Góðir hálsar.
Ég er að fara að setja upp 400l.
Ef þú ert að selja sand eða vantar að losna við hann, endilega láttu mig. Skiptir engu þó að þú sért ekki með nóg af sand til að setja í búr af þessari stærð. Safnast þegar saman kemur.
Ég mundi sleppa því að taka sand beint úr flæðarmálinu en á flestum öðrum stöðum er það sennilega í fínu lagi. Ég hef sjálfur sótt sand í mín búr, aðalmálið er að finna sandinn sem maður er sáttur við.
Ég skola sandinn bara með volgu vatni, ef hann kemur ekki úr einhverjum ruslahaugnum er fátt að óttast.
Ég sé að engin viðbrögð eru um að setja rót í búrið.
Ég er búin að vera með malawi síklíður síðan 1994.
Og það er ekki æskilegt að setja trjárætur í búr hjá síklíðum
(allavega afrískum)þar sem þær gera vattnið súrt, aftur á móti ef verið er að rækta ryksugur td brúsknef
þá eru rætur mjög góðar.