Hvernig sér maður þegar blackmolly hrygna er komin að goti?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Hvernig sér maður þegar blackmolly hrygna er komin að goti?
Hvernig sé maður á svona black molly með lýrusporð hvort þær séu seiðafullar? Eru þær bara feitar eða? Mér finnst kellan hjá mér vera hrikalega feit :/ Hvenær sjást að þær eru alveg að fara gjóta? Ég vill helst sjá það með e-h fyrirvara þar sem annars verða seiðin að snakki fyrir skalarana mína
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Þú verður bara að þreifa þig áfram, ef eitthvað klikkar þá kemur got eftir þetta got.
Ég horfi oft eftir því hvort kerlan feli sig mikið, þá er yfirleitt stutt í got.
Hér er svo gott trikk í boði Dr. Bruna
Ég horfi oft eftir því hvort kerlan feli sig mikið, þá er yfirleitt stutt í got.
Hér er svo gott trikk í boði Dr. Bruna
Bruni wrote:Áttu ekki hreina plastfötu ? Ef svo er settu 2-3 l. af vatni úr búrinu í fötuna, platykerluna þar ofaní, fötuna síðan upp í fataskáp í efstu hillu. Hitinn þar ætti að vera nægjanlegur. Svo lokarðu skápnum og "kerlan" gýtur í myrkrinu áhyggjulaus, sér ekki seyðin og þ.a.l. étur þau ekki. Klikkar ekki. Þú vitjar einu sinni á dag og fóðrar aðeins og ekki er verra að hafa einn til tvo snigla til þess að sjá um "húsverkin" í fötunni. Síðan skráirðu daginn sem kerlan gýtur og notar sömu aðferð c.a 24 dögum seinna.
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Já, hún er nú líka svo til nýkomin í 60L búrið núna, var með þau hjónakornin ein í 13L búri, samt nokkrir dagar síðan núna og hún er svolítið að fela sig. Er mikið bakvið gróðurinn. Ætla að bíða aðeins með að taka hana frá. Ef hún hrygnir í 60L búrinu verða seiðin étin held ég, er með 2 skalara nefnilega.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr