Grænt vatn :/

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Grænt vatn :/

Post by iriser »

Hvað er til ráða þegar vatnið í búrinu verður grænt?
Ég setti búrið upp fyrir ca 4 vikum síðan. Hef skipt um vatn einu sinni í viku og þá ca 30% Eftir að einn saulosi fékk eitthvað skrýtið á sig og drapst þá skipti ég um ca 50% en svo drapst annar fyrir nokkrum dögum og þá skipti ég út ca 80% af vatninu. Þessi stóru vatnsskipti voru núna fyrir ca 3 dögum og eftir það fór vatnið að verða svona grænt.

Er eithvað sem ég get gert eða er þetta kannski bara hluti af "cycle" ferlinu?
Þetta amk er ekkert svo skemmtilegt að horfa á :?

Svona lítur búrið út núna:
Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það gæti verið að þessi stóru vatnskipti urðu til þess að búrið fór aftur í "Cycling", en hvað ertu að hafa kveikt á ljósinu lengi hvern dag ?

Ég geri aldrei meira en 50% vatnskipti sama hvað gengur á
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

Green aquarium water is caused by free-floating single celled green algae.With the correct conditions single cell green algae is very prolific. So prolific that there are literally billions and billions of the green algae free-floating in your aquarium water, enough to cause your water to turn green.
The most common cause of green water in your aquarium is direct sunlight hitting your tank or a very bright sunlit room. The first step is to reduce or eliminate the sunlight that is hitting your aquarium or entering the room.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er bara þörungablómi sem er nokkuð algengur í nýjum búrum og búrum sem mikil dagsbirta skín á.
Hafðu ljósið slökkt í nokkra daga og passaðu að ekki skíni mikil dagsbirta á búrið, gefðu lítið sem ekkert fóður og þegar þetta er farið skiptu þá út ca 50% af vatninu.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Ég stefni ekki á að hafa svona stór vatnsskipti en þorði ekki öðru eftir þessi veikindi. Getur séð hér hvernig fiskurinn varð: :?
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1370

Annars er ég með ljósin kveikt ca 12 tíma á dag. Kveiki í hádeginu og er að slökkva svona ca 10-12 á kvöldin.

Svo jú stundum skín sólin á búrið í smá stund. Inn um "gaflinn" á búrinu. Á eftir að fá mér eitthvað fyrir gluggann. Þarf að drífa í því.

Ef það er þessi græni þörungur í vatninu, er þá ekki hægt að losna við hann með vatnsskiptum??
Eða er ekki sniðugt núna að skipta út vatni því búrið er að aðlagast aftur eftir stóru vatnsskiptin??
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Vargur wrote:Þetta er bara þörungablómi sem er nokkuð algengur í nýjum búrum og búrum sem mikil dagsbirta skín á.
Hafðu ljósið slökkt í nokkra daga og passaðu að ekki skíni mikil dagsbirta á búrið, gefðu lítið sem ekkert fóður og þegar þetta er farið skiptu þá út ca 50% af vatninu.
Ok, geri það, takk :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Myndi ekki skipta út meira af vatni, minkaðu bara ljós tíman á búrinu/slökva alveg ef þú hefur engar plöntur og þá ætti þetta að fara eftir nokra daga
Kv. Jökull
Dyralif.is
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Squinchy wrote:Myndi ekki skipta út meira af vatni, minkaðu bara ljós tíman á búrinu/slökva alveg ef þú hefur engar plöntur og þá ætti þetta að fara eftir nokra daga
Ég er reyndar með smá plöntur sem eru að vaxa, mun ljósleysið drepa þær?? Plönturnar sjást varla á myndinni þær eru nefnilega ekki orðnar stórar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flestar plöntur þola ljósleysi í smá tíma en þú getur líka komið þeim fyrir einhverstaðar í betra ljósi.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Sé bara til og vona þær lifi.

Edit: og að sjálfsögðu, takk allir fyrir svörin :D
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Ætti þetta ekkert að vera að minnka með tímanum? Vatnið er orðið mun grænna en það var :?
Myndi það bæta eitthvað ef ég skipti út vatni núna? Kannski 30-40%?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnskipti skemma bara fyrir, smá þolinmæði, þetta hlýtur að hverfa fljótlega. Ertu nokkuð að stelast til að gefa fiskunum ?
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Ok, sleppi því þá að skipta. Ég hef einu sinni gefið þeim pínu lítið, annars ekkert, bara af því þú sagðir lítið sem ekkert þá gaf ég þeim smá, minnir að það hafi bara verið í gærkvöldi.
En ef þetta þarf bara þolinmæði þá bara verð ég þolinmóð. :D
Ég setti teppi yfir búrið í fyrradag svo það fer eiginlega ekkert ljós inn í það.
Hvað er eðlilegt að þetta taki langan tíma að jafna sig? Og af hverju gerist þetta í nýjum búrum?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta gerist sennilega í nýjum búrum vegna þessa að þar er mikið ójafnvægi og þá hugsanlega góð skilyrði fyrir þörunginn.

Ég lenti í þessu um daginn í 240 l búri sem ég var að setja upp á Dvalarheimilinu Grund, þar slökkti ég ljósið og bað kerlurnar að gefa nánast ekkert, kom aftur eftir viku og þá var vatnið kristaltært.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Jæja, ok, þá bara bíð ég róleg :D
Takk fyrir upplýsingarnar!
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Jæja, þá er búið að vera slökkt á búrinu í viku og það er ekki orðið gott. Á ég að svelta fiskana mikið lengur?? Fara þeir ekkert að drepast úr hungri ef ég gef þeim ekkert?

Og varðandi vatnið, á ég bara að bíða lengur þar til það verður tært?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ansi langur tími. :? Það er allt í lagi að gefa fiskunum aðeins.
Fyrst kominn er svona langur tími þá er kannski spurning að skipta út vatni en hafa samt ljósið slökkt áfram í nokkra daga.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Jábbs, prufa það og gef fiskunum núna, þeir eru bara í felum :?
Vonandi hefur þetta ekki vond áhrif á þá.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Kannski eitt, hvað ætti ég að skipta út miklu vatni??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi sjálfur skipta um 50% eða meira.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Ok, takk
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Þetta ætlar að verða eiflífðar vandamál :(
Vatnið varð ágætt eftir að ég skipti út ca 50% af vatninu en núna er það svo grænt að það sést varla í bakgrunninn :(
Hvað er hægt að gera í svona stöðu? Ekki mikil prýði af stóru búri með grænu vatni í :?
Ég setti teppi fyrir þannig að sólin skín ekki á búrið en ég get náttúrulega ekki komið alveg í veg fyrir að það komi dagsbirta á búrið.

Hvað segið þið snillingar? Hefur ekki einhver lausnina fyrir mig?
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

ég skal bara kaupa búrið með græna vatnið af þér fyrir 15þús þá losnar þú við græna vatnið :lol:
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

thunderwolf wrote:ég skal bara kaupa búrið með græna vatnið af þér fyrir 15þús þá losnar þú við græna vatnið :lol:
Ræt! 8)
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

iriser

ég mundi byrja uppá nýtt ef ekkert annað gengur, þ.e. skipta um allt vatnið, taka allt uppúr og gera allt fínt aftur
Ég var með sama vesen í littlu búri fyrir rúmu ári eða svo, ekkert gekk, skipti um allt að 70%, en alltaf varð það grænt aftur, ég gafst upp og gerði 100% vatnsskipti
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Gudjon wrote:iriser

ég mundi byrja uppá nýtt ef ekkert annað gengur, þ.e. skipta um allt vatnið, taka allt uppúr og gera allt fínt aftur
Ég var með sama vesen í littlu búri fyrir rúmu ári eða svo, ekkert gekk, skipti um allt að 70%, en alltaf varð það grænt aftur, ég gafst upp og gerði 100% vatnsskipti
Virkaði það með litla búrið? Varð það fínt eftir að þú byrjaðir uppá nýtt? Varð vatnið ekki aftur grænt?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Já já nei

finnst þér líklegt að ég væri að sega frá þessu ef þetta hefði ekki virkað?
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Einn veit aldrei :?
En takk fyrir, athuga með að skipta alveg ef enginn hefur aðra töfralausn ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Spurning um skipta um vatn og setja svo þörungabana í vatnið, þú færð hann sennilega í næstu verslun.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Vargur wrote:Spurning um skipta um vatn og setja svo þörungabana í vatnið, þú færð hann sennilega í næstu verslun.
Já líst betur á að prufa það fyrst áður en ég umturna öllu búrinu og byrja uppá nýtt. Fæst þetta hjá fiskabur.is?
Post Reply