kribba parið mitt er búið að hrigna og er það bara alveg eins og með convictana klekjast út á 3 - 4 dögum og gefa þeim ekkert fyrstu 2 vikurnar og hvað er það sem maður á þá að gefa þeim hef eitthvað heirt um artemiu en er það besta sem að þeir geta fengið eða er eitthvað annað sem að þeir get fengið (og er ekki soldið mál að gefa þeim artemiu vegna þess að þetta þarf að vera í flösku með lofti og eitthvað).
er betra að taka þau frá (þau eru bara ein í búrinu semsagt hængurinn og hrignan í 50 L )passa kribbar seiðin sín eða eiga þau til með að éta þau það er bara einn gróður í búrinu frekar tómlegt búr var akkuratt að fara að bæta í búrið en þegar að ég sá að búið var að hrigna í búrinu ákvað ég ekkert að vera að fikta í því.
Ég var með kribbapar sem hrygndi og fyrir rest hurfu öll seiði, ég veit þó ekki hver át þau því ég er með fullt af öðrum fiskum í búrinu.
Kribbarnir pössuðu þó vel upp á afkvæmin og fylgdu þeim um allt búr.
Ef þú ætlar að koma þessum seiðum upp myndi ég taka foreldrana frá eftir nokkra daga og þá þarf líka að fóðra þau með sérstöku seiðafóðri eða mylja flögur mjög smátt. Þú getur fengið fóður í næstu verslun, kostar ekki mikið. Svo er líka hægt að fá frosið en það kostar aðeins meira.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
allt í lagi ,er 30 L nógu stórt fyrir kribba parið seinna meir þegar að ég tek þau í burtu og hvað myndir þú segja ca. margir dagar þangað til að ég eigi að taka þau frá seiðunum.
já ég er einmitt að pæla að hafa foreldrana bara hjá seiðunum þar sem að búrið sem að þau hefðu farið í verður upptekið fyrir aðra fiska sem þurfa meira á því að halda
ég ætla að setja hérna nokkrar myndir af seiðunum:
það er nú ekkert neitt vða auðvelt að taka myndir af þeim:
og svo ein að stoltum pabba :
ég veit að þetta ætti kannski ekki alveg að vera undir aðstoð en þar sem að ég var með þráð þar um þessi seiði ákvað ég bara að setja myndirnar þar líka...
Fiskur; Ef þú vilt láta eins og 2 seiði, þá endilega láttu mig vita 'skan
Ég er með seiðabúr og auka fiskabúr til að hafa þau í þangað til þau stækka og svol
jæja þá er ég búin að taka seiðin frá kribbaparinu setti þau bara í sér búr kribbaprið var eitthvað að reka þau alltaf útí horn og kellingin að taka þau alltaf upp í sig eins og hún ætlar að éta þau, en svo þegar að ég var búin að vera að filgjast með þessu þá sá ég að parið er búrið að hrigna aftur svo að það getur verið svarið yfir því að þau vor alltaf að reka seðin útí horn, en seiðin eru orðin sjálsbjarga svo að þau eru farin að éta seiðamat og svolleiðis en sambandið með hitann í svona seiðabúri á hann bara að vera eitthvað í kringum 26°c eða meira...
allt í lagi en þarf nokkuð dælu í svona seiðabúr er með 4 convict seiði og dælan er svo kröftug að seiðin eiga erfitt með að synda um búrið,þetta er 30 L búr og ég er með dælu fyrir 60 L átti ekkert annað er ekki í lagi að taka hana bara úr sambandi ef ég passa vel um að skipta um vatn oft.
Fjögur seiði í 30 l búri án dælu ætti að vera í lagi ef þú átt ekki loftdælu, passaðu bara upp á vatnið að gefa ekki of mikið og hafa td eplasnigil í búrinu fyrir matarleifarnar
Þú getur líka sett nylonsokk og teigju yfir dæluna til að seiðin sogist ekki inn.
eitt seiði dáið, er með svo mikið af steinum gróðri og pott að það er svo erfitt að finna seiðin svo að ég er að pæla er í lagi að setja þau bara í glært plastbox með engu nema smá sandi og hitara og dælu