Kasólétt platty kelling

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

Kasólétt platty kelling

Post by Skrudda »

Hæhæ, í gotbúrinu mínu er KASÓLÉTT platty kerling, hún er orðin svo sver að hreistrið á bakinu og neðst á kviðnum á henni er farið að standa út í loftið. Er þetta ekki annars út af óléttunni, eða er hún kannski bara veik? Hún hefur x2 komið með seiði áður, en aldrei orðið svona svakaleg.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er sennilega dropsy. Dropsy er bakteríusýking sem lýsir sér svona, fiskurinn þenst út og hreistrið stendur út. Sjúkdómurinn er ekki bráðsmitandi en þó er mælt með að fjarlæga strax veika fiska úr búrinu.
Þetta er hægt að lækna á fyrstu stigum sjúkdómsins með bakteríudrepandi lyfjum eða salti.
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

Dropsy

Post by Skrudda »

Skellti henni í sér búr, nú liggur hún í "saltpækli". Sjáum til hvað það gerir fyrir frúna.
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
User avatar
Skrudda
Posts: 58
Joined: 19 Aug 2007, 23:42
Location: Akureyri

:(

Post by Skrudda »

Jæja þar fór það. Þegar ég kom á fætur í morgun var daman látin :(
When I discovered the meaning of life... they bloody well changed it :(
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Þetta er sennilega dropsy. Dropsy er bakteríusýking sem lýsir sér svona, fiskurinn þenst út og hreistrið stendur út. Sjúkdómurinn er ekki bráðsmitandi en þó er mælt með að fjarlæga strax veika fiska úr búrinu.
Þetta er hægt að lækna á fyrstu stigum sjúkdómsins með bakteríudrepandi lyfjum eða salti.
Ég held að ég sé með platy karl sem er með þetta, hvað þarf hann mikið af salti?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

5-10 gr á hverja 10 lítra, jafnvel meira, platy þola vel salt.
Post Reply