"Skítugt" vatn
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
"Skítugt" vatn
Hæhæ,
Ég er með nýtt 180 lítra búr, vatnið er frekar furðulegt. Það er alltaf eins og það sé skítugt. Það eru reyndar bara nokkrir dagar síðan ég setti það upp. Var að velta fyrir mér hvort vatnið sé bara ennþá að "jafna" sig eða er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af.
Einnig langar mig að spyrja að öðru. Ég er með malawi síkliður, pH gildið á að vera í kringum 8 er það ekki? Það er rétt um 7. Hvernig næ ég pH gildinu upp?
Ég er með nýtt 180 lítra búr, vatnið er frekar furðulegt. Það er alltaf eins og það sé skítugt. Það eru reyndar bara nokkrir dagar síðan ég setti það upp. Var að velta fyrir mér hvort vatnið sé bara ennþá að "jafna" sig eða er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af.
Einnig langar mig að spyrja að öðru. Ég er með malawi síkliður, pH gildið á að vera í kringum 8 er það ekki? Það er rétt um 7. Hvernig næ ég pH gildinu upp?
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it
"Skítugt" vatn
Ég skolaði mölina og grjótið MJÖG vel, þannig að ég held að þetta eigi ekki að geta verið af því. En það er náttúrulega alveg möguleiki. Ef það er eitthvað að koma af mölinni þarf ég þá að moka henni aftur upp úr búrinu og skola aftur eða get ég reddað þessu einhvern vegin öðru vísi?
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it
Ég hef líka oftar en einu sinni skolað möl MJÖG vel en þurft að taka hana upp aftur Ég held þó að ég hafi alltaf verið svo heppin að hafa ekki verið búin að setja fiskana í svo ég gat tæmt búrið alveg.
Ég myndi reyna að tæma búrið til að fá þetta hreint, ég hef verið 3-4 tíma að hreinsa möl. Betra að gefa sér góðan tíma í þetta og losna við allt gruggið í upphafi.
Ég myndi reyna að tæma búrið til að fá þetta hreint, ég hef verið 3-4 tíma að hreinsa möl. Betra að gefa sér góðan tíma í þetta og losna við allt gruggið í upphafi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Hafðu engar áhyggjur ef þú skolaðir sandinn.
Ef vatnið er gráleitt þá er þetta alveg eðlilegt, þetta kemur bara þegar vatn er sett í glæný búr, þetta fer á 2-3 dögum.
Hafðu líka engar áhyggjur af pH, þú getur náð því upp með skeljasandi eða skeljabroðum sem þú setur í búrið eða dæluna. Sýrustig er reyndar ekkert stóratriði hjá Malawi sikliðum ef það helst stöðugt. Hjá mér er það um 7.0-7.5
Ef vatnið er gráleitt þá er þetta alveg eðlilegt, þetta kemur bara þegar vatn er sett í glæný búr, þetta fer á 2-3 dögum.
Hafðu líka engar áhyggjur af pH, þú getur náð því upp með skeljasandi eða skeljabroðum sem þú setur í búrið eða dæluna. Sýrustig er reyndar ekkert stóratriði hjá Malawi sikliðum ef það helst stöðugt. Hjá mér er það um 7.0-7.5
"Skítugt" vatn
Þetta er meira brúnleitt en gráleitt. Mig grunar helst að þetta sé af grjótinu frekar en mölinni... sem betur fer, þarf þá ekki að rífa allt upp úr búrinu.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it
Ekki ertu með rót í búrinu hjá þér ?, það kemur ofm mjög mikið úr þeim fyrsta skiptið sem þær eru settar í vatn
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Rót
Nei, engin rót.
Ætla að taka grjótið í kvöld og fara bara í það að "sótthreinsa" það, eða eins nálægt því og maður getur með hreint vatn og nýjan bursta. Skipta svo um stóran hluta af vatninu og sjá hvað það gerir. Ef vel kemur út er aldrei að vita nema maður skelli inn þræði fyrir búrið fljótlega.
Ætla að taka grjótið í kvöld og fara bara í það að "sótthreinsa" það, eða eins nálægt því og maður getur með hreint vatn og nýjan bursta. Skipta svo um stóran hluta af vatninu og sjá hvað það gerir. Ef vel kemur út er aldrei að vita nema maður skelli inn þræði fyrir búrið fljótlega.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it
ef vatnið er eitthvað svona eins og þoka or some, kanski það mikið að þðu sjáir ekki fiskana í búrinu hjá þér þá gæti það verið sandurinn, stundum þegar þú kaupir sand í búrið þá er hann ekki endilega hreinn, svo það er gott að hreinsa sandinn
t.d eins og ég gerði þegar ég lenti í þessu þá tók ég allann sandinn upp úr og setti hann í fötu, fór með hann út í garð og náði í garðslönguna, og sprautaði ofan í hann þar til vatnið hætti að verða skítugt, gott og auðvelt að hreinsa hann þannig
t.d eins og ég gerði þegar ég lenti í þessu þá tók ég allann sandinn upp úr og setti hann í fötu, fór með hann út í garð og náði í garðslönguna, og sprautaði ofan í hann þar til vatnið hætti að verða skítugt, gott og auðvelt að hreinsa hann þannig
vatnið
Ég fékk botn í þetta, grjótið sem ég var með í búrinu var frekar "holótt" og ég hafði ekki náð mold sem var í sumum holunum almennilega þegar ég þvoði grjótið fyrst. Reyndi að skrúbba grjótið aftur og skipti um vatn en allt fór á sama veg. Þannig að ég tók grjótið og skipti út. Vatnið er rosalega fínt núna alveg kristaltært
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it