Ég var semsagt að fjárfesta í Juwel Trigon 350 lítra hornbúri með bogadreginni framhlið
-búrið keypti ég notað nýlega, þökk sé Hlyn (Vargur) þá er fíneríið nú komið á mitt heimili og hefur fengið andlitslyftingu DeLuxe.
Búrið og skápurinn voru svart. Ég er engan veginn þessi "svart búr" týpa, vildi hressa upp á eðalgripinn;
-skrúfaði skápinn í sundur í öreindir, límdi Mahogny-viðarfilmu af mikilli alúð & upplifun á gripinn, endaði síðan á rammanum á tanknum sjálfum
..- og VOILÁ; verð nú að segja eins og er að mér finnst þetta mjög vel heppnað - mikið vandaverk & nákvæmnisvinna en flugbeittur dúkahnífur og góð skæri eru málið.
Ég er smámunasöm og sérvitur kona - sumir sem þekkja mig vel brosa út í annað yfir veseninu í mér ... en ég vildi semsagt BARA Juwel Trigon 350 og ekkert annað ... "Beech", "Black" & "Dark Wood" fannst mér hreinlega ekki nógu fullkomlega perfect fyrir mína x-ray vision & smámunasemi ... þannig að úr varð að gera þetta barasta sjálf!
En svona áður en þið pantið sjúkrabíl til að flytja mig á geðdeild
- í spennitreyju & á lyfjum sem fá mig til að slefa -
...þá er best að setja inn hér nokkrar myndir svo að þið sannfærist og afpantið helvítis sjúkrabílinn..
Ó, og bara svona til að nefna það, þá er ég alls ekki nógu góður ljósmyndari .. sennilega vegna þess að myndavélin mín er "Point & Shoot" dót - er maaaargar sekúndur að fókusera og með verulega lélegan shutter - ljósopið hreinlega virkar ekki nema með engum aðdrætti á blessuðu ruslinu (Kodak Easy Share LS 755)
Hér er hinn hæverski látlausi Tebolli kominn á sinn stað á bakvið Chesterfield Frúarinnar á Wisteria Lane;

önnur mynd tekin svona hinsegin - smá svona flass á glerinu spes fyrir Varginn sem elskar svoleiðis punt;

Mahogny mublan:


..og hérna koma svo fullt af myndum af "Fjölskyldunni Slor&Roð"
Kvikindin neita að vera kyrr rétt á meðan ég smelli af..;
hér koma Malawi síkliður;



Svipaður en minni - þetta er víst blá Hrygna og Hængurinn er að skifta um lit úr bláu í gult ;

ógó fínar trjárætur frá henni Afríku (Dýragarðurinn);

..þessi er eins og andlit svei mér þá;

Óskar Ögmundur - ekkert hrifinn af myndavélinni ;



Meira Malawi - þessi er bráðskemmtilegur og býr til holu fyrir kéddlíngu sem er ekki einu sinni í búrinu .. hvað þá væntanleg;



"Blubbus Vulgaris" (..Brúsknefur??) ;

ómg! maaaargar myndir
