smá spurning enn og aftur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

smá spurning enn og aftur

Post by Agnes Helga »

Jám, ef ég get startað 120L búri, s.s. 2x stærra en mitt en þó mest á lengdina.. ég var að pæla.. hvernig er vatnskiptum háttað í þannig búri? Ég væri þá með til tölulega fáa fiska, eða um 5-6 skalara, 7 tetrur og 4 gúrama.. (skalarnir eru svo litlir enþá svo það er í lagi að hafa þetta allt saman í 60 L um stund í viðbót) gæti ég bætt við e-h konar siklíðu við? Langar rosa í e-h fallega en frekar rólegar siklíðu.. (bara um 2stk) hver kemur til greina? er rosa hrifinn af þessum gulu, johannii var það ekki þannig nafnið? hvernig eru þær?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Þú getur allavega haft fiðrildasikliður eða það held ég allavega.
Kveðja Hrannar
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hvernig eru þær? Eru þær rólegar svona á miðað við siklíður? Og hvar fást þær og á hvaða verði?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Ég hef nú ekki verið með sikliður en ég held að þær séu rólegar. Það eru allavega sumir með neon tetrur og aðra svipaða fiska með þeim svo það ætti að vera í lagi. En ætli þær fáist ekki í fiskabúr.is en ég veit ekkert um verðið.
Kveðja Hrannar
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

ég prufaði að googla þær.. virðast vera til nokkrar týpur.. rosa fallegar, væri alveg til í svona.. jám, þær geta verið með tetrum og öðrum svona rólegum fiskum eða ekki mikið agressive. Sá það á einni síðu.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fiðrildasíkliður eru friðsamar og afskaplega fallegar. Verðið gæti verið frá 800 og uppúr. Sá t.d. fallegar í Fiskó í dag.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þær eru rólegar yfir höfuð en verða snarbilaðar við hrygningar
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

já, er það þá ekki í góðu lagi að hafa kvk bara eða? hvort er kynið er litríkara? karlinn? já, ég væri svo sem alveg til í að fá hrogn sko :D þá hef ég bara annað búr til vara upp á það að gera :wink:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

en eitt enn.. getur eitthver sýnt mér mynd af þeim fiðrilda-síklíðum sem eru hérna á landi?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... myndir.htm

farðu neðst á síðuna
fiðrildasíkliða = microgeophacus ramirezi
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

nákvamlega sama og ég sagði 20 sek seinna
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Eru microgeophacus ramirezi "yellow form" til hérna ? eða þessar með svarta strikið yfir augað og andlitið?


Einn skalarinn minn dó í gær, hugsa að hinir eigi orsökina á því.. skrýtið því að stóru goldenanir láta hina alveg í friði.. það var bara þessi eini, kannski var hann ekki nógu góður í að fela sig og forða sér þegar á þurfti? En jæja.. ég er svoldið svekkt yfir þessu samt.. þetta var annar af þeim svörtu. Finnst þeir svo flottir.. en það er ekkert hægt að væla yfir því.. þetta er svona í fiskabransanum býst ég við.. :x maður missir stundum fiska sem maður vill ekki missa..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þessi tegund er til
Image
Og líka þessi
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Jæja, þá verða fiskaflutningar á morgun.. Allar tetrurnar, gullgúrama parið og allavega 1 skali munu fara annað á morgun. Svo það mun fækka alveg hellings í búrinu :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply