Plöntufólk athugið:

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Plöntufólk athugið:

Post by Piranhinn »

hvernig get ég gefið plöntunum mínum aðeins meira "kick"?
Það er eins og þær séu e-ð að visna... :(
Þarf ég að klippa ræturnar eða hvað þarf að gera til að fá
meira líf í þær?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú getur t.d. fengið plöntunæringu í töfluformi, stingur undir plöntuna.
Endurnýja perurnar ef þær eru gamlar og svo þessi gamla klassíska aðferð með fljótandi plöntunæringu sem getur aukið þörungavöxt að auki.
Svo hafa þessir drengir hér verið með kolsýruvesen eitthvað, getur t.d. lesið þráðinn hans Stephans.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sammála ráðunum hér fyrir ofan en hérna er ódýrt og mjög einfalt Co2 kerfi
http://www.qsl.net/w2wdx/aquaria/diyco2.html#3

Ég nota svipað nema ekki power head og það vex allt mjög hratt hjá mér
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Einnig visna plöntur oft ef of mikill hiti er í búrinu.
það væri gott að heyra eitthvað meira um rútínuna í búrinu, perutýpur, ljósatíma osf.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

hiti stabíll 23-25°c. Vatnsskipti 25% á 2 vikna fresti, stundum meira.
T8 perur, 18w. Ætti ég að breyta einhverju? Ég er strand. allt búið
að ganga vel í rúma 2 mánuði. :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvaða týpur af perum eru þetta ?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

T8 perur 18w, arcadia freshwater....? kannast einhver við það?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Hvernig eru þær að visna? krumpast endarnir á blöðunum saman? eru þær að gulna? Eru þær mjög gisnar? Eru blöðin að grotna niður?
Það getur gert hlutina verri að bæta bara næringu eða co2 ef það er ekki rétta lausnin. Ef að plöntunum vantar meira ljós, þá værir þú frekar að gera þeim illt með því að bæta við co2, þetta snýst í raun allt um að hafa jafnvægi á þessum 3 þáttum.
Ef þú ert að skipta um 25% af vatni á 2 vikna fresti og ert með einhvern slatta af fiskum, þá efast ég um að þú þurfir mikla næringu þar sem að fiskaskíturinn ætti að sjá um það að mestu leyti. co2 gerir nákvæmlega ekkert gagn með svona litlu ljósi, þannig að ég mundi giska á að það sé ljósið sem vantar. Hvað er búrið annars stórt og hvernig plöntur eru þetta? ertu bara með eina 18W peru?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já það er bara ein pera, og það er sko alls ekki lítið af fóðri,
þannig að útlitið á plöntunum er þannig að þær eru byrjaðar að verða pínu brúnar og allt lítur út fyrir að þær eigi lítið eftir nema ég geri e-ð. Hvað á að gera?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég mundi bæta við peru ef þú hefur tök á því.
Annars getur þú líka fengið þér t.d. anubias plöntur sem þurfa lítið sem ekkert ljós, eru líka mjög fallegar og til í ýmsum gerðum, vaxa reyndar mjög hægt.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já, en er eðlilegt að það taki plöntu svona langan tíma að visna, er engin orsök og afleiðing, af því að þær voru geggjað fallegar?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Plöntu eru yfirleitt svaka flottar fyrst, grænar og fallegar enda fæstar ræktaðar í vatni, þegar þær koma svo í fiskabúr fá þær oft sjokk og ef aðstæður eru ekki nógu góðar veslast viðkvæmar plöntur upp, tíminn getur verið misjafn eftir aðstæðum og tegundum en 2 mánuðir hljóma ekkert óeðlilega.
Ég held þú ættir að byrja á að skipta perunni út fyrir gróðurperu og/eða reyna að bæta við öðru perustæði.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já ok, eða skipta út fyrir harðgerðari gróður, það er
líka alveg inn í myndinni ef það er til...?
Post Reply