Hvað finnst þér um fiskana?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Hvað finnst þér um fiskana?

Post by Rodor »

Hvaða fiskategund finnst fólki fyndnast að horfa á?
Hvaða fiskategund kemur fólki mest á óvart?
Hvaða fiskategund finnst fólki fallegust og hver ljótust?
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

Hvað um skraut í fiskabúri
Ég áhvað að nota bjórtappa sem skraut og henti nokkrum í búrið og þeir lentu allir eins framhliðin niður.

í sambandi við tegundina sem kemur mér mest á óvart er kribbi mjög skemtilegir fiskar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég segi bara eins og góður maður sagði hér á spjallinu,
Allir fiskar fallegir !

Guppy koma manni oft á óvart, td. hvað þeir geta þolað mismunandi aðstæður og hversu sniðugir þeir eru í raun.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Mér finnst kribbar nokkuð skemmtilegir.
Fangasíkliður koma manni stöðugt á óvart, sérstaklega hvað þær eru hugdjarfar við að verja seiðin. Það er bara öllu fórnað.
En fyndir fiskar, ég hef ekki nóga reynslu til að geta sagt til um fyndna fiska. En væri sko alveg til í að heyra frá einhverjum.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

tek undir með Varg Gúbbar eru stöðugt að koma
mér á óvart,
en það er mjög gaman að horfa á barba,
búrið mitt var aldrei sprækara en þegar ég fyllti það af mismunandi barba tegundum :)
Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Fyndnustu fiskarnir eru klárlega CLOWN knife :)
Convictarnir hafa komið mér mest á óvart af því sem að ég hef átt.
Skemmtilegast að horfa á eru óskararnir, annars eru allir fiskar góðir
í það að glápa á :)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

mér finnst walking catfish alveg örugglega fyndnastur...
malawi síklíður fallegastar :wub:
veit ekki hver kemur mest á óvart :roll: kannski nálin...
Lexis
Posts: 89
Joined: 24 Jul 2007, 23:05

Post by Lexis »

Það er bara skemmtilegt að fylgjast með Black Ghost Knife, snilldarfiskur sem "dansar" um búrið :)
Convictarnir hafa komið mér rosalega á óvart og það er endalaust hægt að skemmta sér yfir óskurunum :)
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Re: Hvað finnst þér um fiskana?

Post by Gudjon »

Rodor wrote:Hvaða fiskategund finnst fólki fyndnast að horfa á? Eplasiglar eða P. Palmas polli
Hvaða fiskategund kemur fólki mest á óvart? Viejur, þó séstaklega maculicauda (Black Belt)
Hvaða fiskategund finnst fólki fallegust? Vieja maculicauda og Parachromis managuense(Jaguar)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Svona af þeim tegundum sem ég á:

Fyndnastur: Walking Catfish þegar hann ryðst utaní aðra fiska og hendir þeim til einsog ekkert væri sjálfsagðara

Kemur mest á óvart: Nálafiskurinn; hvað hann er snöggur að veiða og hvað hann étur hlutfallslega stórt

Fallegastur: Clown Knife-arnir finnst mér í augnablikinu fallegastir

Ljótastur: Walking catfish er ljótur, en á fallegan hátt :P
-Andri
695-4495

Image
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Það eru allir fiska fallegir á sinn hátt, ég tek hinsvegar undir orð Vigdísar og Vargs að gúbbar eru vanmetnustu skrautfiskar sem til eru. Ég hef lært að bera mikla virðingu fyrir þeim fiskum með tímanum og það getur verið bísna gaman að glíma við að halda flotta gúbbý stofna.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply