Ég er með tvo blágúrama og þeir eru að taka uppá því að hanga alltaf bakvið dæluna er einhvað að eða gera þeir þetta bara? Þeir voru ekki svona fyrir rúmri viku
Frekar erfitt að koma með einhver comment með svona litlar upplýsingar.
Það er fínt að koma með betri upplýsingar um aðstæður fiskanna. Hvað eru þeir í stóru búri, eru vatnsgæði í lagi, éta þeir og eru fleiri fiskar í búrinu og sýna aðrir fiskar einhvern slappleika osf ?
Þeir eru með fleiri fiskum í búri og það er 54l. Hinir fiskarnir eru ekki svona og já þeir éta alveg og allt það. Gæti kannski verið að þeir séu bara í felum? Koma fram á matartímum og þegar ljósið er slökkt er það ekki annars soldið algent með sumar tegundir?
Guramar eru ekkert sérstaklega felugjarnir og ef ekki er mikið að fiskum í búrinu eða einhver að bögga þá getur verið um einhvern óþverra að ræða. Það er þó erfitt að koma með einhverjar útskýringar á því svona út í loftið.
Smá salt skaðar þó sennilega ekki, td ef um er að ræða einhver sníkjudýr í tálknum eða minniháttar bakteríusýkingar.