Sæl öll sömul!
Þetta er kjaratilboð fyrir fiskaáhuga. Ég er að selja fiskana mína og búrið sem þeir eru í.
Stærðin á búrinu er:
500 Lítrar
Breidd: 175 cm
Dýpt: 42.5 cm
Hæð: 66 cm
Sverleiki glers: 10mm
Þetta er til dæmis flott búr fyrir discusa og skalla vegna þess að það er frekar hátt, en það er ekki þar með sagt að aðrir fiskar komist ekki fyrir í það. Flúorperustæði sem ég fékk með því er með einni blárri (T8) og einni hvítri (T5). Ég hengdi það bara í loftið með keðjum og krókum í loftið en það er líka hægt að hafa það liggjandi ofaná búrinu. Tímastillir fyrir ljósið fylgir frítt með.
Undirstaðan á búrinu er heimasmíðuð. Hún samanstendur úr tveimur 25mm birkikrossviðs plötum sem er það sterkasta sem hægt var að fá, og ég bæsaði það í 'mahogany' lit og 10 stk holsteinum (gömlu vikursteinarnir) sem eru léttir en geta borið mjög þungt.
Mynd af búrinu
http://www.tjorvar.is/spjall/download.php?id=5282
Tunnudælan er sú stæðsta hjá AM-TOP Professional 3338 og er 3ja hólfa og er fyrir 600 - 750 L búr. Hún dælir um 1200l/klst og er tunnan 7,5l. stór. Orkan(rafmagnið) sem hún tekur er um 35W. Matrix [Seachem] steinar fylgja með dælunni sem gera það að verkum að flóran í búrinu viðhellst og brotnar ekki. Þeir passa einnig uppá nitrat og hörku magn í vatninu [BIO-filter].
40 kg af svartri möl (Onyx Black frá Aquastabil) er í búrinu og slatti af grjóti og smá lifandi gróður sem ég veit ekki hvað heitir, en hún er með löngum stórum stilkum og löng sívala blöð. Þessi planta fjölgar sér sjálf og hefur langan líftíma og auk þess þá nærist hún mikið á þörung í vatninu sem er enn betri kostur.
Óskarana [Astronotus ocellatus] fékk ég í sumar á sama tíma og búrið ég hugsa að þeir séu ca. 1 ára gamlir eða rétt rúmlega það og um það bil 10-13 cm stórir. Þeir samanstanda af 2 Tiger Red og 4 Albino/Lutino. Fyrir þá sem ekki vita neitt um þennan fisk geta skoðað það hér
http://www.tjorvar.is/html/astronotus_ocellatus.html
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Gre ... einar3.htm
http://www.aquahobby.com/gallery/e_oscar.php [Enska]
Gibbarnir/Pleggarnir eru frekar stórir í búrinu og er annar ca 18 cm og hinn 23-24 cm stór og held ég að þetta séu bæði kvk pleggar að ég held.
Ég er tilbúinn til að koma á móts við fólk og selja þetta í sitthvoru lagi eða eftir ósk.
Verðhugmynd
Ég vill hellst fá tilboð í þetta battery en verðhugmyndin fyrir allt saman er 85 þúsund en ekki endanlegt verð... verið bjartsýn og gerið tilboð!
Búrið / Ljósið: 45 þúsund
Undirstaðan: 5 þúsund
Mölin / Steinar: 10 þús.
Dælan 15 þúsund
Oscararnir: 4 þúsund pr. stk
Pleggarnir: 3500 fyrir minni og 5000 fyrir stærri.
Ath! Þetta er keypt í júní 2006. Allt nýtt nema búrið. Það var upphaflega sjávarfiskabúr í fiskarækt.
Upplýsingar í síma 587-7332 / 616-7332 [Atli Þór] eða 616-1568 [Magnea Dröfn]. Vinsamlegast hringið í okkur á milli 14 - 22. Ég verð á vaktinni um jólin og áramótinn líka!
Ps. www.oscarfish.com - þetta ættu allir að vera með bookmarkað hjá sér!
500L búr til sölu með öllu - SELT
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
500L búr til sölu með öllu - SELT
Last edited by Atli on 24 Jan 2007, 09:00, edited 6 times in total.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Varðandi myndina af búrinu
Jæjja, þá er ég búinn að laga tengilinn á myndina af búrinu. Ég þarf að fá lánaða myndvél til að smella af óskurunm því að mín fúnkerar ekki þegar ég er að taka myndir af þeim. Það koma allar myndir í móðu... það er eins og ljósopið sé of lengi opið. Heyrumst og gleðilega hátíð öll sömul
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni