720L búr komið heim

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

720L búr komið heim

Post by Daði »

Jæja þá er ég að koma mér aftur útí fiskana aftur eftir 2 ára pásu frá þeim. Áður var ég með 460L búr( http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=80 ) 250L plöntubúr og svo 200L sjávarbúr. Núna fer ég í stærra, væntanlega í 720L akvastabil búr. Stefnan er sett á ameríska og svo vonandi einhver monster en það sem mig langar að setja í búrið er:
Dovii, Mídas, Green terror, Óskara, flowerhorn(sennilega), Channa micropeltis(langar að láta reyna á hana), pangasius og svo er ég mikið að skoða red tail catfish. hvernig líst fólki á þessa samsetningu. einnig hefur einhver reynslu af datnoids?
það er margt í boði fyrir stórt búr en mig langar að sjá hvernig fólk mundi fylla 720L búr.Ég er ennþá opinn fyrir ýmsu, aðallega monsterum, látið ljós ykkar skína í sambandið við fiska í svona stórt búr.
:twisted:
Last edited by Daði on 10 Oct 2007, 16:07, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst vel á þetta nema hvað að ég held að Channan klári hina fiskan fyrr en þú heldur.
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

já það er spurning, ég er bara of spenntur fyrir chönnunni, svo er ég nú eiginlega ekki að týma að setja hana eina í 720L búr.
en hver yrði draumauppsetningin?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki bara málið að bæta við öðru chönnu búri. 8)
Annars þykir mér þetta bara fínt hjá þér, þú veist sennilega hvað þú vilt og hvernig á að gera þetta þar sem þú ert búin að vera með þetta fína Ameríkubúr áður.
Hvenær áttu von á búrinu ?
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

ég er að setja stefnuna á það að setja búrið upp í kringum júlí/ágúst mánaðarmót. jafnvel miðjan ágúst, kemur allt í ljós fljótlega vonandi.
En hefuru einhverja reynslu af Datnoids.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þeir þurfa hálf salt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

semsagt bölvað vesen að vera með Datnoids. hafa þessir fiskar eitthvað verið hérna á klakanum?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Getur fengið pangasious hjá mér. Hlakka gríðarlega til að sjá þetta búr.
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

ég ætla að kaupa allt litla fiska og ala þá upp saman. þakka samt boðið:D svo með það að hlakka til að sjá búrið, þá ert þú ekki sá eini sem ert spenntur:D :P
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

jæja þá er biðin senn á enda, ég er búinn að panta búrið og allar græjur með því.
þetta verður ameríkubúr enda eru kanarnir yndislegir:D
íbúar búrsins verða eftirfarandi:
4stk dovii
4stk mídas
4stk óskar (2 albínó og 2 rauðir eða tiger)
4stk green terror
4 stk flower horn
1stk tiger shovelnose og kannski 1 stk rtc
3stk gibbi
4-6 ancistrur

svo verður grisjað upp í þessu seinna þegar þetta stækkar og maður velur út bestu eintökin eða skiptir út vegna grimmdar.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvenær áttu von á að fá gripinn?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

það er jafnvel von á því í næstu viku eða þarnæstu. ég vona bara sem fyrst:D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég er einmitt líka að bíða eftir samskonar búri, það verður sett upp þann 24.sept þegar ég kem heim frá tyrklandi.
Hvernig dælu/r verðuru með ?

Ertu hættur við að fara úti eitthvað annað en síklíðurnar einsog þú talaðir um í fyrsta póstinum?
Ég persónulega myndi ekki þora að hafa RTC með öðrum þegar hann stækkar því hann étur flestallt á endanum, nema pacu :lol:
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

:?
Last edited by ulli on 13 Sep 2007, 22:14, edited 1 time in total.
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

ég legg ekki í chönnuna, hún er snargeðveik, eða þar að segja micropeltisinn.
ég verð með eheim 2226 (950L/h) og svo eheim 2080 (1700L/h) = 2650L/h
ég vona að það muni duga eitthvað.
hvað ætlar þú að hafa í þínu búri? og hvaða fiska?
hvað rtcinn varðar þá kemur það bara í ljós :twisted: þetta eru ekkert rólegir fiskar sem ég verð með og verða alveg þokkalega stórir.
Ég losa mig við hann um leið og hann fer að fækka hjá mér ekki spurning.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég er með tvær eheim 2028, 1050L/h, samtals dælur fyrir 1200l búr og dæla 2100L/h

Ég verð með sömu fiska áfram og næ vonandi að halda sem flestum sem lengst þegar þeir stækka.

