnum. Ég hef sjálfur tekið úr fjöru eða við ár og vötn. Ég væri ekkert hræddur við að taka úr stöðum þar sem fiskar eru fyrir, en ekki tjörninni í Rvk og sjóða steinana til að drepa það líf sem er á þeim.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tek steina hiklaust hvar sem er í Íslenskri náttúru, skola svo bara með sjóðheitu vatni.
Post Reply