Hæhæ,
þegar ég kom heim úr vinnunni þá var ein af Malawi Síkliðunum mínum soldið furðuleg. Þetta er dominant karlinn í búrinu og lá hann niðri við botninn úti í horni, stundum er eins og hann sé að reyna að standa á sporðinum, hallar sér eiginlega upp að glerinu. Annað augað í honum er svolítið útstætt og hann er eins og pínulítið tættur á báðu hliðunum. Einnig er bakugginn á honum svolítið tættur á sporðendanum. Hvað gæti verið í gangi?
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it
Ó jú, hallarbylting virðist vera nokkuð nærri lagi. Ég setti smá salt í búrið og hann er hressari, syndir allavega um og þess háttar sem hann gerði ekki. Tók þá eftir að annar karl er orðinn DOMINANT svo vægt sé til orða tekið. Ekki nóg með það að hann sé búinn að skipta um hlutverk heldur er hann búinn að skipta um lit komplett líka. Var blár nærri því svartur, er núna fallega ljósblár.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it
Þar sem ég er alveg ný í þessu þá náttúrulega fékk ég bara sjokk þegar ég sá aumingjans "foringjann" minn.
Hafði ekki hugmynd um að þetta gæti orðið svona magnað.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it
eru þetta ekki fiskarnir frá mér?
það væri gaman að sjá myndir af þeim
Þessi appelsínuguli hefur verið "foringinn" allan tíman á meðan að hann var í minnu eigu