Það eru skrímsli í húsinu !!!
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Það eru skrímsli í húsinu !!!
Ég ákvað að stofna nýjan skrímsla þráð í tilefni af því að ég bætti við mig nokkrum skrímslum.
Hér ætla ég að pósta smá fróðleik um nýju skrímslafiskana og einnig um hina fiskana sem eru í eldri þræðinum. Myndir fylgja að sjálfsögðu.
Ég mun sennilega setja inn eitt skrímsi á dag til að halda þessu aðeins gangandi og ykkur í spennu.
Fyrsta og reyndar sennilega verðandi svakalegasta skrímslið:
Red-tail catfish - Rtc.
Red tail catfish kemur frá Brasilíu og nágrenni. Þessir fiskar verða stórir, allt að 110 cm langir og eru langlífir, eðlilegt er að fiskurinn lifi í 15 ár eða lengur.
Ungir fiskar eru felugjarnir en RTC er mest á ferð á nóttununni. Þeir eiga þó til að verða nokkuð spakir og hændir að eigenda sínum þó sennilega sé að mestu um matarást að ræða.
Þrátt fyrir að þessi fiskur þurfi 1000 lítra búr og verði yfir metri á lengd og því utan marka flestra fiskaáhugamanna er sennilega enginn kattfiskur að undanskyldum Zebra pleco, sem hefur fengið jafnmikla umfjðllun og Rtc, fjölmargar greinar og bækur hafa verið skrifaðar um fiskinn og ótal klúbbar eru starfandi sem eingöngu helga sig þessum fisk.
Rtc fjölgar sér ekki í búrum svo vitað sé og er helst fluttur út sem smáfiskur, 4-8 cm enda ódýrast að flytja hann þannig og jafnframt er hann sölulegastur í þeirri stærð og minnir helst á krúttlegann kettling og er varla hægt að ýminda sér að þessi smáfiskur verði yfir metri á lengd og með kjaft sem gæti rúmað mjólkurfernu.
Hér er skepnan í lófanum á mér, sennilega mun þó þurfa nokkra lófa undir hann fullvaxinn.
Rtc og Senegalus.
Hér ætla ég að pósta smá fróðleik um nýju skrímslafiskana og einnig um hina fiskana sem eru í eldri þræðinum. Myndir fylgja að sjálfsögðu.
Ég mun sennilega setja inn eitt skrímsi á dag til að halda þessu aðeins gangandi og ykkur í spennu.
Fyrsta og reyndar sennilega verðandi svakalegasta skrímslið:
Red-tail catfish - Rtc.
Red tail catfish kemur frá Brasilíu og nágrenni. Þessir fiskar verða stórir, allt að 110 cm langir og eru langlífir, eðlilegt er að fiskurinn lifi í 15 ár eða lengur.
Ungir fiskar eru felugjarnir en RTC er mest á ferð á nóttununni. Þeir eiga þó til að verða nokkuð spakir og hændir að eigenda sínum þó sennilega sé að mestu um matarást að ræða.
Þrátt fyrir að þessi fiskur þurfi 1000 lítra búr og verði yfir metri á lengd og því utan marka flestra fiskaáhugamanna er sennilega enginn kattfiskur að undanskyldum Zebra pleco, sem hefur fengið jafnmikla umfjðllun og Rtc, fjölmargar greinar og bækur hafa verið skrifaðar um fiskinn og ótal klúbbar eru starfandi sem eingöngu helga sig þessum fisk.
Rtc fjölgar sér ekki í búrum svo vitað sé og er helst fluttur út sem smáfiskur, 4-8 cm enda ódýrast að flytja hann þannig og jafnframt er hann sölulegastur í þeirri stærð og minnir helst á krúttlegann kettling og er varla hægt að ýminda sér að þessi smáfiskur verði yfir metri á lengd og með kjaft sem gæti rúmað mjólkurfernu.
Hér er skepnan í lófanum á mér, sennilega mun þó þurfa nokkra lófa undir hann fullvaxinn.
Rtc og Senegalus.
Last edited by Vargur on 08 Dec 2006, 19:38, edited 1 time in total.
Polypterus delhezi og Polypterus senegalus.
Polypterus eru fiskar sem sem koma frá Afríku og hafa verið óbreyttir í milljónir ára, þegar risaeðlur ráfuðu um þá voru þessir fiskar til og líta nákvæmlega eins út í dag. Þeir líta líka nokkuð fornaldarlega út vegna bakugganna, annað sérstakt við útlit þeirra eru eyruggarnir sem minna einna helst á bægsli og nota fiskarnir þá til að ýta sér áfram.
