Langar að fá mér demantasíkliður. En sama hvað ég er búin að reyna að finna upplýsingar um þær þá gengur það illa þar sem ég veit ekki erlenda heitið og veit í raun ekki eftir hverju ég er að leita í þessum hafsjó nafna? Endilega fræðið mig.
Nei enda er það ekki ætlunin. Er búin að setja vatn í annað búr og er að dunda við að innrétta. Málið er bara fjarlægðin við fiskana þó það sé stutt í fjöruna
Hvaða ryksugu er hægt að hafa með demandasíkliðunum?
Og hvort eru kk eða kvk frekari og pirraðari út í aðra búrfélaga?
Er með 3 er það gott eða slæmt? Láta eins og verstu systkin
Gaman ef einhver þarna á spjallinu er með þetta á hreinu
Þú getur sennilega verið með flestalla botnfiska með demantssikliðum aðra en Corydoras.
Læt aðra um restina af spurningunum þar sem ég hef aldrei átt demanta, sýnist þeir þó oft vera pirraðir útí búrfélagana.
Ég er með 6 fullorðnar demantasikliður í 300 lítra búri með fullt af aferiskum síkliðum og svei mér þá ef þær eru ekki rólegustu fiskarnir í búrinu gengur bara mjög vel sambúðin við hina fiskana.
Láta þær kannski svona af því að þær eru í nýju búri og eru með vægt þunglyndi eftir flutninga? Eða valdabarátta að sprengja þær?? Er engin tegund sem getur verið með þeim nema einstaka ræstitæknir? Var ég kannski bara óheppin með eintök????? Ég á líka þunglynda kardinála tetru (í öðru búri) hinar mega ekki horfa inn í hellinn hennar!!