Heldur sig mikið við hitarann

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Heldur sig mikið við hitarann

Post by iriser »

Einn saulosi-inn minn er mikið bara við hitarann og lætur lítið fyrir sér fara. Oft finn ég hann bara alls ekki og ef ég sé hann þá liggur hann á botninum og hreyfir sig lítið. Hann hefur ekkert étið í 2 daga. Er þetta ekki merki um að hann sé eitthvað lasinn?
Hann er ekki með svons hvítt eins og hinn :?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ekki ólíklegt að einhverjir séu að berja á honum í búrinu, þá er málið að fjölga felustöðum og/eða fiskum í búrinu.

Svo gæti þetta líka verið kerling sem er komin með hrogn upp í sig og heldur sig þá á einhverjum rólegum stað.

Image
Hér er mynd afd saulosi kerlu hjá mér með hrogn í munninum, það sést á því hversu áberandi síð hakan er.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Takk fyrir svarið en þetta er pottþétt ekki kerling því fiskurinn er orðinn slatti blár/svartur. Hefur eflaust áhrif að ég held að allir saulosi-arnir séu kallar. Er með 4, er það ekki slæm blanda að hafa 4 kalla og enga kellu?

En ég prufa að bæta við felustöðum þó það sé alveg slatti af þeim í búrinu :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það þarf ekkert að vera slæmt að vera með 4 kk, verra er að vera bara með 2.
Það er samt frekar skrýtin tilviljun.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Já, en nú eru þeir bara 3. Fann hinn ekkert í dag en núna þegar ég kom heim lá hann dauður á botninum.
Er að skipta út vatni og ætla aðeins að endurraða grjótinu og vona að fleiri fiskar drepist ekki í bráð. Nóg að missa 2 út af óútskýranlegum orsökum á nokkrum dögum :?
Post Reply