Hoppandi pöddur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Hoppandi pöddur

Post by ragz »

Tók eftir því seinast þegar ég var að þrífa búrið mitt að það er aragrúi af pinkulitlum hoppandi pöddum á yfirborðinu á vatninu.
Sýnist þær vera brúnar eða rauðar á litinn og hoppa alveg nokkra cm upp í loftið.

Einhver sem veit hvaða meindýr þetta eru?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er einhver vatnafló og er nokkuð algeng í opnum fiskabúrum en fer oftast fram hjá manni.
Smáfiskar éta þetta með bestu lyst.
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Grunaði að þetta væru einhverskonar flær... hef bara aldrei heyrt um þetta áður.

Ég er nú með fullt af litlum Yellow lab sem eru búnir að vera að alast upp í búrinu, þeir virðast ekki éta þetta...
Veistu um einhverja fiska sem myndu passa í malawi búr og hefðu mögulega lyst á þessari óværu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Engir held ég sem geti verið með yellow lab.
Þú gætir sett upp annað búr og fært svo fiskana yfir og reynt að láta ekki flærnar smitast með.
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Hmmm það er allt of mikið vesen.. leyfi þeim bara að vera þarna fyrst að þær eru skaðlausar

takk fyrir hjálpina :wink:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ryksuga þetta bara upp þegar þær hoppa, bara passa að taka ekki vatnið með ;), nema að þú átt ryksugu sem þolir vatn sem er mjög henntugt fyrir alla firskabúrs unnendur

P.s. gætir líka notað svona seiða háf (þessir hvítu úr micro fiber) þær sleppa ekki í gegnum þann háf :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Passaðu þig bara á að láta þær ekki verða of gamlar því þær geta orðið allt að meter á lengd og leggjast mjög hart á menn. :hákarl:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply