Seiði óskast

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Seiði óskast

Post by Gunnsa »

Ég óska eftir molly eða platy seiðum, eða einhverju sem passar með guppy, molly, platy, ancristu, sea og bardagafiski. Helst ódýrt eða gefins

Svo væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvar ég get fengið nóg af svörtum sandi / fínni möl í 160L í búr. Og hvar ég get fengið svona tölvustýrðan kveikjara (kveikir og slekkur eftir fyrirfram stilltum tíma)
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Svona tímastillarar eru oft til í Rúmfó á lítinn pening.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Þú færð þennan tímarofa í rafvöruverslunninni í fellsmúla skáhalt á móti góða hirðinum!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

tímastillar fást einnig í Byko
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Hvað eru tímarofarnir að kosta svona ca?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held það sé um 5-600 kr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég myndi kaupa svona tíma rofa sem er með frekar litlum, slettum tönnum, ég er með ein ódýran hjá mér (700.kr) og hann er algjört rusl, tímasetningin er engin og bara hreint rusl, er með annan frá byko með frekar fínngerðum tönnum og hann heldur sér á réttum tíma og virkar vel´síðan eru líka til digital en þeir eru að kostan svona nálægt 5000.kr
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég er með svona digital græju sem kostaði tæpan 2000 kall í byko
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

það er 35% afsláttur af VI-KO raflagnaefni í BYKO í dag
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Post by ragz »

Ég er með svona digital tímastilli, mjög þæginlegur og auðveldur og svínvirkar... keypti hann í Europris á cirka 1000 kall
Post Reply