liggja á botninum...
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
liggja á botninum...
þegar að ég kom fram í morgun þá fór ég að skipta um vatn í búrunum og setti efni ofan í sem heitir stability set það alltaf ofan í búrið í svona 3 - 4 hvert skipti þegar að ég set nýtt vatni i búrið, setti hvítbletta lyf ofan í búrið í gær( það sem eftir var af því) það var bara til fyrir 80 L búr svo að ég smellti öllu bara ofan í þarf líklegast að fara að kaupa meira vegna þess að þeir eru bara ekkert að lagast en núna var ég að mæla nitrateið í búrinu og það koma svona út:ph=7.2 KH=6°d GH= >10°d og no-3 = 50, finnst ykkur að ég ætti að smella nitrate lyfi ofan í búrið, ég var ekki viss sjálf þar sem að ég er búin að setja svo mikið af efnum í búrið og fiskarnir með hvítblettaveiki, ég skipti um vatn 30% - 35 % á hverjum sunnudegi svo að mér finnst voða skritið af hverju nitratið er svona hátt. en fiskarnir liggja allir bara á botninum koma ekki og fá sér að borða reindar búin að gefa þeim að éta í morgun en hafa samt alltaf komið þegar að það er matur en já núna liggja þeir bara á botninum og oscararnir og demantasíkliðan liggja á hliðinni sem er mjög skrítið vegna þess að þeir hafa alltaf verið svo sprækir og synda um allt búrið.
núna er ég búin að láta þetta alveg eiga sig nema það að er búin að vera að skipta um 25% - 30% af vatni annanhvern dag og noturlega að gefa þeim að borða (mun minna en gaf þeim áður) svo þeir fóru að hressast í gær en í morgun voru 2 oscarar dauðir og hinn oscarinn er mjög slappur er núna bara á hliðinni um allt búrið, hann var hress áðan þegar að ég var að gefa að borða en svo bara allt í einu fór hann að vera á hliðinni og liggur bara á botninum. er ekki alveg að fatta hvað það er sem er í gangi.
myndi ekki gera svona mörg vatnskipti 1x í viku er nog sama hvað er að gerast að minu mati annars er maður bara farinn að sturta út góðu bakretiunum og allt fer í ójafnvægi
og algjörlega hætta þessu lyfja sulli eins og vargur sagði, of mikið af því er eitrandi fyrir fiskana þar sem þetta er bara dauft eitur þess vegna er ráðlagt að gefa þetta bara í stuttan tíma
Hækkaðu frekar hitan í búrinu upp í 29°C og láttu vatnið vera, og slöktu ljósið í búrinu, myrkurið mun róa óskarinn niður, þeir eru meira fyrir rökkur heldur en birtu og gefa lítið
og algjörlega hætta þessu lyfja sulli eins og vargur sagði, of mikið af því er eitrandi fyrir fiskana þar sem þetta er bara dauft eitur þess vegna er ráðlagt að gefa þetta bara í stuttan tíma
Hækkaðu frekar hitan í búrinu upp í 29°C og láttu vatnið vera, og slöktu ljósið í búrinu, myrkurið mun róa óskarinn niður, þeir eru meira fyrir rökkur heldur en birtu og gefa lítið
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
ég er ekkert búin að vera að setja meira af lyfjum eða svoleiðis hjá þeim en ætla að hafa slökkt hjá þeim í dag og er farin að gefa þeim venjulegar síkliðu flögur (ekki rækjur ) á meðan þetta er að lagast,1 óskar og demantsíkliða og einn annar fiskur sem ég man ekki alveg hvað heitir (hann er ansi líkur Geophagus brasiliensis og Geophagus steindachneri á www.fiskabur.is sé ekki hvort tegundin hann er) en þessir 3 eru verstir núna þeir eru einir sem eru með hvítblettaveiki og eru alsettir í hvítumblettum og liggja mest á botninum voru samt eitthvað að hressast sýndist mér í gær komu og fengu sér að borða en núna liggja þeir bara á botninum.