Vantar sand ASAP

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Vantar sand ASAP

Post by Birkir »

Góðir hálsar.
Ég er að fara að setja upp 400l.
Ef þú ert að selja sand eða vantar að losna við hann, endilega láttu mig. Skiptir engu þó að þú sért ekki með nóg af sand til að setja í búr af þessari stærð. Safnast þegar saman kemur.

kraftmest að senda mér email: birkirAS@yahoo.com
dellukall
Posts: 29
Joined: 04 Dec 2006, 15:16

Post by dellukall »

Ég hef farið í sandsöluna uppá höfða, og fengið góðan fiskabúrssand þar mjög ódýrt....

kv
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

dellukall wrote:Ég hef farið í sandsöluna uppá höfða, og fengið góðan fiskabúrssand þar mjög ódýrt....

kv
Ertu með nánari staðsetningu? Opið hversu lengi?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að sandsalan sé ekki til lengur.
Þú getur fengið sand/möl í Björgun ehf, Sævarhöfða og Bm Vallá, Þórðarhöfða.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hvað með að fara í fjöruna? Hafið þið einhverja reynslu af því? Ef svo, hvernig meðhöndlið þið þannig sand?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi sleppa því að taka sand beint úr flæðarmálinu en á flestum öðrum stöðum er það sennilega í fínu lagi. Ég hef sjálfur sótt sand í mín búr, aðalmálið er að finna sandinn sem maður er sáttur við.
Ég skola sandinn bara með volgu vatni, ef hann kemur ekki úr einhverjum ruslahaugnum er fátt að óttast.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hvað með sandinn sem er lengst frá fjörumálinu/ hjá grasinu á Ylströndinni?

Spurning líka um að kíkja á "malarnámurnar" þarna rétt hjá Árstúnsbrekkunni og nappa einhverjum sand þar.
dellukall
Posts: 29
Joined: 04 Dec 2006, 15:16

Post by dellukall »

Ég sé að engin viðbrögð eru um að setja rót í búrið.
Ég er búin að vera með malawi síklíður síðan 1994.
Og það er ekki æskilegt að setja trjárætur í búr hjá síklíðum
(allavega afrískum)þar sem þær gera vattnið súrt, aftur á móti ef verið er að rækta ryksugur td brúsknef
þá eru rætur mjög góðar.
dellukall
Posts: 29
Joined: 04 Dec 2006, 15:16

Post by dellukall »

Sorrý
kann greinilega ekki alveg á þetta.
Þetta fór á vitlausan stað :oops:
Post Reply