Hér er ný mynd af seiðunum. Það er rosalega erfitt að ná myndum af svona litlum seiðum. Seiðið er svona tvisvar til þrisvar sinnum minna heldur en það kemur út á mínum 17" skjá.
Já, seiðin lifa flest og fara ört stækkandi. Ég þarf að fara að senda inn myndir af þeim.
Ég sendi foreldrana yfir í stærra búrið og þar tóku þau upp á því að hrygna aftur. Ég var ekki alveg sáttur við að fylla það búr af Fangasíkliðum svo ég færði þau yfir til eldri afkvæmanna, þau vildu éta afkvæmin, en hefur ekki tekist það enn.
En kviðpokaseiðin sem komu í seinni hrygningunni voru étin fljótlega eftir að foreldrarnir voru teknir frá þeim.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þessi Fangasíkliðuseiði almennt, en ég hef svo sem hugsað um að þau gætu verið fóður fyrir aðra fiska, annað er varla hægt vegna mikillar viðkomu hjá þeim.
Þessir fiskar hrygna alveg ótrúlega mikið.
Eg setti reglulega seiði í búrið hjá frontosunum til átu en örfá komust undan og stækkuðu. Ég gaf þau svo annað.
Nú er ég alveg hætt að taka frá seiðin, bæði hjá concict og brichardi en þessir fiskar hrygna óhemju oft.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.