Vatnsskipti með slöngu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Þetta hef ég aldrei heyrt, það er að hitaveituvatnið hér sé upphitað kalt vatn frá OR eða gömlu Hitaveitu Reykjavíkur og tel að um misskilning sé að ræða.
Ég hef hinsvegar búið í tveimur fjölbýlishúsum þar sem settur var forhitari við inntaksgrind vatnsins. Í öðru tilfelli var það á Seltjarnarnesi og var gert vegna þess að heita vatnið úr borholum á Nesinu var svo sjóblandað að það hefði tært sundur lagnir á skömmum tíma.
Í hinu tilfellinu var það ákvörðun húsfundar að setja forhitara við inntaksgrind og þá aðeins fyrir heitt neysluvatn, þetta var í Reykjavík. Það getur verið mjög varasamt að hita svona kalt vatn í gömlum húsum. Því kísill kemur í veg fyrir tæringu röra. Upphitað kalt vatn getur tært mun meira heldur en hitaveituvatn, nema hitaveituvatnið sé sjóblandað.

Ef Orkuveitan myndi taka upp á því að hita upp kalt vatn í gömlu hverfunum myndi hún væntanlega verða skaðbótaskyld þegar lagnirnar tærðust í sundur með tilheyrandi tjónum.
Þeir geta þó hugsanlega gert þetta í nýrri hverfum, en það væri heimskulegt, vegna þess að við það tapaðist orka og neytendur þyrftu að borga meira til upphitunar húsa sinna.
Ég held þeir verði að blanda vatni við á háhitasvæðum, en þekki það ekki nógu vel.

Ég bendi ykkur á þessa reglugerð.

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... 2/194-1993
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Systa var nú í skoðunar ferð á vegum vatnsveitunar fyrir svona 3 vikum og þar var sagt að allt heitavatnið í rvk er venjulegt upphitað vatn, afhverju ættu þeir að ljúga því í svona kynningar ferð ?, mér dettur allavegana engin hagnaðar kenning í hug :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mig minnir að heita vatnið sem kemur upp úr borholum sé nokkurhundruð gráður, og þessvegna er því blandað með köldu vatni (1/3 hlutfall eða svo) þannig að kalt vatn er aðal uppistaðan í heitu vatni (lol)... En það er heitavatnsborholuvatn í þessu samt sem áður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Það sem Systa heyrði og sagði þér frá getur verið alveg rétt. Vegna þess að þetta vatn sem kemur upp úr borholunum var upphaflega kalt rigningarvatn sem rann ofan í jarðskorpuna og þegar það kom í heitu svæðin, þá hitnaði það eðlilega og tók þar í sig fullt af efnum td. kísil, en það er ekki sama og þegar við tölum um upphitað kalt vatn. Þá erum við að tala um kalt vatn sem kemst aldrei í snertingu við hitaveituvatnið né efnin sem í því eru og er því áfram með sama efnainnihald þó það hafi hitnað.

Ég fann upplýsingar um innihald hitaveituvatns ofl. um allt land. Þetta er á heimasíðu þar sem verið er að gefa hönnuðum og pípurum ráð um efnisval vegna þess að hitaveituvatnið er ekki allstaðar eins.


http://www.lagnaval.is/leita.php?Ref=1&bh=1


Og enn meiri upplýsingar. Á háhitasvæðum eins og í Svartsengi (hjá Bláa lóninu) og á Nesjavöllum er gufan notuð til raforkuframleiðslu og eftir það þá er kalt vatn hitað upp og sent til neytenda. Systa hafði rétt fyrir sér :D
Á lághitasvæðum fer heitavatnið beint til neytenda sem venjulegt hitaveituvatn.
Meira um það hér.

http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/S ... %C3%9E.pdf
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi umræða er orðin nokkuð furðuleg, hér er þetta svart á hvítu.
Þetta er tekið af vef Orkuveitunar.
Á Nesjavöllum er jarðhitinn notaður til að hita upp kalt grunnvatn sem veitt er til Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar.
Ég var að lesa um allt ferlið um daginn en fann ekki síðuna núna, ferlið er þannig að kalt vatn er tekið úr borholu við Þingvelli og hitað í x gráður, engu heitu vatni er blandað við það, því er svo veitt til heimila í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Í nýrri hverfum þar sem lagnir eru nýlegar og ekki fullar af kísil og öðrum efnum er vatnið hæft til drykkjar og í alla matargerð td. til að spara rafmagn.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Furðuleg já, en þetta er samt verðugt umræðuefni, því fiskarnir okkar eru svamlandi í þessum vökva.

Nesjavellir eru háhitasvæði og vatnið þaðan er forhitað kalt vatn sem búið er að taka súrefni úr því það veldur tæringu. Til að tryggja að súrefni komist ekki í vatnið er örlítið brennsteinsvetni sett út í það og það tryggir einnig "góðu lyktina" af hitaveituvatninu í Reykjavík.
Heimild:
http://or.is/media/files/Islenska.pdf

Hitaveituvatnið af lághitasvæðum er ekki upphitað kalt vatn.

Af síðu OR.
"Þeir eru færri sem vita, að meira en helmingur af því heita vatni, sem notað er til húshitunar á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu, kemur frá Reykjaveitu í Mosfellsbæ."

http://or.is/Forsida/Gestiroggangandi/H ... ykjaveita/
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég nota bara sjó í búrið mitt,kisill og brennisteinn hvað! :lol:
Post Reply