Þessir fiskar eru friðsamir og angra ekki aðra fiska, þeir éta þó allt sem þeir ná í og eru fljótir af stað þegar fóður er sett í búrið, það tekur þá þo stundum nokkra stund að finna fóðrið en þeir bókstaflega þefa það uppi.
Polypterus hafa einskonar frumstæð lungu og stinga hausnum stundum upp úr vatninu til að anda ef vatnskilirði eru slæm, þeir geta lifað í nokkurn tíma á þurru landi og fært sig aðeins á milli staða en þó ekki í líkingu við td. lungnafisk eða walking catfish.
Senegalusinn er búinn að vera í minni eigu í nokkurn tíma og er um 25 cm en þessir fiskar geta orðið 35-40 cm, delhezi var ég að fá og er hann tæplega 20 cm.
Polypterus eru fiskar sem sem koma frá Afríku og hafa verið óbreyttir í milljónir ára, þegar risaeðlur ráfuðu um þá voru þessir fiskar til og líta nákvæmlega eins út í dag. Þeir líta líka nokkuð fornaldarlega út vegna bakugganna, annað sérstakt við útlit þeirra eru eyruggarnir sem minna einna helst á bægsli og nota fiskarnir þá til að ýta sér áfram.
Þessir fiskar eru friðsamir og angra ekki aðra fiska, þeir éta þó allt sem þeir ná í og eru fljótir af stað þegar fóður er sett í búrið, það tekur þá þo stundum nokkra stund að finna fóðrið en þeir bókstaflega þefa það uppi.
Polypterus hafa einskonar frumstæð lungu og stinga hausnum stundum upp úr vatninu til að anda ef vatnskilirði eru slæm, þeir geta lifað í nokkurn tíma á þurru landi og fært sig aðeins á milli staða en þó ekki í líkingu við td. lungnafisk eða walking catfish.
Senegalusinn er búinn að vera í minni eigu í nokkurn tíma og er um 25 cm en þessir fiskar geta orðið 35-40 cm, delhezi var ég að fá og er hann tæplega 20 cm.
Clown knive fish - Chitala (Notopterus) chitala.
Þessi gráðugi ránfiskur kemur frá suðaustur Asíu. Hann getur orðið allt að meterslangur í náttúrunni en fer sjaldan yfir 6o cm í búrum.
Klown knive er best að hafa einan í búri eða með öðrum svipuðum fiskum, þessir fiskar geta verið nokkuð árásargjarnir, sérstaklega á eigin tegund. Þeir eru sóðar og góður hreinsibúnaður því mikilvægur.
Ég er með einn svona og er hann um 10-12 cm og virðist vera nokkuð skemmtilegur fiskur þó hann sé felugjarn.
Þessi gráðugi ránfiskur kemur frá suðaustur Asíu. Hann getur orðið allt að meterslangur í náttúrunni en fer sjaldan yfir 6o cm í búrum.
Klown knive er best að hafa einan í búri eða með öðrum svipuðum fiskum, þessir fiskar geta verið nokkuð árásargjarnir, sérstaklega á eigin tegund. Þeir eru sóðar og góður hreinsibúnaður því mikilvægur.
Ég er með einn svona og er hann um 10-12 cm og virðist vera nokkuð skemmtilegur fiskur þó hann sé felugjarn.
Ctenolucius hujeta
Þessa fallegu fiska fékk ég um daginn, ég náði í 4 stk ca 10-12 cm, en einn ákvað að enda líf sitt á gólfinu, því má ætla að lokuð búr séu góður kostur fyrir þessa fiska.
Ctenolucius hujeta kemur frá suður Ameríku og getur orðið allt að 70 cm langur, þessir fiskar geta verið fremur stressaðir sem búrfiskar og því er flotgróður og fremur skuggsælt umhverfi æskilegt.
þeir eiga til að vera nokkuð matvandir og kjósa helst lifandi fóður og líta oft ekki við tilbúnu eða dauðu fóðri, mínir narta þó í flögur en taka fyrst gleði sína ef smáfiskar eða seyði birtast í búrinu.
Þessa fallegu fiska fékk ég um daginn, ég náði í 4 stk ca 10-12 cm, en einn ákvað að enda líf sitt á gólfinu, því má ætla að lokuð búr séu góður kostur fyrir þessa fiska.
Ctenolucius hujeta kemur frá suður Ameríku og getur orðið allt að 70 cm langur, þessir fiskar geta verið fremur stressaðir sem búrfiskar og því er flotgróður og fremur skuggsælt umhverfi æskilegt.
þeir eiga til að vera nokkuð matvandir og kjósa helst lifandi fóður og líta oft ekki við tilbúnu eða dauðu fóðri, mínir narta þó í flögur en taka fyrst gleði sína ef smáfiskar eða seyði birtast í búrinu.
Electric Catfish - Malapterurus electricus
Ég hef leng vel verið hrifinn af ljótum fiskum, eiginlega fallega ljótum fiskum, það er eitthvað við sérstakt útlit margra botnfiska sem heillar mig. Electric Catfish er þó nánast svo ljótur að manni langar ekki til að eiga hann, fiskurinn minnir einna helst á ógirnilega hráa pylsu með stjóran og ljótan munn og pínulítil stingandi augu, það er ekki eins og útlitið sé nóg til að fæla menn frá því að eignast svona fisk heldur er nánast ómögulegt að hafa hann með öðrum fisum og svo verður hann stærri en svo að flestir venjulegir fiskaáhugamenn geti haft hann. En hvað er þá það sem heillar, það er nefnilega þessi magnaði hæfileiki fisksins til að gefa frá sér rafstraum, fullorðir fiskar geta gefið frá sér allt að 350 volta spennu og geta hæglega rotað fullvaxinn karlmann.
Fiskurinn getur stýrt straumnum, bæði styrk og hvenær hann notar hann, hann drepur eða lamar aðra fiska með straumnum, bæði til að verjast og eignig til matar.
Alþekkt er að fiskurinn getur vanist hönd eiganda síns og látið eiga sig að stuða hann.
Æskilegast er að Electric Catfish sé einn í búri af augljósum ástæðum en þó getur hann lifað í sátt og samlyndi við aðra fiska ef honum finnst hann ekki vera ógnað af þeim, einnig er talið að sumar tegundir Synodontis kattfiska séu ónæmir fyrir straum Electric Catfish.
Electric Catfish kemur frá mið Afríku og finnst í ánni Níl, Tanganyika vatni og víðar og getur orðið allt að 90 cm langur.
Ég hef leng vel verið hrifinn af ljótum fiskum, eiginlega fallega ljótum fiskum, það er eitthvað við sérstakt útlit margra botnfiska sem heillar mig. Electric Catfish er þó nánast svo ljótur að manni langar ekki til að eiga hann, fiskurinn minnir einna helst á ógirnilega hráa pylsu með stjóran og ljótan munn og pínulítil stingandi augu, það er ekki eins og útlitið sé nóg til að fæla menn frá því að eignast svona fisk heldur er nánast ómögulegt að hafa hann með öðrum fisum og svo verður hann stærri en svo að flestir venjulegir fiskaáhugamenn geti haft hann. En hvað er þá það sem heillar, það er nefnilega þessi magnaði hæfileiki fisksins til að gefa frá sér rafstraum, fullorðir fiskar geta gefið frá sér allt að 350 volta spennu og geta hæglega rotað fullvaxinn karlmann.
Fiskurinn getur stýrt straumnum, bæði styrk og hvenær hann notar hann, hann drepur eða lamar aðra fiska með straumnum, bæði til að verjast og eignig til matar.
Alþekkt er að fiskurinn getur vanist hönd eiganda síns og látið eiga sig að stuða hann.
Æskilegast er að Electric Catfish sé einn í búri af augljósum ástæðum en þó getur hann lifað í sátt og samlyndi við aðra fiska ef honum finnst hann ekki vera ógnað af þeim, einnig er talið að sumar tegundir Synodontis kattfiska séu ónæmir fyrir straum Electric Catfish.
Electric Catfish kemur frá mið Afríku og finnst í ánni Níl, Tanganyika vatni og víðar og getur orðið allt að 90 cm langur.
Ég veit nú ekki hvort safnið sé svo merkilegt en vonast þó til að það verði það í framtíðinni þegar skepnurnar stækka.
Já, Rtc er krúttlegur, það er mjög gaman að fylgjast með honum, hann minnir helst á kettling eða hvolp bæði í útliti og hegðun.
Ég settist niður í gærkvöldi við búrið sem flestar skepnurnar eru í núna, gaf aðeins og deyfði ljósin, það var alveg einstakt að sjá búrið vakna og félagana fara af stað í fæðuleit.
Já, Rtc er krúttlegur, það er mjög gaman að fylgjast með honum, hann minnir helst á kettling eða hvolp bæði í útliti og hegðun.
Ég settist niður í gærkvöldi við búrið sem flestar skepnurnar eru í núna, gaf aðeins og deyfði ljósin, það var alveg einstakt að sjá búrið vakna og félagana fara af stað í fæðuleit.
Tiger Shovelnose Catfish - Pseudoplatystoma tigrinum
Shovelnose eða skóflunebbi eins og ég kalla hann er einn af mínum uppáhaldsfiskum, hann kemur frá Amazon og getur náð allt að meterslengd.
Skóflunefur er rólegur og angrar ekki aðra fiska að öðru leiti en því að hann á það til að borða þá. Kjafturinn á honum er langur og opnast eins og bílhúdd og getur skóflunefurinn því étið fiska sem er nánast jafnstórir honum sjálfum.
Skóflunefur sér illa, hann heldur sér til hlés á daginn en um leið og ljósin slökkna fer skepnan af stað og er ónetanlega tignarlegur á ferð í búrinu, hann er þó auðstressaður og á til að þjóta af stað ef styggð kemur að honum og getur það verið hættulegt þar sem þá hættir honum að klessa á glerið í búrinu og eru dæmi um það að skóflunefir hafi brotið á sér trýnið í slíkum tilfellum.
Shovelnose eða skóflunebbi eins og ég kalla hann er einn af mínum uppáhaldsfiskum, hann kemur frá Amazon og getur náð allt að meterslengd.
Skóflunefur er rólegur og angrar ekki aðra fiska að öðru leiti en því að hann á það til að borða þá. Kjafturinn á honum er langur og opnast eins og bílhúdd og getur skóflunefurinn því étið fiska sem er nánast jafnstórir honum sjálfum.
Skóflunefur sér illa, hann heldur sér til hlés á daginn en um leið og ljósin slökkna fer skepnan af stað og er ónetanlega tignarlegur á ferð í búrinu, hann er þó auðstressaður og á til að þjóta af stað ef styggð kemur að honum og getur það verið hættulegt þar sem þá hættir honum að klessa á glerið í búrinu og eru dæmi um það að skóflunefir hafi brotið á sér trýnið í slíkum tilfellum.
Black-ghost hnífafiskur - Apteronotus albifrons
Black-ghost finnst víða í suður Ameríku, á einhverjum stöðum trúa innfæddir því að sálir látinna ættingja þeirra búi í fiskunum.
Black-ghost heldur sig helst á straumlitlum svæðum og getur orðið 40 cm í náttúrunni en sjaldgjæft er að hann verði meira en 25 cm í fiskabúrum.
Black-ghost er nánast eða alveg blindur en notar rafsvið til að synda eftir og til að finna fæðu, er því nokkuð létt að fá þá til að sætta sig við felustaði alveg við glerið í búrinu eða í glæru plaströri svo menn geti séð þá, hann étur allt venjulegt fiskafóður og auk þess smáfiska ef hann nær þeim.
Það sem gerir þá sérstaka er furðulegur sundstíll en þessir fiskar synda jafnt áfram sem afturábak, á hlið og jafnvel á hvolfi og er þvó kostulegt að fylgjast með þeim synda.
Ég er með tvo black-ghost sem eru um 10 cm en því miður náði ég ekki góðri mynd af þeim en hér er mynd af netinu í staðinn.
Black-ghost finnst víða í suður Ameríku, á einhverjum stöðum trúa innfæddir því að sálir látinna ættingja þeirra búi í fiskunum.
Black-ghost heldur sig helst á straumlitlum svæðum og getur orðið 40 cm í náttúrunni en sjaldgjæft er að hann verði meira en 25 cm í fiskabúrum.
Black-ghost er nánast eða alveg blindur en notar rafsvið til að synda eftir og til að finna fæðu, er því nokkuð létt að fá þá til að sætta sig við felustaði alveg við glerið í búrinu eða í glæru plaströri svo menn geti séð þá, hann étur allt venjulegt fiskafóður og auk þess smáfiska ef hann nær þeim.
Það sem gerir þá sérstaka er furðulegur sundstíll en þessir fiskar synda jafnt áfram sem afturábak, á hlið og jafnvel á hvolfi og er þvó kostulegt að fylgjast með þeim synda.
Ég er með tvo black-ghost sem eru um 10 cm en því miður náði ég ekki góðri mynd af þeim en hér er mynd af netinu í staðinn.
Walking Catfish - Clarias batrachus
þá fer safnið að verða fullkomnað.
Ég var svo lánsamur að ná þessum af honum Gilmore hér á spjallinu.
