Veikur/slappur?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

Veikur/slappur?

Post by Skrudda »

Hæhæ,
þegar ég kom heim úr vinnunni þá var ein af Malawi Síkliðunum mínum soldið furðuleg. Þetta er dominant karlinn í búrinu og lá hann niðri við botninn úti í horni, stundum er eins og hann sé að reyna að standa á sporðinum, hallar sér eiginlega upp að glerinu. Annað augað í honum er svolítið útstætt og hann er eins og pínulítið tættur á báðu hliðunum. Einnig er bakugginn á honum svolítið tættur á sporðendanum. Hvað gæti verið í gangi?
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hallarbylting sennilega. :)
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

Hallarbylting

Post by Skrudda »

Ó jú, hallarbylting virðist vera nokkuð nærri lagi. Ég setti smá salt í búrið og hann er hressari, syndir allavega um og þess háttar sem hann gerði ekki. Tók þá eftir að annar karl er orðinn DOMINANT svo vægt sé til orða tekið. Ekki nóg með það að hann sé búinn að skipta um hlutverk heldur er hann búinn að skipta um lit komplett líka. Var blár nærri því svartur, er núna fallega ljósblár.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

bylting it is :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Klassísk bylting 8) Það er alveg snilld með þessar síklíðu hlænga hvað þeir breyta um lit þegar þeir komast efst í goggunarröðina :twisted:
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

Post by Skrudda »

Þar sem ég er alveg ný í þessu þá náttúrulega fékk ég bara sjokk þegar ég sá aumingjans "foringjann" minn.
Hafði ekki hugmynd um að þetta gæti orðið svona magnað.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvaða tegund er foringinn fyrrverandi og hver er arftakinn ?
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

Post by Skrudda »

Þeir eru báðir Metriaclima estherae, hinn "fallni" appelsínugulur, hinn "risni" var svartur en er núna fallega ljósblár
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

eru þetta ekki fiskarnir frá mér?
það væri gaman að sjá myndir af þeim
Þessi appelsínuguli hefur verið "foringinn" allan tíman á meðan að hann var í minnu eigu
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

Post by Skrudda »

Jújú, passar, þetta eru þeir sem ég fékk hjá þér :)

Aldrei að vita nema ég skelli inn þræði í kvöld með nokkrum myndum, líka fyrst ég er komin með vatnsmálin alveg á hreint :)
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
Post Reply