Gudjon

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

drepast úr veikindum, búinn að gera allt sem ég get
nú þarf ég bara að fara að ganga frá þessu
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Re: trouble in paradise

Post by Rodor »

Gudjon wrote:Lenti í hitaraóhappi í arowönu búrinu.
Hitarinn fór úr 26° yfir í 30° á meðan að ég var í vinnunni
Ástæðan er óljós en verið er að kanna málið
Tilsamans missti ég fiska fyrir fimm-stafa-tölu
Þetta er ömurlegt. Sérstaklega að missa svona dýra fiska.
Það er spurning hvort maður ætti að vera með hitarann á tímarofa, td. 2x klukkutími á sólarhring?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

já, ég held að ég skipti samt bara um hitara, ætla ekki að taka áhættuna á því að þetta gerist aftur
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

GT-inn var tekin úr umferð áðan :ekkert:
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Hvað eru þið að tala um með þennan bakgrunn?? Ég hef verið með hann í mörgum búrum í nokkur ár og ekki lent í neinu veseni. Hvað er málið :?:
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þessi bakgrunnur hentaði mér ekki og eftir að ég skipti varð ég miklu ánægðari með búrið
Ég hef ekki lent í neinu veseni með hann
Þetta er bara málið um að finna sér það sem hentar sér best
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ég held að málið sé að taka einhvern og berjann!
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Gaman að heyra í þér Birkir, ég vil sjá meira svona

Jaguarparið er líklegast búið að hrygna aftur
Það er allt í rugli í 500 lítra búrinu en þar eru 4 "pör" að berjast um yfirráðasvæði, stanslaus slagsmál og það sem þeim fylgir

Ef einhver hefur áhuga á fiskum eins og:

Code: Select all

2 Vieja Synpilum
2 Vieja Hartwegi
Þá skal ég gera ykkur gott tilboð
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Sammála með þessa bakgrunna lennti í vandræðum með grænþörung en um leið og ég fjarlægði þann svarta losnaði ég við vandamálið.

Þegar ég keypti mér 180.l búr sagði sá sem ég keypti búrið frá góðri lógíg í sambandi við hitara hann var með 100w hitara í búrinu sem á að vera of lítill en samt dugir hann ef ekki er mikill umhverfiskuldi eða hitabreytingar í kringum búrið td opin gluggi nálægt, ef þessi hitari bilar þá er miklu minni hætta á að hann hiti búrið of mikið hef haldið mig við þetta með góðri reynslu hitastigið helst alveg með þessum hitara.
Lífið er ekki bara salltfiskur
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Arowanan stökk uppúr við vatnsskipti í gær
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

...og drapst eða hentirðu henni aftur ofaní bara?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hún var dauð þegar að ég kom að henni
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Bömmer. Helvítis arowönukvikindi eru tómt vesen oft :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Já, þetta er dýrt grín.
Þetta gekk reyndar afskaplega vel hjá mér þangað til núna.
Spurning hvort maður prófi þetta aftur þegar að tækifæri gefst
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er svosem alveg þekkt hætta með þessi kvikindi.. Stóra arowanan uppí fiskabúr.is endaði lífdaga sína með því að stökkva út um gat sem hún átti ekki að passa í gegnum
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef misst tvær upp úr sjálfur og önnur þeirra var í lokuðu búri, eina sem mér dettur í hug er að hun hafi farið út um snúrugötin. :?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Image

Image

Image

Image







Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fiskarnir á efri myndunum (er þetta Jagúar?) virka hroðalega stórir, hvað eru þeir í cm?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þetta er Jaguar (parachromis managuensis)
Hængurinn er vel yfir 20 cm en hrygnan er eitthvað um 16 cm
Þau eru ein í 250 lítra búri sem nægir þeim eitthvað fram yfir áramót
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst þetta ægilega vinalegir fiskar en ég held ég hafi spurt um þetta áður eða lesið, eru þeir ekki frekar grimmir?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þau voru ekkert sérstaklega árásagjörn þangað til að ég kynnti þau fyrir hvort öðru
þá hrygndu þau á öðrum degi og...

Image

Image

... þau hafa ekki tekið vel í aðra búrfélaga síðan þá, það er ein ancistra með þeim núna, þær voru fjórar
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Bömmer með Arow en þetta eru stökk fiskar og veiða sér til matar þannig en hvernig er þetta, er enginn að flytja inn rauða arowana, finnst þessar silfur ekkert spennandi :(

p.s. t.d. eins og svona
Image
Þetta er eðal :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég efa að meðalmaðurinn hafi efni á rauðri arowönu, skilst að þær séu skuggalega dýrar, en flottar eru þær
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

upp hverskonar fiskur er þetta? 600-1000$ fyrir 1stk :shock: þetta er ofmikið fyrir fisk
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Image
500 lítra búrið eins og það er í dag, leiðinlegur þessi hárþörungur :?

.
.
.
.
.
.
.
.

Image
Blood Parrotinn í búrinu sínu, hann er í hitaralausu búri þar sem hann er nú þegar búinn að skemma einn hitara og kominn langt með annann

Image
close-up
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Hvernig losnar þú við hárþörunginn ?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég hef ekki náð að losna við hann 100% hingað til, ég held að SAE og RedTailShark myndu gera sitt gagn ef að þú ert með fiska sem láta þá í friði og/eða öfugt
Þessir fiskar lifa ekki korter í mínu búri svo ég þarf að gera eitthvað annað, einhver ráð?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

pípó wrote:Hvernig losnar þú við hárþörunginn ?
þegar allt annað bregst er ráðið að setja kopar 0,5ppm út í búrið í 10 daga meðferð.

lindýr og gotfiskar þola ekki kopar og verður að taka þá úr búrinu , síkliður þola kopar í einhverju magni en er samt varasamt að hafa þær í búrinu á meðan og algjörlega á eigin ábyrgð.

einnig margar plöntutegundir sem leggjast með ræturnar upp í loft í kopar meðferð svo vert er að kynna sér hvað uppáhalds plantan þolir í þeim efnum.

algjör skylda að eiga mælisett sem mælir kopar magn í vatninu þegar maður er að stússast í þessu.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Takk fyrir ráðið

Ég breytti 500 lítra búrinu í dag, ég bætti engu í búrið, allur gróðurinn var bakvið rótina og sást þessvegna ekki
vona varð útkoman:


Image
fyrir

Image
eftir, búrið er enn gruggað og súrefnisríkt svo ég reyni að koma með betri mynd þegar að þetta er komið í jafnvægi aftur





Image
Dæmi um hárþörunginn í búrinu

Image
Black Belt hængur (Veja maculicauda)
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég hef líka verið í vandræðum með þennan þörung. Hef nokkrum sinnum tekið allt upp úr búrinu og skrúbbað allt saman. Hann drepst við það og allt verður svaka flott þar til hann kemur aftur.

Held að birtan skipti miklu máli, held að hann þrífist best við daufa lýsingu og mikinn straum í vatninu. Ég held að besta ráðið sé að skipta allavega einu sinni um vatn í viku (30 - 40%) og auka ljósmagnið eitthvað, en þá kemur auðvitað grænn þörungur í staðinn, þannig að best er að hafa slökkt á búrinu eins mikið og hægt er. En sá græni er mikið viðráðanlegri en þessi hárþörungur. Ef ég hafði bara 2 perur kveiktar í marga daga þá fór hárþörunginn að koma en ef ég kveikti á öllum 8 perunum þá fór sá græni að láta á sér kræla. Þannig að ég held að birtan hafi mest áhrif á hvaða tegundir af þörung vaxa.

Ég hef búrið mitt á timer: 16 tímar slökkt og 8 tíma kveikt. Ef ég fer eitthvað í burtu í lengri tíma þá hef ég slökkt allan tímann.
Post Reply