Stærð búrs vs. stærð fisks

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Stærð búrs vs. stærð fisks

Post by Birkir »

Ég er hérna með tæplega 20l seiðabúr.
Ég er hérna með GT sem á erfitt uppdráttar í ameríkuviolence búrinu. Hann stækkar afar hægt, eiginlega ekki neitt á meðan hinir blása út.

Mér hefur verið sagt að smæð búrs halti aftur vexti. Ef hann er einn í 20l er hann samt ekki að fara að stækka.... er það nóg svo hann geti hafti "olnbogarýni"?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatngæði eru aðalmálið, ekki stærðin, einn fiskur í litlu búri þarf ekkert að hafa það slæmt ef vatnsgæði haldast stöðug og góð, ef búrið þrengir að honum er málið verra, þá vaxa fiskar stundum asnalega og verða skrýtnir í laginu.
20 l búr gengur sjálfsagt eitthvað til bráðabirgða en aldrei lengi, reyndar er 20 l búr eiginlega of lítið fyrir nánast alla fiska. :?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

einmitt. ég veit að það er of lítið. en það er tómt og þessi tiltekni GT er lang aftastur í fæðukeðjunni í stóra búrinu.
Gefa honum smá pásu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er örugglega betra að hafa hann í litla búrinu. Sæmileg dæla, hiti og ör vatnskipti og hann tröllast sennilega eitthvað. :sterkur:
Post Reply