Ég fór í Fisko í dag og rakst þar á GULLFALLEGAR síliður úr Viktoríuvatni. Þær eru stórar og sennilega fullvaxta, en þetta eru sjaldséðir fiskar hér á landi....allavega í þessari stærð. Um er að ræða 3 stk Haplachromis sp, Flameback (1 kall og 2 kellur), 2 stk Hap sp. 44 Thick Skin (Kall og kella). Kallarnir eru skuggalega fallegir. Einnig keypti ég 3 stk Veja Synspilum sem fara svo í Ameríkubúrið þegar þær verða stærri. Allir þessir fiskar fóru í 400l Frontosabúrið í dag og sambúðin er bara góð enn sem komið er.
Myndirnar hér að neðan sýna ekki það besta í fiskunum....litirnir eru mikið skærari og flottari í raun.
Heildarmyndir
Frontosa, Moori, Flameback
Þessi er flott
Flameback, Moori, Red Empress
Flameback...geggjaður
Hap sp. 44
Geggjaður....
Kellingar
Myndir - Afríkubúr
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta