Bardagafiskur gengur bersersgang

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Bardagafiskur gengur bersersgang

Post by Gunnsa »

Jæja.. Var með bardagakarl í flotbúri í búrinu mínu, en hann hoppaði uppúr. Ég hélt að allt væri í lagi þar sem allir fiskar voru á staðnum og enginn neitt tjásulegur. Svo kem ég heim í dag (bardagakarlinn búinn að vera laus í 3 daga) og svo til allir eru með tættan sporð, sumir meira en aðrir (einn með v laga gat í miðjum sporðinum).

Ég var að pæla hvort þetta vaxi aftur og hvort óhætt sé að setja bardagafiskinn aftur með hinum þegar ég er komin með stóra búrið í gang? Er sem stendur með 60L búr og er að fara að setja upp 160L (vonandi í kveld) Er líklegt að valdabaráttunni ljúki þegar allir hafa nóg pláss? (ég er með 5 guppy fiska, ca 10 guppy seiði/unglinga, 1 molly, 2 platy, ancristu og 2 sae.. Þannig að það er ekki eins og það verði mjög þröngt í 160L :P)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sporðarnir vaxa aftur.
Það er ekki ólíklegt að þetta gangi allt í stærra búri en ekki fullvíst, bara prófa. :)
Post Reply