þannig er mál með vexti að ég er með fiskabúr sem ég startaði í júlí enn allt i fínu með það og er búin að vera með fiska í því og allt búið að vera í fínu nema núna þá er einn fiskur á hverjum degi sem er að deyja fannst ekkert athugavert þegar sá fyrsti fór enn núna eru þeir orðnir 3
á 2 dögum sem mér fynnst orðið soldið mikið
vitiði hvað þetta gæti verið nú erum við að skifta vatninu alveg út ég er alveg ráðalaus og vill helst ekki missa alla fiskana
vantar smá ráð
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Sæl Linda,
Ég held þú verðir að segja svolítið meira frá þessu.
Skiptirðu oft um vatn?
Ertu með loftdælu?
Hvernig hreinsibúnað ertu með?
Eru fiskarnir með bletti eða bólgur áður en þeir drepast?
Og allt sem þú manst eftir, verður þú að telja upp, svo fiskispekingarnir hérna geta svarað þér.
Ps.
Svo á þetta betur heima undir aðstoð.
Ég held þú verðir að segja svolítið meira frá þessu.
Skiptirðu oft um vatn?
Ertu með loftdælu?
Hvernig hreinsibúnað ertu með?
Eru fiskarnir með bletti eða bólgur áður en þeir drepast?
Og allt sem þú manst eftir, verður þú að telja upp, svo fiskispekingarnir hérna geta svarað þér.
Ps.
Svo á þetta betur heima undir aðstoð.
varðandi búri'
já ég er með loftdælu og allt sem á að vera í fiska búri og góða hreinsidælu og allt það er ekki vandamálið
enn sko það eina sem ég sé hjá fiskunum er að þeir klóra sér mikið í sandinn enn annars er ekkert sem ég tek eftir nema einn og einn verða slappir hætta að borða og dægin eftir þá eru þeir farnir engvir flekkir eða neitt
enn sko það eina sem ég sé hjá fiskunum er að þeir klóra sér mikið í sandinn enn annars er ekkert sem ég tek eftir nema einn og einn verða slappir hætta að borða og dægin eftir þá eru þeir farnir engvir flekkir eða neitt
Hér er smá tékklisti sem ég bjó til. Ágætt væri að einhverjir lagfærðu hann.
1.Lýsing sé við hæfi.
2. Hreinsa dælu reglulega, skola filtera með búrvatni og skipta um þær síur sem komnar eru á tíma.
3. Athuga hvort einhver kraftur er á vatninu úr dælu reglulega.
4. Athuga lofttappa sem getur myndast í dælu eftir vatnsskipti.
5. Mæla vatnið reglulega, með tilliti til ammóníu, PH, NO2 og NO3.
6. Ekki setja of kalt/heitt vatn við vatnsskipti, nýtt vatn sé við kjörhitastig.
7. Athuga hita reglulega.
8. Ryksuga botn búrsins reglulega.
9. Athuga hvort nægilegt súrefni sé í búrinu.
10. Setja nýja íbúa í sóttkví í einhvern tíma.
1.Lýsing sé við hæfi.
2. Hreinsa dælu reglulega, skola filtera með búrvatni og skipta um þær síur sem komnar eru á tíma.
3. Athuga hvort einhver kraftur er á vatninu úr dælu reglulega.
4. Athuga lofttappa sem getur myndast í dælu eftir vatnsskipti.
5. Mæla vatnið reglulega, með tilliti til ammóníu, PH, NO2 og NO3.
6. Ekki setja of kalt/heitt vatn við vatnsskipti, nýtt vatn sé við kjörhitastig.
7. Athuga hita reglulega.
8. Ryksuga botn búrsins reglulega.
9. Athuga hvort nægilegt súrefni sé í búrinu.
10. Setja nýja íbúa í sóttkví í einhvern tíma.
Re: varðandi búri'
Hvað með aðalmálið, vatnsskiptin ?linda wrote:já ég er með loftdælu og allt sem á að vera í fiska búri og góða hreinsidælu og allt það er ekki vandamálið
neitt
Þetta hljómar eins og skólabókardæmi um of hátt nitrat.
Ef fiskarnir fara að klóra sér þá er eitthvað að angra þá, það er yfirleitt vegna of mikils nitarats en getur líka verið vegna sníkjudýra eða sveiflna í sýrustigi osf.