Trigon-350, "Tebolli" Frúarinnar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Trigon-350, "Tebolli" Frúarinnar
Jæja, eins of lofað var .. hér koma myndir af slortanknum fína ...
Ég var semsagt að fjárfesta í Juwel Trigon 350 lítra hornbúri með bogadreginni framhlið
-búrið keypti ég notað nýlega, þökk sé Hlyn (Vargur) þá er fíneríið nú komið á mitt heimili og hefur fengið andlitslyftingu DeLuxe.
Búrið og skápurinn voru svart. Ég er engan veginn þessi "svart búr" týpa, vildi hressa upp á eðalgripinn;
-skrúfaði skápinn í sundur í öreindir, límdi Mahogny-viðarfilmu af mikilli alúð & upplifun á gripinn, endaði síðan á rammanum á tanknum sjálfum
..- og VOILÁ; verð nú að segja eins og er að mér finnst þetta mjög vel heppnað - mikið vandaverk & nákvæmnisvinna en flugbeittur dúkahnífur og góð skæri eru málið.
Ég er smámunasöm og sérvitur kona - sumir sem þekkja mig vel brosa út í annað yfir veseninu í mér ... en ég vildi semsagt BARA Juwel Trigon 350 og ekkert annað ... "Beech", "Black" & "Dark Wood" fannst mér hreinlega ekki nógu fullkomlega perfect fyrir mína x-ray vision & smámunasemi ... þannig að úr varð að gera þetta barasta sjálf!
En svona áður en þið pantið sjúkrabíl til að flytja mig á geðdeild
- í spennitreyju & á lyfjum sem fá mig til að slefa -
...þá er best að setja inn hér nokkrar myndir svo að þið sannfærist og afpantið helvítis sjúkrabílinn..
Ó, og bara svona til að nefna það, þá er ég alls ekki nógu góður ljósmyndari .. sennilega vegna þess að myndavélin mín er "Point & Shoot" dót - er maaaargar sekúndur að fókusera og með verulega lélegan shutter - ljósopið hreinlega virkar ekki nema með engum aðdrætti á blessuðu ruslinu (Kodak Easy Share LS 755)
Hér er hinn hæverski látlausi Tebolli kominn á sinn stað á bakvið Chesterfield Frúarinnar á Wisteria Lane;
önnur mynd tekin svona hinsegin - smá svona flass á glerinu spes fyrir Varginn sem elskar svoleiðis punt;
Mahogny mublan:
..og hérna koma svo fullt af myndum af "Fjölskyldunni Slor&Roð"
Kvikindin neita að vera kyrr rétt á meðan ég smelli af..;
hér koma Malawi síkliður;
Svipaður en minni - þetta er víst blá Hrygna og Hængurinn er að skifta um lit úr bláu í gult ;
ógó fínar trjárætur frá henni Afríku (Dýragarðurinn);
..þessi er eins og andlit svei mér þá;
Óskar Ögmundur - ekkert hrifinn af myndavélinni ;
Meira Malawi - þessi er bráðskemmtilegur og býr til holu fyrir kéddlíngu sem er ekki einu sinni í búrinu .. hvað þá væntanleg;
"Blubbus Vulgaris" (..Brúsknefur??) ;
ómg! maaaargar myndir hætt í bili
Ég var semsagt að fjárfesta í Juwel Trigon 350 lítra hornbúri með bogadreginni framhlið
-búrið keypti ég notað nýlega, þökk sé Hlyn (Vargur) þá er fíneríið nú komið á mitt heimili og hefur fengið andlitslyftingu DeLuxe.
Búrið og skápurinn voru svart. Ég er engan veginn þessi "svart búr" týpa, vildi hressa upp á eðalgripinn;
-skrúfaði skápinn í sundur í öreindir, límdi Mahogny-viðarfilmu af mikilli alúð & upplifun á gripinn, endaði síðan á rammanum á tanknum sjálfum
..- og VOILÁ; verð nú að segja eins og er að mér finnst þetta mjög vel heppnað - mikið vandaverk & nákvæmnisvinna en flugbeittur dúkahnífur og góð skæri eru málið.
Ég er smámunasöm og sérvitur kona - sumir sem þekkja mig vel brosa út í annað yfir veseninu í mér ... en ég vildi semsagt BARA Juwel Trigon 350 og ekkert annað ... "Beech", "Black" & "Dark Wood" fannst mér hreinlega ekki nógu fullkomlega perfect fyrir mína x-ray vision & smámunasemi ... þannig að úr varð að gera þetta barasta sjálf!
En svona áður en þið pantið sjúkrabíl til að flytja mig á geðdeild
- í spennitreyju & á lyfjum sem fá mig til að slefa -
...þá er best að setja inn hér nokkrar myndir svo að þið sannfærist og afpantið helvítis sjúkrabílinn..