Walking catfish er sérstakur fiskur af þvi leiti að hann getur ferðast töluverða vegalengd á þurru landi svo fremi sem umhverfið sé nokkuð rakt. Fiskurinn getur andað að sér lofti og ferðast líkt og snákur ef hann af einhverjum orsökum verður óánægður með heimkynni sín td. vegna vatnsgæða eða fæðuskorts. Walking catfish er uppruninn í suðaustur Asíu en hefur tekið sér bólfestu víðar eftir að haf sloppið eða verið sleppt úr haldi, td. er innflutningur á þessum fiskum nú bannaður í Bandaríkjunum og er Walking catfish talinn stærsta vandamál Bandarískrar náttúru af völdum búrfiska. Fiskurinn er talinn hafa fyrst sloppið úr haldi þar 1967 frá ræktanda og hefur síðar dreyfst víða um Bandaríkinn, ástandið er það alvarlegt að margar tjarnir og vötn hafa hreinlega verið girt af til að hefta útbreiðslu fisksins.
Hér má sjá kort sem sýnir útbreiðslu fisksins í Florida.
Í náttúrunni verður fiskurinn allt að 65 cm langur en talsvert minni í fiskabúrum, hann étur nánast all og er ekki vandlátur á fæðu og býsna harðgerður, fiskurinn stingur iðulega upp nefinu til að anda og má gjarnan sjáloftbólur koma frá honum eftir það.
Hér er myndmand sem sýnir Walking catfish á ferð á þurru landi.
http://encarta.msn.com/media_461549651_ ... media.html
þá fer safnið að verða fullkomnað.
Ég var svo lánsamur að ná þessum af honum Gilmore hér á spjallinu.
Walking catfish er sérstakur fiskur af þvi leiti að hann getur ferðast töluverða vegalengd á þurru landi svo fremi sem umhverfið sé nokkuð rakt. Fiskurinn getur andað að sér lofti og ferðast líkt og snákur ef hann af einhverjum orsökum verður óánægður með heimkynni sín td. vegna vatnsgæða eða fæðuskorts. Walking catfish er uppruninn í suðaustur Asíu en hefur tekið sér bólfestu víðar eftir að haf sloppið eða verið sleppt úr haldi, td. er innflutningur á þessum fiskum nú bannaður í Bandaríkjunum og er Walking catfish talinn stærsta vandamál Bandarískrar náttúru af völdum búrfiska. Fiskurinn er talinn hafa fyrst sloppið úr haldi þar 1967 frá ræktanda og hefur síðar dreyfst víða um Bandaríkinn, ástandið er það alvarlegt að margar tjarnir og vötn hafa hreinlega verið girt af til að hefta útbreiðslu fisksins.
Hér má sjá kort sem sýnir útbreiðslu fisksins í Florida.
Í náttúrunni verður fiskurinn allt að 65 cm langur en talsvert minni í fiskabúrum, hann étur nánast all og er ekki vandlátur á fæðu og býsna harðgerður, fiskurinn stingur iðulega upp nefinu til að anda og má gjarnan sjáloftbólur koma frá honum eftir það.
Hér er myndmand sem sýnir Walking catfish á ferð á þurru landi.
http://encarta.msn.com/media_461549651_ ... media.html
Black arowana - Osteoglossum ferreirai
Arowana black kemur úr Amazon ánni í suður Ameríku og einnig úr vötnum í Gíneu.
Fiskurinn er oft kallaður vatnaapi vegna eiginleika síns í að stökkva upp úr vatninu eftir bráð sinni og eru það oftast minni fuglar og leðurblökur sem eru á matseðlinum ásamt ýmsum skorkvikindum.
Asíska Arowanan er oftast kölluð drekafiskur og hefur það þafn einnig fest við Arowana úr öðrum heimsálfum.
Arowana getur orðið allt að 1 metri að lengd í fiskabúrum og 1.2 metrar í náttúrinni og því er óhætt að seigja að hún þurfi sæmilega stórt búr.
Þessi sem ég er með er rétt 12-15 sm og á vafalaust eftir að vera gaman að fylgjast með henni vaxa.
Arowana black kemur úr Amazon ánni í suður Ameríku og einnig úr vötnum í Gíneu.
Fiskurinn er oft kallaður vatnaapi vegna eiginleika síns í að stökkva upp úr vatninu eftir bráð sinni og eru það oftast minni fuglar og leðurblökur sem eru á matseðlinum ásamt ýmsum skorkvikindum.
Asíska Arowanan er oftast kölluð drekafiskur og hefur það þafn einnig fest við Arowana úr öðrum heimsálfum.
Arowana getur orðið allt að 1 metri að lengd í fiskabúrum og 1.2 metrar í náttúrinni og því er óhætt að seigja að hún þurfi sæmilega stórt búr.
Þessi sem ég er með er rétt 12-15 sm og á vafalaust eftir að vera gaman að fylgjast með henni vaxa.