Þetta sá ég innan á glerinu í síðustu vatnsskiptum.
Ég tók ekkert eftir þessu fyrr en vatnið var komið niður fyrir þetta.
Ég held að þetta hljóti að vera hrogn.
Last edited by Rodor on 23 Sep 2007, 15:23, edited 1 time in total.
Það hefur ekkert nýtt komið í búrið í nokkra mánuði nema einn humar. Ég var með gróður en síkliðurnar eru búnar að ganga frá honum. Ég sé enga snigla í búrinu. Og þetta sem var á glerinu sé ég ekki lengur.
Er möguleiki á að þetta hafi verið úr fiski?
Sniglaegg koma mjög oft með gróðri, svo klekjast þau út, sniglarnir eru of litlir til að þú sjáir þá fyrstu mánuðina og svo ertu alltíeinu farinn að taka eftir sniglum.