Ó, og bara svona til að nefna það, þá er ég alls ekki nógu góður ljósmyndari .. sennilega vegna þess að myndavélin mín er "Point & Shoot" dót - er maaaargar sekúndur að fókusera og með verulega lélegan shutter - ljósopið hreinlega virkar ekki nema með engum aðdrætti á blessuðu ruslinu (Kodak Easy Share LS 755)
Hér er hinn hæverski látlausi Tebolli kominn á sinn stað á bakvið Chesterfield Frúarinnar á Wisteria Lane;
önnur mynd tekin svona hinsegin - smá svona flass á glerinu spes fyrir Varginn sem elskar svoleiðis punt;
Mahogny mublan:
..og hérna koma svo fullt af myndum af "Fjölskyldunni Slor&Roð"
Kvikindin neita að vera kyrr rétt á meðan ég smelli af..;
hér koma Malawi síkliður;
Svipaður en minni - þetta er víst blá Hrygna og Hængurinn er að skifta um lit úr bláu í gult ;
ógó fínar trjárætur frá henni Afríku (Dýragarðurinn);
..þessi er eins og andlit svei mér þá;
Óskar Ögmundur - ekkert hrifinn af myndavélinni ;
Meira Malawi - þessi er bráðskemmtilegur og býr til holu fyrir kéddlíngu sem er ekki einu sinni í búrinu .. hvað þá væntanleg;
"Blubbus Vulgaris" (..Brúsknefur??) ;
ómg! maaaargar myndir hætt í bili
Last edited by Kristín F. on 26 Sep 2007, 11:42, edited 2 times in total.
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Ég myndi pottþétt hirða svoleiðis ef hann yrði á vegi mínum ( er búin að vera á leið í Skagafjörðinn ansi lengi)Jónbi wrote:Þessir holóttu steinar er nokkuð algengir hér í Skagafirði hvar nákvæmlega er ég ekki alveg viss en get komist að því.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
takk öll - ég er mjög ánægð með þetta og gersamlega emja af velþóknun.
segiði mér eitt; ...ég keypti nýjar perur í gær í búrið
-það eru 4 perur í lokinu, voru "Daylight" og "Warmlight" með warmlight fremst. Mér fanns birtan svolítið gul og keypti 2 gróðrarperur sem eru aftast og í miðju.
Pera nr 2 talið aftanfrá, er blá-grænleit Aqua-something og skýrir litina í fiskunum mjög, þeir eru rosa flottir bláir og Demantasíkliðurnar hreinlega glansa.
En Oscar greyið sem er mosagrænn, fær á sig furðulegan bláleitan bjarma og lítur út eins og Marhnútur frá Mars
..en, fremst er venjuleg Aqua-eitthvað sem gefur líka bláleitan bjarma;
-ég skipti henni út fyrir "Warmlight" og fannst það of gulbleikt, finnst vanta milliveginn..
-ætti ég að hafa "Daylight" fremst kannski?
-til að fá hlýrri & dempaðri birtu fremst?
Hvað segið þið, sjóuðu & reyndu Professionals ..??
p.s. birtan af búrinu núna minnir á gróðrarstíu dópista;
-svona "útfjólublátt" eitthvað
segiði mér eitt; ...ég keypti nýjar perur í gær í búrið
-það eru 4 perur í lokinu, voru "Daylight" og "Warmlight" með warmlight fremst. Mér fanns birtan svolítið gul og keypti 2 gróðrarperur sem eru aftast og í miðju.
Pera nr 2 talið aftanfrá, er blá-grænleit Aqua-something og skýrir litina í fiskunum mjög, þeir eru rosa flottir bláir og Demantasíkliðurnar hreinlega glansa.
En Oscar greyið sem er mosagrænn, fær á sig furðulegan bláleitan bjarma og lítur út eins og Marhnútur frá Mars
..en, fremst er venjuleg Aqua-eitthvað sem gefur líka bláleitan bjarma;
-ég skipti henni út fyrir "Warmlight" og fannst það of gulbleikt, finnst vanta milliveginn..
-ætti ég að hafa "Daylight" fremst kannski?
-til að fá hlýrri & dempaðri birtu fremst?
Hvað segið þið, sjóuðu & reyndu Professionals ..??
p.s. birtan af búrinu núna minnir á gróðrarstíu dópista;
-svona "útfjólublátt" eitthvað
Frábært búr og steinninn er alveg géggjaður
*Jónbi þú ferð í það mál að finna staðsettningu á þessu fyrir okkur hin
*Jónbi þú ferð í það mál að finna staðsettningu á þessu fyrir okkur hin
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
takk & meira takk
Skúli; Brúsknefurinn er 4ra ára gamall og er frá F&F (Tjörva)
Hlynur; takk fyrir ráðin - setti daylight fremst og málið er dautt
-en ... speglar?? verður þá ekki of mikil birta = grænþörungar?
-eða eru speglar nauðsynlegir fyrir gróðurinn kannski?
-enlighten me, please
p.s. Sé fyrir mér Fiskaspjall-strolluna bruna í Skagafjörðinn og rogast með grjótið í bílana sína ... keyra svo með drekkhlaðnar drossíur yfir Holtavörðuheiðina
Skúli; Brúsknefurinn er 4ra ára gamall og er frá F&F (Tjörva)
Hlynur; takk fyrir ráðin - setti daylight fremst og málið er dautt
-en ... speglar?? verður þá ekki of mikil birta = grænþörungar?
-eða eru speglar nauðsynlegir fyrir gróðurinn kannski?
-enlighten me, please
p.s. Sé fyrir mér Fiskaspjall-strolluna bruna í Skagafjörðinn og rogast með grjótið í bílana sína ... keyra svo með drekkhlaðnar drossíur yfir Holtavörðuheiðina
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Tveir Bulldog að "spjalla"
Demantasíkliðu krútt frá henni Hugrúnu;
Meiri krútt - tvær Malawi kvk sem heita eitthvað fínt á Latínu (Auratus minnir mig);
"Vision";
Demantasíkliðu krútt frá henni Hugrúnu;
Meiri krútt - tvær Malawi kvk sem heita eitthvað fínt á Latínu (Auratus minnir mig);
"Vision";
Last edited by Kristín F. on 26 Sep 2007, 11:38, edited 1 time in total.
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact: