3 pleggar látnir á jafnmörgum dögum
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
3 pleggar látnir á jafnmörgum dögum
Ég keypti mér í liðinni viku 4 plegga í ónefndri gæludýrabúð á höfuðborgarsvæðinu. Fór svo að á fimmtudaginn, þegar ég kom heim úr vinnu sá ég einn þeirra dáinn. Veiddi ég hann uppúr strax og ég sá það. Átti ég leið í sömu verslun í gær í öðrum erindagjörðum og minntist á þetta við verslunarmanninn í leiðinni og stökk hann til og lét mig fá nýjann plegga fyrir þann sem hafði látið lífið.
Svo í gær varð ég tvisvar var við annan dauðan plegga og þeir því orðnir 3 í heildina, í seinna skiptið var ég orðinn verulega angistarfullur yfir þessu öllu og skoðaði kvikyndið almennilega, og það voru eins og augun á honum væru bara sprungin... mér fannst hann líka einkar veiklulegur áður en ég sá hann svo bara á hliðini í sandinum.
Dettur einhverjum ykkar í hug einhver skýring á því að þeir séu að deyja svona hjá mér? Þeir eru með afríkusiklíðum í búri, en ættu að vera látnir í friði af þeim... svona að mestu leiti. Einu fiskarnir sem eru eitthvað veiklulegir eru þessir nýju...
Allar ráðleggingar um eitthvað sem ég ætti að skoða væru vel þegnar.
Svo í gær varð ég tvisvar var við annan dauðan plegga og þeir því orðnir 3 í heildina, í seinna skiptið var ég orðinn verulega angistarfullur yfir þessu öllu og skoðaði kvikyndið almennilega, og það voru eins og augun á honum væru bara sprungin... mér fannst hann líka einkar veiklulegur áður en ég sá hann svo bara á hliðini í sandinum.
Dettur einhverjum ykkar í hug einhver skýring á því að þeir séu að deyja svona hjá mér? Þeir eru með afríkusiklíðum í búri, en ættu að vera látnir í friði af þeim... svona að mestu leiti. Einu fiskarnir sem eru eitthvað veiklulegir eru þessir nýju...
Allar ráðleggingar um eitthvað sem ég ætti að skoða væru vel þegnar.
Það sem mér dettur í hug er Nítratið sé of hátt hjá þér, eins gæti þetta verið snögg breiting á Ph gildi. eins er það smuga að um costiu eða jafnvel Tálknorm sé að ræða en það getur farið íllilega úr böndunum ef fiskarnir myssa jafnvægið á einhvern hátt eins og við umhvervisbreitingu.
En byrjaðu á að tjekka vatnsgæðin hjá þér.
En byrjaðu á að tjekka vatnsgæðin hjá þér.
No3 var aðeins yfir 0inu... á svona öðrum litarreit á þessu testi, eða þar rétt fyrir neðan... Þetta eru þá kannski 20mg á líterinn. Ph stigið var rétt tæplega 8 sem ætti að vera gott fyrir Áfríkana, en kannski ekki eins gott fyrir pleggana.
Skýringin þá væntanlega komin.... Þarf ég eitthvað grugg til að ná niður þessu Nítrati ?
Skýringin þá væntanlega komin.... Þarf ég eitthvað grugg til að ná niður þessu Nítrati ?
Regluleg vatnsskipti eru í raun eina leiðin. Efnin sem eiga að taka nítrat úr vatninu eru misgagnleg og endast stutt.Vargur wrote:Ef þú vilt ná nitratinu niður þá eru regluleg vatnsskipti besta leiðin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
guns wrote:No3 var aðeins yfir 0inu... á svona öðrum litarreit á þessu testi, eða þar rétt fyrir neðan... Þetta eru þá kannski 20mg á líterinn. Ph stigið var rétt tæplega 8 sem ætti að vera gott fyrir Áfríkana, en kannski ekki eins gott fyrir pleggana.
Skýringin þá væntanlega komin.... Þarf ég eitthvað grugg til að ná niður þessu Nítrati ?