1x Pangasius/Paroon shark
3x Clown Knife
1x Black Ghost Knife
1x Lima Shovelnose
1x Walking Catfish
1x Needlenose
2x Polypterus Palmas palmas
3x Polypterus Senegalus
1x Polypterus Ornatepinnis
2x Ropefish
1x Synodontis
1x Skala
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég er með svipað innihald í mínu búri, 530l með eftirfarandi íbúum:

1x silver arowana
1x flowerhorn
1x dovii
1x green terror
1x tiger shovelnose
1x midas
1x festae
2x convict
2x sajica
6x trúðabótíur
6x ancistrus
1x gibbi


Allir fiskarnir eru undir/í kringum 10cm nema arowanan sem er um 25cm.

Stefni á að bæta við 1-2x oscar og jafnvel rtc eða rtc/shovelnose hybrid við tækifæri. Svo þegar þetta er orðið of lítið búr þá fara stóru fiskarnir í tjörnina mína :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Daði
Posts: 51
Joined: 21 Jun 2007, 17:53

Post by Daði »

hvernig er þetta að ganga upp hjá þér keli, þ.e.a.s þessi blanda af skapstórum fiskum? :twisted:

og ulli, þessi myndbönd sem þú sendir segja ekki alla söguna, gæti verið að þessir fiskar séu aldir upp á lifandi fæði og hafa ekki verið með öðrum í búri o.s.fr. en þessi fiskur er samt snargeðveikur. maður veit samt aldrei hvernig eintak maður fær. Ég vill samt ekki taka sénsinn á að tapa fiskum ofan í chönnuna svo ég sleppi henni bara:D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta gengur fínt so far, enginn sem verður útundan og allir sæmilegir vinir fyrir utan einstaka tættan ugga - aðallega á flowerhorn sem er að reyna að taka völdin í búrinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

ulli wrote:chana micropeltis geingur ekki með öðrum fyskum(þótt hún geti ekki gleypt þá)bitur þá bara í sundur...http://video.google.com/videoplay?docid ... 5804888199

http://video.google.com/videoplay?docid ... 8742682115
Ég verð að segja að mér finnst þetta hálfósmekkleg myndbönd, það er að mínu mati ekkert sérstaklega geðslegt að fylgjast með dauðastríði fiska slow motion.
Ég er ekkert mótfallinn því að gefa lifandi fóður og mynda það en þetta er to much.
Hvet Ulla til að taka þetta út.
Last edited by Vargur on 13 Sep 2007, 22:36, edited 1 time in total.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

hvað er to much einhvað vera en en að gefa pirana.setti þetta nú bara til að gefa hugmynd um bitkraftinn á þessum kvikindum.og hvers vegna þeir gánga ekki með öðrum fyskum.ps ég á ekki þessi myndbönd fann þetta á google videos.hvernig er það ef ég myndi setja in myndir-video af snákunnum minum borða yrði þá allt geðveikt?..þess má geta að svona er þetta í náturunni.kanski ekki slow motion en samnt
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekki fara að grenja.
Ég var ekki að segja að þetta væri verra en eitthvað piranha kjaftæði og ekkki var ég að segja að þú ættir þetta sjálfur enda sést vel hvaðan þetta kemur.
Ég efast um að chönnur fái svona gullfiska í náttúrunni.
Það sem ég er að segja að mér finnst myndbandið ósmekklegt.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

vil ekki stofna til leiðinda.veit vel að þeir lifa ekki á gullfiskum í amason enda var ég ekki að tala um það heldur agressive feding respond..og það að seija eithvað eins og"farðu ekki að grenja"fynst mér þú frekar vera að reyna stofna til leiðinda.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fyrirgefðu það.
Ég verð bara alltaf reiður þegar ég sé kvalafulla meðferð á dýrum og svona myndband af langdregnu dauðastríði fisks finnst mér skömm fyrir okkur fiskafólk.
Ég endurtek að ég er ekkert á móti því að gefa lifandi fóður, þykir þetta bara ósmekklegt myndband.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

np.skoðanir eru altaf góðar.en með sum dyr er þetta bara natural.tildæmis rtc gleipir bráðinna senilega vegna þess að hann hefur ekki nógu öfluga kjálka eins og chanan.en að minu mati deir fiskurin hraðar við þessa aðferð sem chanan notar.meðan við þá fiska sem eru gleiptir kafna á eithverjum tima.að ég held.hef stundum tekið eftir því að þeir eru enþá spriklandi 2-3 minotum á eftir.
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Það er í lagi að gefa lifandi fóður svo lengi sem maður hefur ekki gaman af því.
Post Reply