Pelvicachromis pulcher

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Pelvicachromis pulcher

Post by Ísarr »

Kribbarnir mínir eru búnir að fá frábæra liti, finnst mér :D , kerlan alltaf að sýna karlinum magann! Fara oft saman í kókóshnetu hellana þeirra!
Vil bara vita ef eitthvað getur hjálpað parinu til að gjóta, er að gefa þeim frosna fæðu. Kem með nokkrar myndir aðeins seinna! :D
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

hummm er þetta vejulegt fyrir svona pulchers? kerlan og kallinn fá stundum svona kippi fullt þeir hristast í nokkrar sekúndur mjög hratt.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ísarr wrote:hummm er þetta vejulegt fyrir svona pulchers? kerlan og kallinn fá stundum svona kippi fullt þeir hristast í nokkrar sekúndur mjög hratt.
Já, mjög eðlilegt, hrygningarferli
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

takk þýðir þetta að þeir eru að fara að hrygna?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það eru bara góðar líkur að þetta blasi við þér fljótlega
Image

par með seiði sem ég tók mynd af á föstudaginn niðri í búð
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Karlinn minn er samt ekki búinn að ná svona góðum litum! :o
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þetta er super red karl

þessi er meira venjulegur
Image

munurinn sést vel hér
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... myndir.htm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Ef ég fæ seiði hvernig er best að ala þau upp?
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

[img][img]http://www.fishfiles.net/up/0709/2bjhfr ... ir_005.jpg[/img][/img]

Pulcherarnir mínir
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

hummm mínir eru með miklu daufari liti heldur enn þínir. Er líkleft að þeir eru að fara að eignast seiði?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

mér finnst nú kerlingin fín hjá þér
karlinn á bara eftir að verða flottari
ef þeim líður vel þá hrygna þau og sjá um seiðin
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Eru til fleiri afbrigði af kribbunum í fiskabúr.is og er ekki í lagi að hafa þær með þessum rauðu ?
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Image
Er það bara ég eða er kallinn að verða daufari á litinn ... :(
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

UNGAR!!!!!
fullt af litlum barna ungum oooh svo sætir :) en já hvað þarf ég að gera fyrir þá? skipta meira um vatn? hvað á ég að mata þá? hjálp hjálp!!!!


Ég er mjög glaður fyrsta gotið mitt :D :D :D
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

mér sýnist að þeir séu að éta þörung?
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Ó NEI mjög mörg seiðin eru farin sýnist bara 4 vera eftir :cry: hvað er að gerast??!!! :cry: :(
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sennilega hafa seiðin verið étin, það er alltaf hætta á því.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

*snökt* hvað líður langt á milli gota hjá pulchers?
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

gætu verið að sumir séu inní hellum??? (vil ekki horfast í augu við sannaleikann)?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held það sé misjafn hvað líður langt á milli hrygninga, ekki hægt að segja nokkuð ákveðið.
Mér finnst ólíklegt að einhver seiði haldi sig inni í helli, þau eru oftast saman í hóp.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

hvernig vatnsskipti þarf ég að hafa fyrir seiðin?
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

skrítið ég sé ekki neina fiska vera að reyna að éta seiðin...
ég er með
1x Microgeophagus altispinosa (maki hans dó)
4x Cardinal tetrur

eru þetta aggresívir fiskar?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er langt því frá hægt að segja að kardiálarnir séu agressívir en það má vel vera að þeir fái sér seiði ef það verður á vegi þeirra.
Hinn þekki ég ekki.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

ennþá 4 eftir :) hélt í morgun að þau væru öll dauð :shock:
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

ÓH NEI tvö seiðin soguðust inní filterinn minn :( :( :( tók hann í sundur og fann 1 setti það í búrið, fylgdist með því en veit ekki hvort það er ennþá lifandi :( vona að ekkert gerist við þá tvo sem eru eftir,
ætla að fá mér nýtt búr á afmælinu :-) þá reyni ég að rækta þá í sér búri :)
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

er með svampfilter (sponge filter) ætti að vera í lægi ennnnn.... :cry:
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

búinn að fatta hver er að éta seiðin, það er Microgeophagus altispinosan hún reyndi að éta eitt af síðustu tveimur seiðunum en seiðið var svo fljótt að það slapp. :cry: og :D
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Komin önnur hrygning, núna eru foreldrarnir mjög góðir.
Aðeins of góðir, þeir eru búnir að drepa 4 fiska.
En seiðin lifa allavegana. :oops:
Ísarr
Posts: 94
Joined: 02 Sep 2007, 18:18
Contact:

Post by Ísarr »

Humm.. pulcherarnir mínir eru að opna munninn á sífellu(anda?),veit ekki hvort það sé venjulegt og stundum fer kerlan hummvið trjábút og syndir fratt framhjá honum þannig að hún snerti hann smá(að klóra sér?).


Getur einhver sagt mér hvort þetta sé venjulegt?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað er langt síðan þú skiptir um vatn ?
Hefur þú mælt nitratið ?
Post Reply